×
Easter Eggs by DROPS Design
Heklað egg til skrauts úr DROPS Paris. Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður, með kúlum og röndum. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-1599
DROPS Design: Mynstur w-909
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------
STÆRÐ:
Hæð ca: 8-9 cm án lykkju.
EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
50 g litur 35, vanillugulur
50 g litur 41, sinnep
50 g litur 17, natur
50 g litur 33, bleikur
50 g litur 06, kirsuber
50 g litur 20, blush
50 g litur 12, rauður
Eitt egg (með fyllingu) er ca 21 g.
HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5.
FYLGIHLUTIR:
Vatt til fyllingar.
HEKLFESTA:
18 stuðlar á breidd og 10,5 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.
ATH: Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni heklunál.
-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
HEKLLEIÐBEININGAR:
Allar umferðir með fastalykkjum byrja með 1 loftlykkju, loftlykkjan kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur kemur sem viðbót. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum, loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul, heldur koma sem viðbót. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju.
LITASKIPTI:
Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er síðasta keðjulykkjan í umferð hekluð með litnum sem á að hekla í næstu umferð.
ATH: Í 7. umferð er heklað með tveimur litum í umferð. Til að litaskiptingin verði falleg er heklað þannig:
Skiptið yfir í litinn natur áður en þræðinum er brugðið yfir heklunálina og þráðurinn dreginn í gegn í lokin á stuðli sem er á undan kúlu. Skiptið yfir í litinn blush á undan loftlykkju í lok á kúlu. Sá þráður sem ekki er heklað með er lagður yfir lykkjurnar frá fyrri umferð, þannig að heklað er utan um þráðinn. Þráðurinn sést því ekki og fylgir með umferðina hringinn.
LITIR:
UMFERÐ 1-2: vanillugulur
UMFERÐ 3: bleikur
UMFERÐ 4: rauður
UMFERÐ 5: sinnep
UMFERÐ 6: kirsuber
UMFERÐ 7: kúlurnar eru heklaðar í litnum natur, afgangur af lykkjum er heklaður í litnum blush
UMFERÐ 8: rauður
UMFERÐ 9: vanillugulur
UMFERÐ 10: bleikur
UMFERÐ 11: rauður
UMFERÐ 12: rauður
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
EGG - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Þegar stykkið hefur verið heklað til loka, eru þræðir fléttaðir saman í snúru og snúran þrædd í gegnum lykkju til að hægt sé að hengja eggið upp.
EGG:
Notið heklunál 3,5 og DROPS Paris í litnum vanillugulur. Heklið 10 loftlykkjur, heklið 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju sem var hekluð (lykkja). Nú er eftir 1 loftlykkja, næsta umferð er hekluð í þessa loftlykkju (uppfitjunarlykkja).
Lesið HEKLLEIÐBEININGAR, LITASKIPTI og LITIR. Heklið mynsturteikningu A.1, 2 sinnum í uppfitjunarlykkju (= 6 fastalykkjur í 1. umferð). Passið uppá að lykkjan komi til með að liggja utan á egginu þegar fyrsta umferðin er hekluð, leggðu lykkjuna að þér jafnóðum til að hægt sé að hekla hringinn í uppfitjunarlykkjuna. Haldið áfram að hekla hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (2 sinnum í umferð) og fyllið eggið með vatti jafnóðum.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka, eru 6 fastalykkjur í umferð.
Klippið þráðinn, notið nál og þræðið í gegnum ysta lykkjubogann á hverri af þessum 6 fastalykkjum. Herðið á þræði og festið vel. Heklið annað egg alveg eins.
SNÚRA:
Klippið 3 þræði af litnum vanillugulur, ca 70 cm, hnýtið hnút í annan endann þannig að þræðirnir haldist saman. Fléttið þræðina, hnýtið hnút í enda á fléttunni.
Klippið endana þannig að þeir verði jafnir. Gerið 1 snúru fyrir hvort egg, þræðið snúruna í gegnum lykkjuna svo hægt sé að hengja eggið upp.
Mynstur
|
= 1 fastalykkja í uppfitjunarlykkju – sjá útskýringu í uppskrift |
|
= 1 stuðull í lykkjuna fyrir neðan |
|
= 1 fastalykkja í lykkjuna fyrir neðan |
|
= KÚLA: Notið litinn natur, heklið 4 stuðla saman þannig: * Heklið 1 stuðul í lykkjuna fyrir neðan, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin *, heklið frá *-* alls 4 sinnum, það eru 5 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 5 lykkjurnar. Skiptið yfir í grunnlit og heklið 1 loftlykkju sem heldur stuðlunum vel saman, herðið aðeins á þræði þannig að lykkjurnar verði þéttar og fallegar og herðið aðeins á kúlunni þannig að hún standi út.
Í næstu umferð er einungis heklað efst á kúlu, hoppið yfir loftlykkju
|
|
= heklið 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í lykkjuna fyrir neðan, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næstu lykkju alveg eins, það eru 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar |
|
= heklið 2 fastalykkjur saman þannig: Heklið 1 fastalykkju í lykkjuna fyrir neðan, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, það eru 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar |