Vita skrifaði:
Gentlissimi, come posso realizzare questo bellissimo modello con ferri normali?
23.06.2025 - 11:30DROPS Design svaraði:
Buonasera Vita, questo modello è lavorato in tondo: può provare ad utilizzare i ferri a doppia punta se non vuole utilizzare i ferri circolari. Buon lavoro!
23.06.2025 - 22:31
Susana Araujo skrifaði:
I am extremely sad..tried to do this over and over and over but can't get pass the first bit. The 5 needles is too much for me and the project looks full of holes. Is just very difficult.
30.03.2023 - 23:29DROPS Design svaraði:
Hi Susana! I'm sorry for that. But definitely don't give up! Holding 5 needles seems complicated, but it's just a matter of practice. :-) You can also try it with 2 short (40 cm) circular needles instead - it's easier to hold, it's easier to tighten the stitches and there's no risk of the needle falling out. Fingers crossed :-)!
31.03.2023 - 09:49
Esperanza NA skrifaði:
Quarter bag
14.02.2023 - 10:52
RACHEL CLARK skrifaði:
Pinwheel Bag
19.01.2023 - 13:40
Véronique skrifaði:
Beau sac au TRICOT,il y en a si peu .
18.01.2023 - 19:56
Noelle skrifaði:
X marks the spot tote
18.01.2023 - 05:29
Nena Elliot skrifaði:
"Cool carry all". Would also look great striped
17.01.2023 - 21:48
Nena Elliot skrifaði:
Cool carry all.
17.01.2023 - 21:47
Teresa Curtis skrifaði:
My name suggestion is "Out N' About"
17.01.2023 - 16:53
Treasure Hunting#treasurehuntingbag |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð taska úr DROPS Paris eða DROPS Bomull-Lin. Stykkið er prjónað í hring í garðaprjóni sem 2 ferningar.
DROPS 238-10 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TASKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Taskan er samansett af 2 ferningum. Hvor ferningur er prjónaður í garðaprjóni, í hring á sokkaprjóna frá miðju og út. Skipt er yfir á hringprjóna þegar lykkjum fjölgar. Ferningarnir tveir eru lagðir saman og þeir prjónaðir saman meðfram þremur af hliðunum eins og útskýrt er í uppskrift. Síðan eru lykkjur felldar af meðfram efsta kanti. Að lokum er prjónuð snúra sem er þrædd í gegnum hliðarsauminn og hnýtt saman. FERNINGUR 1: Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með DROPS Paris eða DROPS Bomull-Lin. Skiptið lykkjunum á 4 sokkaprjóna þannig að það vera 2 lykkjur á hverjum prjóni. Prjónið 1 umferð slétt. Nú eru 4 prjónamerki sett í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Setjið 1. prjónamerki í 1. lykkju, 3. lykkju, 5. lykkju og 7. lykkju. Lykkjur með prjónamerki í eru prjónaðar slétt í hverri umferð, aðrar lykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram að prjóna hringinn í garðaprjóni – JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING (8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð (í hverri umferð þar sem prjónað er brugðið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til ferningurinn mælist ca 14 cm frá miðju – mælt fyrir miðju í einni af hliðunum, stillið af að síðasta umferðin sé brugðin umferð (síðasta umferð með brugðnum lykkjum er prjónuð án útaukninga) = ca 200 lykkjur í umferð. Fyrri ferningurinn hefur nú verið prjónaður til loka. Setjið lykkjur á milli lykkju með fyrsta og síðasta prjónamerki í umferð á þráð = kantur efst meðfram tösku. Lykkjur meðfram þeim 3 hliðum sem eftir eru og lykkjur með 4 prjónamerkjum eru settar saman á hringprjón með sama grófleika eða ca sama grófleika (það á að prjóna þessar lykkjur saman með samsvarandi lykkjum frá hinum ferningnum). Klippið þráðin og festið. Þræðið nýjan þráð upp og niður í meðfram gati mitt í ferningi, herðið að og passið uppá að gatið hverfi. Festið þræðina. FERNINGUR 2: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og og ferningur 1, en stillið af að síðasta umferðin sé slétt umferð og það séu jafnmargar lykkjur í umferð og á fyrri ferningi. Síðan eru lykkjur á milli lykkju með fyrsta og síðasta prjónamerki í umferð settar á þráð = kantur efst meðfram tösku. Lykkjur meðfram þeim 3 hliðum sem eftir eru og lykkjur með 4 prjónamerkjum er haldið saman á hringprjón 4,5. FRÁGANGUR: Nú á að prjóna ferningana saman jafnframt því sem lykkjur eru felldar af eins og útskýrt er að neðan: Leggið ferningana saman þannig að þeir liggi ofan á hvorum öðrum með röngu á móti röngu og ferningurinn sem endað var á með brugðinni umferð snúi að þér. Síðan er prjónað frá réttu þannig: * Prjónið 1 lykkju frá fremri prjóni slétt saman með 1 lykkju frá aftari prjóni með því að prjóna samtímis í gegnum báðar lykkjurnar *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar, lyftið aftari lykkjunni á hægri prjóni yfir fremri lykkjuna á hægri prjóni (= 1 lykkja færri). ** Prjónið 1 lykkju frá fremri prjóni slétt saman með 1 lykkju frá aftari prjóni með því að prjóna samtímis í gegnum báðar lykkjurnar, lyftið aftari lykkjunni á hægri prjóni yfir fremri lykkjuna á hægri prjóni (= 1 lykkja færri) **, prjónið frá **-** þar til allar lykkjurnar meðfram 3 hliðunum hafa verið prjónaðar saman og felldar af. Nú eru lykkjurnar settar af 2 þráðunum meðfram kanti efst á töskunni á hringprjón 4,5. Fellið þessar lykkjur af 1 og 1 (það á ekki að prjóna lykkjurnar saman) - ATH: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn dragist saman í skiptingunni á milli ferningana í hvorri hlið á töskunni, þá er gott ráð að prjóna upp 1 eða 2 lykkjur í skiptingunni samtímis sem fellt er af. SNÚRA: Fitjið upp 4 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 og prjónið 1 lykkju slétt. * Færið allar lykkjur yfir til hægri á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjurnar *, prjónið frá *-* þar til snúran mælist ca 125 cm. Klippið þráðinn frá og festið. Þræðið annan endann á snúrunni í gegnum aðra hliðina á töskunni, ca 1 cm frá kanti efst. Þræðið hinn endann á snúrunni í gegnum hina hliðina á töskunni, ca 1 cm frá kanti efst. Hnýtið endana saman á snúrunni. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #treasurehuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 238-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.