DROPS Extra / 0-1390

I See You by DROPS Design

Hekluð glasamotta með broskall fyrir Halloween. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-667
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Ein glasamotta er ca 20 g.
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 11 cm að þvermáli.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
50 g litur 14, skærgulur
Afgangur af lit 24, dökk grár – fyrir augu og munn

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 18 stuðlar verði 10 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 308kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. ATH: Í 6. umferð eru heklaðar nokkrar lykkjur með dökk gráum.

LEIÐBEININGAR UM FRÁGANG:
Ef óskað er eftir því þá er hægt að sauma út þannig að glasamottan verði alveg eins að framan og að aftan. Saumið inn þræðina í umferðina jafnóðum. Þetta á einnig við þegar festa á enda þá eru þeir festir niður jafnóðum.
----------------------------------------------------------

GLASAMOTTA:
Stykkið er heklað í hring frá miðju og út, munnur er heklaður í 6. Umferð.
Í lokin er munnvik og augu saumuð út.

Heklið 4 loftlykkjur með heklunál með skærgulum og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Haldið áfram að hekla mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar öll mynsturteikning A.1 hefur verið hekluð til loka mælist glasamottan ca 11 cm að þvermáli. Klippið frá og festið enda – lesið LEIÐBEININGAR UM FRÁGANG að ofan.

FRÁGANGUR:
Sjá mynd.
Saumið út augu með 2 keðjusporum og afgang af dökk gráum – augun eru saumuð út með löngu keðjuspori frá 3. til 6. umferð. Saumið út munnvik með 1 keðjuspori yfir 2 umferðir hvoru megin við munn.

Mynstur

= keðjulykkja
= loftlykkja
= fastalykkja um loftlykkjuhringinn
= fastalykkja í lykkju
= 2 fastalykkjur í sömu lykkju
= (lykkjan er hekluð með dökk gráum) fastalykkja í aftari lykkjuboga
= (lykkjan er hekluð með dökk gráum) 2 fastalykkjur í aftari lykkjuboga í sömu lykkju
= fastalykkja í aftari lykkjubogann í lykkju
= 2 fastalykkjur í aftari lykkjubogann í sömu lykkju
= 4 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér

Athugasemdir (0)

Það eru engar athugasemdir á þessu mynstri. Bættu við þinni!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1390

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.