Elaine skrifaði:
What are the sizes? There's no mention of what S or M's sizes are. Thank you.
15.01.2016 - 21:51DROPS Design svaraði:
Dear Elaine, you will find at the bottom of the pattern a measurement chart with all finishes measurements for each size - compare these to a similar garment you have and like the shape to find out the matching size. Happy knitting!
16.01.2016 - 11:23
Gabriele skrifaði:
Ein Traum!
11.12.2015 - 19:49
Gabriele skrifaði:
Der Pulli ist einfach toll!
11.12.2015 - 19:42
Gabriele skrifaði:
Gefällt mir sehr sehr gut!
11.12.2015 - 19:40
Saltwater#saltwaterjacket |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð ermalaus peysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk með gatamynstri og framkantskraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 168-32 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan upp fyrir handveg, síðan eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermar og fram- og bakstykki er prjónað áfram hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið LAUST upp 191-203-217-233-251-269 l á hringprjóna nr 6 með Brushed Alpaca Silk. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umf er prjónið frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 yfir næstu 22-22-24-24-26-26 l, prjónið 31-34-36-40-43-47 l sléttprjón, setjið 1 prjónamerki (merkir hlið), prjónið 81-87-93-101-109-119 l sléttprjón (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki (merkir hlið), prjónið 31-34-36-40-43-47 l sléttprjón, A.1 yfir næstu 22-22-24-24-26-26 l og endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm – passið uppá að síðasta umf sé prjónuð frá röngu, skiptið stykkinu upp við prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónuð til loka hvert fyrir sig. BAKSTYKKI: = 81-87-93-101-109-119 l. Prjónið 2 umf sléttprjón og fitjið upp 39-39-39-39-38-36 nýjar l fyrir ermar í lok þessa 2 umf = 159-165-171-179-185-191 l á prjóni. Næsta umf er prjónið frá réttu þannig: 4 kantlykkjur í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 20 l, prjónið sléttprjón þar til 24 l eru eftir á prjóni, prjónið A.1 yfir næstu 20 l og endið á 4 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 68-71-74-77-80-83 cm fellið af miðju 17-17-19-19-21-23 l af fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónið til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 l í næstu umf frá hálsi = 70-73-75-79-81-83 l eftir á öxl. Þegar stykkið mælist ca 69-72-75-78-81-84 cm – stillið af að næsta umf sé frá réttu, prjónið 2 umf slétt yfir allar l áður en þær eru felldar LAUST af með sl frá réttu. Peysan mælist ca 70-73-76-79-82-85 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 55-58-62-66-71-75 l. Prjónið 1 umf frá réttu eins og áður og fitjið upp 39-39-39-39-38-36 nýjar l fyrir ermi í lok þessarar umf í hlið = 94-97-101-105-109-111 l á prjóni. Prjónið 1 umf br til baka frá röngu, en 4 fyrstu l eru prjónaðar slétt (= kantur á ermum) og síðustu 24-24-26-26-28-28 l við miðju að framan eru prjónaðar eins og áður. Næsta umf er prjónið frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, a.1 yfir kant að framan eins og áður, prjónið sléttprjón þar til 24 l eru eftir á prjóni, prjónið A.1 yfir næstu 20 l og endið á 4 kantlykkjum í garðaprjóni (= kantur á ermi). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 69-72-75-78-81-84 cm – stillið af að næsta umf sé prjónið frá röngu. Prjónið 2 umf sl, en síðustu 24-24-26-26-28-28 l við miðju að framan halda áfram eins og áður. Í næstu umf frá röngu eru felldar af fyrstu 70-73-75-79-81-83 l á öxl = 24-24-26-26-28-28 l eftir á prjóni fyrir kraga. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með A.1 með 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til kraginn mælist 9-9-9-9-10-11 cm frá prjónamerki. Í byrjun á 3 næstu umf frá röngu eru felldar af fyrstu 6-6-6-6-7-7 l = 6-6-8-8-7-7 l eftir á prjóni. Fellið af þessar l í næstu umf frá röngu. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og hægra, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. prjónið fyrstu umf frá réttu eins og áður. Í næstu umf (= ranga) eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í lok umf. Prjónið síðan næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 4 kantlykkjur í garðaprjóni (= kantur á ermi), A.1 yfir næstu 20 l, prjónið sléttprjón þar til 24-24-26-26-28-28 l eru eftir á prjóni, haldið áfram með A.1 yfir næstu 22-22-24-24-26-26 l og endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist ca 69-72-75-78-81-84 cm – stillið af að næsta umf sé prjónið frá réttu, prjónið 2 umf slétt yfir fyrstu 70-73-75-79-81-83 l á öxl (hinar l eru prjónaðar eins og áður). Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 70-73-75-79-81-83 = 24-24-26-26-28-28 kragalykkjur eftir á prjóni. Þegar kraga-l eru felldar af, fellið þær af í byrjun á hverri umf frá réttu (í stað byrjun á hverri umf frá röngu). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkant með 1 spori í hverja l þannig að það verði 4 umf garðaprjón á móti hverri annarri á öxl – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Saumið kragann saman við miðju að aftan – saumið röngu á móti röngu og saumið kragann við hálsmál aftan við hnakka (saumurinn á að snúa inn að röngu). Saumið sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í lokin frá réttu upp meðfram hægra framstykki, í kringum kraga aftan í hnakka og niður meðfram vinstra framstykki með heklunál nr 5 með Brushed Alpaca Silk þannig: Heklið 1 fl í fyrstu l, * 4 ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið annan kant alveg eins neðst niðri í kringum báðar ermar, en nú endar umf á 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf (í stað 1 fl í næstu l). |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #saltwaterjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 168-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.