Sylvia skrifaði:
Could you please advise me as to the best way of dealing with all the many ends of yarn that such a many coloured work involves? I am trying to carry the yarns down the piece as I work ( I have cut none yet) but it might be better just to get the scissors out! I suspect you will tell me to work out how soon I might need a colour again before snipping, and that it will be up to individual preference. Thank you - I love the pattern!
09.01.2020 - 11:21DROPS Design svaraði:
Dear Sylvia, that's right, this is up to individual preference, when there are too many rows to be worked you can cut the yarn, when there are not so many rows, you can just carry the colour, just make sure to avoid tigthening. Happy knitting!
09.01.2020 - 14:00
Anni skrifaði:
Ich würde so gerne statt des Pullovers lieber eine Strickjacke mit dem Winter Carnival Muster haben. Wäre es möglich, dass Sie zusätzlich zum Pullover noch eine Strickjacken -Anleitung erstellen könnten?
04.12.2019 - 08:57DROPS Design svaraði:
Liebe Ami, leider können wir jeder Anleitung nach jedem individuellen Frage anpassen und einzelne Modelle auf individuellen Wunsch hin umrechnen. Wenn sie Hilfe damit brauchen, wenden Sie sich bitte an dem Laden wo Sie die Wolle gekauft haben, dort hilft man Ihnen gerne weiter. Viel Spaß beim stricken!
04.12.2019 - 09:05
Sioned skrifaði:
I have just seen this exact jumper for sale in an online store, mass-produced, with no credit given to you for the design. I don't want to give the link here publicly, but I don't know how else to contact you. If you email me I can send you the link so you can see if this company has legitimately bought the design from you or not.
29.11.2019 - 22:26DROPS Design svaraði:
Dear Sioned, thank you for notifying us. Wee are aware of those sites, and we do hope that most who are familiar with our work know that there is no way those sweaters are handmade quality.. Unfortunately there is not much we can do to stop sites, most of them fake sites to begin with using our pictures. The one thing you can do to help us, that when you see the ad on social media, you should report the ad to the site itself, in most cases they do remove them. Thank you again, for your concern. Happy Knitting!
30.11.2019 - 13:14
Anne Hove Sunnarvik skrifaði:
Hei. Ser at flere spør om dere kan lage en oppskrift nedenfra og opp til denne modellen. Jeg har også spurt om det, og ikke fått svar. Så jeg spør igjen: Kan dere være så snille å lage en oppskrift på denne genseren nedenfra og opp?
29.11.2019 - 21:49
Anne Hove Sunnarvik skrifaði:
Hei. Ser at flere spør om dere kan lage en oppskrift nedenfra og opp til denne modellen. Jeg har også spurt om det, og ikke fått svar. Så jeg spør igjen: Kan dere være så snille å lage en oppskrift på denne genseren nedenfra og opp?
29.11.2019 - 21:47
Regina Pfadenhauer skrifaði:
Ich habe ja den öfteren Farbwechsel! Schneide ich den Faden am besten ab, oder kann ich ihn irgendwie weiter führen. Ich befürchte, dass mein Muster an der Anfangs-, bzw Endstelle der Runde so nicht so gut aussieht. Wie mache ich es am besten?? Danke für Hilfte und Tips
13.11.2019 - 17:30DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Pfadenhauer, wenn man solche Muster strickt, kann man auch diese Technik folgen; bei schmalleren Streifen können Sie mal den Faden nach der letzten Maschen etwas anziehen, damit sie ca an der gleichen Höhe wie die erste Masche aussieht. Viel Spaß beim stricken!
14.11.2019 - 09:23
Sultana skrifaði:
Hi I need more instruction.i am uk size 16.how many casting stitch should I take for neck yok.and where should I put stitch marker for sleeve ,back,and front.please help.i want to make this jumper.
12.11.2019 - 16:23DROPS Design svaraði:
Dear Sultana, measure a similar garment you have and like the shape and compare these measurements to the one you'll find in the chart to find out the matching size. Read more about the schematic drawing here. Remember to check your tension. Happy knitting!
12.11.2019 - 16:36
Bente Biancha Ågesen skrifaði:
Har bestilt garn/ mønster til denne wintercarneval genseren men jeg håper dere har en oppskrift nedenfra og opp. Takknemlig for svar😊
06.11.2019 - 10:55DROPS Design svaraði:
Hej. Denna genseren har vi inte oppskrift på nedenfra och opp dessvärre. Mvh DROPS Design
07.11.2019 - 06:54
Solveig Bugge skrifaði:
Hei. Ferdig med genseren, som ble fin, men 100 g sjøgrønn i str. L var for lite...
04.11.2019 - 00:00
Andrea skrifaði:
Går det an å strikke nedenfra og opp heller? Finnes det oppskrift på det? Mvh Andrea
14.10.2019 - 07:47DROPS Design svaraði:
Hej Andrea, ikke lige denne opskrift, men det er enkelt at strikke ovenfra og ned, se her
How to knit a jumper top down from Garnstudio Drops design on Vimeo.
14.10.2019 - 09:27
Winter Carnival#wintercarnivalsweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Prjónuð húfa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri og röndum.
DROPS 196-6 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 4,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun aftan í peysu. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Byrjið frá réttu með litnum ljós eik og prjónið 16-17-18-19-20-21 lykkjur slétt frá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-38-40-42 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-57-60-63 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-76-80-84 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-95-100-105 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-114-120-126 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.5 og A.6. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. Mikilvægt er að prjónfestan haldist einnig á hæðina, annars kemur berustykkið til með að verða of stutt og handvegur of þröngur! ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermi): Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á húfu): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-116-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð í stroffi með litnum sægrænn er skipt yfir í litinn ljós eik. Haldið áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 3-3-3-4-4-4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-28-28-32 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 128-134-140-144-152-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – prjónið UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 2 umferðir sléttprjón með litnum ljós eik. Prjónið síðan A.1 hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í A.1 er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING. Í umferð merktri með ör-1 er aukið út um 32-34-36-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-184-192-200 lykkjur (nú er pláss fyrir 20-21-22-23-24-25 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör-2 er aukið út um 32-36-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir = 192-204-216-228-240-252 lykkjur (nú er pláss fyrir 32-34-36-38-40-42 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-3 er aukið út um 24-30-36-36-42-42 lykkjur jafnt yfir = 216-234-252-264-282-294 lykkjur (nú er pláss fyrir 36-39-42-44-47-49 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-4 er aukið út um 20-26-28-28-30-34 lykkjur jafnt yfir = 236-260-280-292-312-328 lykkjur (nú er pláss fyrir 59-65-70-73-78-82 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-5 er aukið út um 16-20-20-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 252-280-300-316-336-356 lykkjur (nú er pláss fyrir 63-70-75-79-84-89 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-6 er aukið út um 16-16-16-20-24-28 lykkjur jafnt yfir = 268-296-316-336-360-384 lykkjur (nú er pláss fyrir 67-74-79-28-30-32 mynstureiningar með 4-4-4-12-12-12 lykkjum). Þegar síðasta umferð í A.1 er eftir mælist stykkið ca 23-23-25-27-27-30 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Síðasta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 41-44-46-49-54-59 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 52-60-66-70-72-74 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 82-88-92-98-108-118 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-60-66-70-72-74 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-44-46-49-54-59 lykkjur sem eftir eru slétt (= bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 180-192-204-216-240-264 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og byrjið umferð við prjónamerki. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ XS/S - S/M - L/XL - XL/XXL: Prjónið A.2 hringinn (= 15-16-18-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn (= 15-16-18-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt undir ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ M/L - XXL/XXXL: Prjónið A.3 hringinn (= 17-22 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er að ofan, JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-7 er aukið út um 12-16-12-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 192-208-216-232-256-280 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-26-27-29-32-35 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör-8 er aukið út um 12-8-12-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 204-216-228-240-264-288 lykkjur (nú er pláss fyrir 34-36-38-40-44-48 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-9 er aukið út um 12-0-12-0-0-0 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 216-216-240-240-264-288 lykkjur (nú er pláss fyrir 54-54-60-60-66-72 lykkjur með 4 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4 hringinn í öllum stærðum (= 9-9-10-10-11-12 mynstureiningar með 24 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 59-59-61-63-63-66 cm frá öxl og niður (ca 33 cm frá skiptingu í öllum stærðum). Endurtakið A.4 eins langt og það nær þar til stykkið mælist ca 33-35-35-37-36 cm frá skiptingu (styttra mál í stærstu stærðum vegna lengra berustykkis): ATH: Endið eftir eina heila rönd eða mynsturbekk – ef ekki er óskað eftir að hafa mynstur alveg niður að stroffi þá er hægt að prjóna sléttprjón með litnum ljós eik þar sem aukið er út um 56-56-60-60-64-72 lykkjur jafnt yfir = 272-272-300-300-328-360 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8 hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 63-65-67-69-71-73 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 52-60-66-70-72-74 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-68-76-80-84-88 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi, þ.e.a.s. setjið eitt prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 29-33-37-39-41-43 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= miðju lykkja). Nú eru 29-33-37-39-41-43 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Prjónamerkið undir ermi á að nota síðar þegar lykkjum er fækkað og prjónamerkið mitt uppi á ermi á nú að nota til að telja hvar mynstrið á að byrja. LESIÐ ALLAN KAFLANN UM ERMI ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðustu umferð í A.1 þannig að A.1 endi á sama stað og á fram- og bakstykki. MYNSTUR: STÆRÐ S, M, L/XL and XL/XXL: Prjónið A.2 hringinn, en passið uppá að A.2 í L/XL og XL/XXL passi fallega yfir A.1 á berustykki (mynstrið kemur ekki til með að ganga upp í heila mynstureiningu mitt undir ermi). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3, en teljið út frá miðju hvar mynstrið á að byrja – miðjulykkja í A.3 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi (í L/XL og XL/XXL verða 3 fyrstu umferðir í A.3 að stillast af þannig að að þær passi fallega yfir A.1/A.2). Haldið áfram eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! STÆRÐ L and XXL/XXXL: Þegar síðasta umferð í A.1 hefur verið prjónUð til loka er prjónað A.3, en teljið út frá miðju hvar mynstrið á að byrja – miðjulykkja í A.3 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi (í XXL/XXXL verur að stilla af 3 fyrstu umferðir í A.3 þannig að þær passi fallega yfir A.1/A.2). Haldið áfram eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4, síðan er prjónað sléttprjón með litnum ljós eik. ÚRTAKA: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 3-5-6-6-6-7 sinnum og síðan með 5-3½-3-2½-2-2 cm millibili alls 6-7-9-10-11-11 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Þegar ermin mælist ca 36-36-35-33-33-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) og prjónið 1 umferð slétt með litnum ljós eik þar sem aukið er út um 10-8-10-8-10-8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-42-41-39-39-37 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 108-108-116 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð með stroffi er skipt yfir í litninn ljós eik. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 4 cm frá uppfitjunarkanti. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir = 104-104-112 lykkjur. Prjónið síðan A.5 hringinn (= 13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.6 hringinn. A.6 er endurtekið til loka. Þegar stykkið mælist 21-22-23 cm setjið 8 lykkjur í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerki er sett í byrjun á umferð. Næstu 7 prjónamerki eru sett með 13-13-14 lykkja millibili. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju af 8 prjónamerkjunum – lesið ÚRTAKA-2 = 8 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2-2-4 sinnum = 40 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 2 umferðir slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum stærðum = 10 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 26-27-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintercarnivalsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.