Grosset skrifaði:
Peut-on le réaliser aussi en tunique ?
09.02.2018 - 11:54
Tere skrifaði:
Precioso!Deseando que salga el patrón para hacerlo!
07.02.2018 - 16:11
Sabine Grüter skrifaði:
Häckelkleider sind der Hit. Ich freue mich schon aufs nacharbeiten!
14.01.2018 - 20:55
Beti skrifaði:
Eine traumhaftes Modell. Ich würde es gern nacharbeiten.
22.12.2017 - 19:43
Vivi skrifaði:
Magnifique, j'aime beaucoup le bas, j'aimerai bien la faire pour cet été
12.12.2017 - 09:08
Queensland#queenslanddress |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kjóll með laskalínu, gatamynstri og stuttum ermum, heklaður ofan frá og niður úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á öllum umferðum með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 29) = 3,9. Í þessu dæmi er aukið út í ca 4. hverri lykkju – lesið ÚTAUKNING. Ef fækka á lykkjum þá eru heklaðar ca 3. og 4. hver lykkja saman – lesið ÚRTAKA. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 næstu stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið næsta stuðul, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið 114-118-124-128-132-136 aðeins lausar loftlykkjur með heklunál 3,5 með Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur (jafngildir 1 hálfum stuðli), síðan er heklaður 1 hálfur stuðull í hverja loftlykkju umferðina hringinn, endið umferðina með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 114-118-124-128-132-136 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1 hálfum stuðli + 1 loftlykkju), hoppið yfir 1 hálfan stuðul, * heklið 1 hálfan stuðul í næsta hálfa stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 hálfan stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 114-118-124-128-132-136 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), heklið síðan 1 stuðul í hvern hálfan stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju – JAFNFRAMT er aukið út um 29-25-30-26-33-29 stuðla jafnt yfir í umferð – lesið ÚRTAKA/AFFELLING og ÚTAUKNING = 143-143-154-154-165-165 stuðlar. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.1 hringinn (= 13-13-14-14-15-15 mynstureiningar með 11 lykkjur). Í síðustu umferð í A.1 er heklað í upphafspunkt 15 stuðla í hverja mynstureiningu, en í 5-5-6-10-7-11 mynstureiningu jafnt yfir í umferð er aukið út til 16 stuðla þannig að það verða 200-200-216-220-232-236 stuðlar í umferð. Stykkið mælist nú ca 7 cm frá uppfitjunarkanti. Síðan er berustykki heklað eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! BERUSTYKKI: Heklið 1 stuðul með 1 stuðul í hvern stuðul. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið þannig (án þess að hekla lykkjurnar): Teljið 34-34-38-39-42-43 stuðla (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 30 stuðla (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 68-68-76-78-84-86 stuðla (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 30 stuðla (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul. Nú eru 34-34-38-39-42-43 stuðlar eftir í umferð á eftir síðasta stuðli með prjónamerki í. Heklið síðan stuðla hringinn með 1 stuðul í hvern stuðul – JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu við hvert prjónamerki þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul + 2 loftlykkjur + 1 stuðul í hvern stuðul með prjónamerki í (= 4 stuðlar fleiri í umferð) = 204-204-220-224-236-240 stuðlar í umferð. UMFERÐ 2: Um hvern loftlykkjuboga með 2 loftlykkjum er heklaður 1 stuðull + 2 loftlykkjur + 1 stuðull (= 8 stuðlar fleiri í umferð) = 212-212-228-232-244-248 stuðlar í umferð. Endurtakið umferð 2 þar til heklaðar hafa verið alls 9-13-15-18-20-23 umferð með útaukningu (meðtalin útaukning í 1. umferð) = 268-300-332-360-388-416 stuðlar í umferð. Í næstu umferð er heklaður 1 stuðull í hvern stuðul, en um hvern loftlykkjuboga með 2 loftlykkjum eru heklaðir 2 stuðlar (= 8 stuðlar fleiri í umferð) = 276-308-340-368-396-424 stuðlar í umferð. Heklið síðan stuðla án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið 40-44-48-53-59-65 stuðla (meðtaldar 3 loftlykkjur í byrjun á umferð = ½ bakstykki), heklið 8-8-10-10-12-14 aðeins lausar loftlykkjur, hoppið yfir 58-66-74-78-80-82 stuðla (= ermi), heklið 80-88-96-106-118-130 stuðla (= framstykki), heklið 8-8-10-10-12-14 aðeins lausar loftlykkjur, hoppið yfir 58-66-74-78-80-82 stuðla (= ermi) og heklið síðustu 40-44-48-53-59-65 stuðla í umferð (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er heklað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 loftlykkjur undir ermi á annarri hlið á stykki og byrjið umferð hér. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju og 1 stuðull í hvern stuðul umferðina hringinn = 176-192-212-232-260-288 stuðlar. Haldið áfram hringinn með stuðlum. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 8-8-8-10-10-10 stuðla jafnt yfir = 168-184-204-222-250-278 stuðlar – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu = 160-176-196-212-240-268 stuðlar. Þegar stykkið mælist 12 cm frá skiptingu er aukið út um 12-12-12-14-14-14 stuðla jafnt yfir = 172-188-208-226-254-282 stuðlar. Þegar stykkið mælist 18 cm frá skiptingu er aukið út um 12-12-12-14-14-14 stuðla jafnt yfir = 184-200-220-240-268-296 stuðlar. Þegar stykkið mælist 26 cm frá skiptingu er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 198-214-234-254-282-310 stuðlar. Þegar stykkið mælist 34 cm frá skiptingu er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 212-228-248-268-296-324 stuðlar. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm frá skiptingu (stykkið mælist nú ca 62-65-68-71-74-77 cm frá öxl) aukið út um 40-48-40-44-40-48 stuðla jafnt yfir = 252-276-288-312-336-372 stuðlar. Heklið A.2 hringinn (= 21-23-24-26-28-31 mynstureiningar með 12 lykkjum). JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.2 er aukið út um 52-60-64-72-64-60 stuðla jafnt yfir = 304-336-352-384-400-432 stuðlar. Heklið A.3 hringinn (= 19-21-22-24-25-27 mynstureiningar með 16 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið heklað til loka eru 475-525-550-600-625-675 stuðlar í umferð. Nú er A.X heklið eins og útskýrt er í A.2 (= 2 umferðir). JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 30-28-39-25-36-34 stuðla jafnt yfir = 505-553-589-625-661-709 stuðlar. Næsta umferð er hekluð þannig: A.4A (= 6 lykkjur), heklið A.4B yfir næstu 492-540-576-612-648-696 stuðlana (= 41-45-48-51-54-58 mynstureiningar með 12 lykkjum), endið með A.4C (= 7 lykkjur). Þegar A.4 hefur verið heklað til loka er klippt frá og endi festur. Kjólinn mælist ca 92-95-98-101-104-107 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 loftlykkjur undir ermi á annarri hlið á stykki og byrjið umferð hér. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju og 1 stuðull í hvern stuðul umferðina hringinn = 66-74-84-88-92-96 stuðlar. Heklið 1 umferð með stuðlum þar sem fækkað er um 6-2-12-4-8-0 stuðla jafnt yfir = 60-72-72-84-84-96 stuðlar. Heklið A.5 hringinn (= 5-6-6-7-7-8 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar eftir eru 3 umferðir í A.5 er skipt yfir á heklunál 3. Heklið A.5 til loka, klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 8 cm frá skiptingu. Heklið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #queenslanddress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.