Matilda skrifaði:
Hej! Vilken storlek bär modellen i bilden? Jag vill gärna ha samma bylsiga passform men vet inte vilken storlek jag ska sticka.
17.04.2025 - 13:49DROPS Design svaraði:
Hej Matilda. Modellen bär vanligtvis storlek S eller M. Om du är osäker på vilken storlek du ska välja är det bästa att mäta ett plagg du redan har och jämföra de mått med måtten på måttskissen längst ner på mönstret och välja den storlek som passar bäst utifrån det. Mvh DROPS Design
25.04.2025 - 11:22
Michał skrifaði:
Witam . Czy może ktoś wytłumaczyć dlaczego gdy zacząłem robić sweter na okrągło wzór 2 razem +2 narzuty .a w następnym rzędzie spuść jeden i na prawo jeden . Wychodzi dziurka .. wszystko spoko zacząłem podział na przód i tył i gdy robię w ta i spowrotem ten sam wzór te same "dziurki są o wiele większe i luźniejsze?????? Już prułem 6 razy i non stop ten sam efekt . Za duże dziurki we wzorze.
21.03.2025 - 16:25DROPS Design svaraði:
Witaj Michale, na początek przepraszam za tak późną odpowiedź. Co do tej techniki wykonywanej w rzędach to zobacz film TUTAJ. Powinien być pomocny. Pozdrawiamy!
26.03.2025 - 09:36
Kerry Hullett skrifaði:
Where is the A1 diagram?
27.02.2025 - 22:44DROPS Design svaraði:
Hi Kerry, You will find the A.1 diagram at the bottom of the pattern, just above the size chart. Happy knitting!
28.02.2025 - 06:36
Sandy Breeze |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuðu peysa úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 257-29 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli annað hvort í byrjun eða lok umferðar þannig: FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG (á við um úrtöku fyrir hálsmáli í byrjun umferðar): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG (á við um úrtöku fyrir hálsmáli í lok umferðar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 1 kantlykkja í garðaprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, merkiþráðurinn situr hér, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig, fram og til baka. Axlasaumar saumaðir. Lykkjur prjónaðar upp fyrir ermar meðfram handvegi. Síðan eru ermar prjónaðar neðan frá og upp, fyrst fram og til baka, síðan í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 186-206-220-244-264-286 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Paris. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur jafnframt því sem í umferð 1 er fækkað um 18-22-24-28-28-30 lykkjur jafnt yfir = 168-184-196-216-236-256 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með oddatölu í mynstri (þá koma mynsturumferðir frá réttu þegar prjónað er fram og til baka). Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Prjónið næstu umferð þannig: Fellið af fyrstu 10-14-16-20-22-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið 74-78-82-88-96-100 lykkjur eins og áður (= framstykki), fellið af næstu 10-14-16-20-22-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið 74-78-82-88-96-100 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Nú er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka fyrir sig fram og til baka. BAKSTYKKI: = 74-78-82-88-96-100 lykkjur. Umferð 1 er prjónuð frá röngu. Prjónið fram og til baka með A.1 eins og áður þannig: Prjónið 1 lykkju í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, 1 lykkja sléttprjón, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju sléttprjón og 1 lykkju í garðaprjón. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 24-24-24-26-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Nú er prjónað fram og til baka með A.1 eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni og 1 lykkju sléttprjóni yst við handveg og 1 lykkju í garðaprjóni innst við hálsmál JAFNFRAMT sem fækkað er um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 lykkju garðaprjón í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR-1= 23-25-27-29-33-35 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. FRAMSTYKKI: = 74-78-82-88-96-100 lykkjur. Prjónið á sama hátt og bakstykkið þar til stykkið mælist 48-50-51-52-53-54 cm. Nú eru miðju 16-16-16-18-18-18 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Nú er prjónað fram og til baka með A.1 eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni og 1 lykkju sléttprjóni yst við handveg og 1 lykkju í garðaprjóni innst við hálsmál JAFNFRAMT sem fækkað er um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 lykkju garðaprjón í hverri umferð frá réttu alls 6 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR-1= 23-25-27-29-33-35 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. FRÁGANGUR-1: Saumið axlasauma. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við á hringprjón 5. Frá réttu eru prjónaðar upp 64-68-72-74-78-82 lykkjur meðfram handvegi – byrjið í horni frá botni á handvegi (það á ekki að prjóna upp lykkjur í lykkjur sem felldar voru af fyrir handveg, þær eru síðar saumaðar saman við klauf undir ermi). Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð = miðja ofan á öxl – síðar á að mæla ermina frá þessu merki. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, síðan er prjónað A.1 fram og til baka. Prjónið svona þar til ermin mælist 3-4-5-6-7-8 cm frá merki, þetta mál jafngildir núna dýpt á handvegi á fram- og bakstykki. Síðan er prjónað A.1 hringinn JAFNFRAMT er settur 1 merkiþráður í byrjun umferðar (= miðja undir ermi – hér byrjar umferðin), látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, hann er notaður þegar fækka á lykkjum fyrir miðju undir ermi. Þegar ermin mælist 5-6-7-8-9-10 cm frá merki fyrir miðju á öxl, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverju 7-6-5-4-3-3 cm alls 6-7-8-8-10-11 sinnum = 52-54-56-58-58-60 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 46-46-46-44-43-43 cm frá merki. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 58-60-62-64-64-66 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm fellið af. Ermin mælist ca 51-51-51-50-49-49 cm frá skiptingunni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4, prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 76-76-78-88-90-92 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði). Prjónið 1 umferð brugðið þar sem lykkjufjöldinn er e.t.v. jafnaður út til 76-76-78-88-90-92 lykkjur – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4-4-4-5-5-5 cm. Fellið af. FRÁGANGUR-2: Saumið klauf undir ermi – klauf undir ermi er saumuð við botn á handvegi. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 257-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.