Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna Moebius hring.
Moebius var þýskur stærðfræðingur sem var uppi í byrjun 19 aldar, sem hannaði snúinn galdrahring sem þessi aðferð er byggð á.
Notið langan hringprjón – minnst 80 cm langa. Leggið hringprjóninn tvöfaldan og fitjið upp í hring á tvöfalda prjóna. Fjöldi lykkja sem fitjaður er upp og deilt í prjónfestuna gefur þvermálið á hringnum. Dragið út annan prjóninn og færði lykkjur að prjóninum sem ekki er með þræðinum sem prjóna á með. Með prjóninn í öðrum enda eru teknar upp nýjar lykkjur neðan við lykkjur á prjóninum í hverja lykkju hringinn. (Þar sem ekki er tekin upp lykkja í fyrstu lykkju þá verður odda tala á fjölda lykkja). Prjónarnir eru nú utan við prjónasnúruna og snúran er nú snúin við miðju. Tengið saman og byrjið að prjóna hringinn. Í fyrsta skipti þegar komið er að enda, þá hefur þú prjónað allar lykkjur sem fitjaðar voru upp á prjóninn, er komið að því að prjóna fyrstu umferð með lykkjum sem teknar voru upp og í fyrstu umferð þá þarf að prjóna þessar lykkjur aftan í lykkjubogann. Í næstu umferð er prjónað framan í lykkjubogann eins og vanalega.
Ef haldið er áfram að prjóna hringinn einungis með sléttum lykkjum þá verður helmingurinn af stykkinu í sléttprjón frá réttu og helmingurinn frá röngu. Þar sem oddatala er á fjölda lykkja þá er hægt að prjóna 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið og þá verður moebius stykkið þitt í perluprjóni.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
PAULA CASTILLO C. skrifaði:
GRACIAS POR HACER MAS FACIL MIS TEJIDOS.TODOS LOS DE USTEDES SON UNA MARAVILLA.LASTIMA QUE EN MEXICO NO PUEDA YO CONSEGUIR SUS PRODUCTOS.
07.07.2011 - 03:23...jetzt habiches endlich begriffen !!! Vielen Dank ! Super gemacht!!!
13.05.2011 - 13:08Ernestina skrifaði:
Realmente magnifica la explicaciòn, gracias.
19.04.2011 - 03:45Technique totalement nouvelle pour moi ...allez , courage , je vais essayer !!!Merci pour ces explications fort utiles !
11.03.2011 - 15:02Eli skrifaði:
Excelente explicacion.gracias
21.02.2011 - 14:53Lea skrifaði:
Das ist siehr interessant:)
23.10.2010 - 20:58