Sunny Isles |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Hekluð síð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er heklað neðan frá og upp með gatamynstri, beinu hálsmáli og ¾ löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-36 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun hverrar umferðar eru heklaðar 3 loftlykkjur sem koma í stað fyrsta stuðul í umferð. Síðasti stuðullinn er heklaður í 3. loftlykkju í byrjun fyrri umferðar. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Munið eftir að þegar heklað er frá röngu er mynsturteikningin lesin frá vinstri til hægri. LEIÐBEININGAR MÆLING: Öll mál á lengdina eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi, annars kemur flíkin til með að verða of síð / löng þegar hún er mátuð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Lykkjum er fækkað í byrjun og lok umferðar þannig: Heklið fyrsta stuðul eins og áður (þ.e.a.s. 3 loftlykkjur sem koma í stað fyrsta stuðul), heklið næstu 2 stuðla saman þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, það eru 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 lykkja færri). Heklið eins og áður þar til 3 stuðlar eru eftir í umferð, fækkið um 1 stuðul til viðbótar á sama hátt og heklið 1 stuðul í síðasta stuðul í umferð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er heklað fram og til baka hvort fyrir sig og heklað er neðan frá og upp. Stykkin eru hekluð saman og lykkjur eru heklaðar upp meðfram handveg. Síðan eru ermar heklaðar fram og til baka. Í lokin er heklaður kantur í kringum hálsmál. BAKSTYKKI: Notið heklunál 4,5 og DROPS Belle. Lesið LOFTLYKKJUR og HEKLLEIÐBEININGAR í útskýringu að ofan og heklið 96-103-110-124-131-145 lykkjur. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 3 loftlykkjur koma í stað 1. stuðul), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 6 loftlykkjum, * hoppið yfir næstu loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 6 loftlykkjum, * heklið frá *-* þar til 2 loftlykkjur eru eftir, heklið 1 stuðul í hvora af síðustu 2 loftlykkjum = 82-88-94-106-112-124 stuðlar. Lesið MYNSTUR og heklið næstu umferð frá réttu þannig: Heklið 3 loftlykkjur (= koma í stað 1. stuðul), 1 stuðull í næsta stuðul, heklið A.1a (= 6 lykkjur) alls 13-14-15-17-18-20 sinnum, endið með 1 stuðul í hvorn af síðustu 2 stuðlum. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. Heklið síðan fram og til baka þannig: Heklið 3 loftlykkjur (= koma í stað 1. stuðul), 1 stuðull í næsta stuðul, heklið A.1b (= 6 lykkjur) alls 13-14-15-17-18-20 sinnum, endið með 1 stuðul í hvorn af síðustu 2 stuðlum. Haldið áfram að hekla svona þar til stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm – lesið LEIÐBEININGAR MÆLING. Nú er heklað mynstur yfir miðju 11-12-13-13-14-16 mynstureiningar með A.1b (þ.e.a.s. það eru 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með A.1b í hvorri hlið sem ekki er lengur heklað yfir = handvegur), heklað er þannig: Klippið og festið þráðinn. Heklið keðjulykkju 7-7-7-13-13-13 lykkjur inn frá hlið, heklið 3 loftlykkjur (= kantlykkja, kemur í stað fyrsta stuðul), haldið áfram með A.1b yfir næstu 66-72-78-78-84-96 lykkjur eins og áður, endið með 1 stuðul í næstu lykkju (= kantlykkja) = 68-74-80-80-86-98 lykkjur. Síðan er heklað fram og til baka með A.1b og 1 kantlykkju í hvorri hlið – kantlykkjan er notuð síðar þegar hekla á upp lykkjur fyrir ermar. Þegar stykkið mælist 59-61-62-64-66-68 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR MÆLING – heklið síðan yfir aðra öxlina þannig: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 2 stuðlar um hvern af loftlykkjubogum yfir fyrstu 20-23-24-24-24-31 lykkjur. Nú er heklað fram og til baka í 1-1-2-2-2-2 umferðir til viðbótar yfir þessar 20-23-24-24-24-31 lykkjur með 1 stuðul í hvern stuðul. Klippið og festið þráðinn. Gerið það sama á hinni öxlinni – byrjið með 1 keðjulykkju 20-23-24-24-24-31 lykkjur inn frá öxl og heklið á sama hátt. Það eru 28-28-32-32-38-36 lykkjur fyrir hálsmáli fyrir miðju á bakstykki. Bakstykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm. FRAMSTYKKI: Heklið eins og bakstykki, en A.2 er heklað í stað A.1, þ.e.a.s. götin halla í gagnsæða átt. FRÁGANGUR-1: Heklið axlasauma saman frá röngu í gegnum bæði lögin þannig: Heklið 1 fastalykkju í fyrsta stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 fastalykkja í næsta stuðul *, heklið frá *-* meðfram öllum axlasaumnum. ERMAR: Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður. Byrjið innst í horni neðst í handvegi og heklið upp alls 64-70-70-76-76-82 stuðla í kringum handveg með því að hekla um ystu kantlykkju (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 6 + 4 lykkjur) – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR: HÆGRI ERMI: Heklið 1 stuðul í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, heklið A.1a þar til 2 stuðlar eru eftir, endið með 1 stuðul í hvorn af síðustu 2 stuðla – þetta er gert til að ermin verði samhverf. Heklið síðan A.1b fram og til baka með 2 stuðla í hvora hlið. Þegar ermin mælist 5-6-6-9-9-9 cm fækkið um 1 lykkju í hvora hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona innan við kantlykkju í hvorri hlið í hverjum 3-3-4-3-5-5 cm þar til fækkað hefur verið alls 6-7-5-6-4-4 sinnum = 52-56-60-64-68-74 lykkjur – stillið af að mynstrið haldi áfram að passa yfir hvert annað ásamt því að lykkjur haldi áfram að fækka. Þegar stykkið mælist 28-28-28-29-28-25 cm frá uppfitjunarkanti, heklið yfir síðustu umferð þannig: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 2 stuðla um hvern af loftlykkjubogum. VINSTRI ERMI: Heklið 1 stuðul í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, heklið A.2a þar til 2 stuðlar eru eftir, endið með 1 stuðul í hvorn af síðustu 2 stuðla – þetta er gert til að ermin verði samhverf. Heklið síðan A.2b fram og til baka með 2 stuðla í hvora hlið. Þegar ermin mælist 5-6-6-9-9-9 cm fækkið um 1 lykkju í hvora hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona innan við kantlykkju í hvorri hlið í hverjum 3-3-4-3-5-5 cm þar til fækkað hefur verið alls 6-7-5-6-4-4 sinnum = 52-56-60-64-68-74 lykkjur – stillið af að mynstrið haldi áfram að passa yfir hvert annað ásamt því að lykkjur haldi áfram að fækka. Þegar stykkið mælist 28-28-28-29-28-25 cm frá uppfitjunarkanti, heklið yfir síðustu umferð þannig: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 2 stuðla um hvern af loftlykkjubogum. FRÁGANGUR: Byrjið á að sauma a við A í hvorri hlið á ermi fyrir miðju undir handvegi – sjá teikningu. Heklið síðan ermina saman fyrir miðju að neðan á sama hátt og á axlasaumi. Hliðar á framstykki og bakstykki eru heklaðar saman á sama hátt og á axlasaumi frá ermi og niður, en stoppið ca 10-10-11-11-12-12 cm frá neðri kanti þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið á að festa þráð með 1 keðjulykkju við hálsmál í öðrum axlasaumnum. Heklið kant hringinn þannig: * 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1½ cm, heklið 1 fastalykkju, heklið frá *-* í kringum allan kant í hálsmáli, endið með 1 keðjulykkju í 1. keðjulykkju. Klippið og festið þráðinn. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.