Birte Berntsen skrifaði:
Hej, skal man strikke med dobbelt garn når man starter med at tage ud til krave eller når man er færdig med at tage ud til krave ? MVH Birte
01.11.2021 - 08:03
Joanne skrifaði:
Bonjour à vous l tous vos modèles m'intéresse mais je ne trouve jamais le nombre de pelotes qu'il faut pour les exécuter pour la naine c'est parfait c 'est facile à trouver merci pour la réponse cordialement
10.09.2021 - 17:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Joanne et merci. La quantité requise pour chaque taille est toujours indiquée au poids, dans l'en-tête, autrement dit, il vous faudra pour ce modèle en taille S : 750 g DROPS Karisma/50 g la pelote = 15 pelotes; si vous voulez d'utiliser une alternative, utilisez notre convertisseur pour faire calculer la quantité requise. Bon tricot!
13.09.2021 - 08:14
Gonny Luijs skrifaði:
Ik vind nergens hoe ik in het achterpand de hals moeaken
11.02.2021 - 10:17
Françoise Teycheney skrifaði:
Bonjour ! Je suis en train de réaliser ce modèle et il est écrit pour les augmentations de l'encolure "augmenter avant/après la maille lisière. Je ne comprend pas la signification du /. C'est avant ou après ? Merci pour votre réponse
29.12.2020 - 10:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Teycheney, on va augmenter après la maille lisière en début de rang sur l'endroit (devant droit) et avant la maille lisière en fin de rang sur l'endroit (devant gauche). Bon tricot!
04.01.2021 - 11:42
Sylvie skrifaði:
I to close the back
09.12.2020 - 11:33
Tine 't Hart skrifaði:
Ik begrijp deze zin niet voor het minderen voor de hals: Minder als volgt NA deze st: 1 st r afh, 1 st r, afgeh st overh. Minder als volgt VOOR deze st: 2 st recht samen. Wat moet je nu in goede volgorde doen: Eerst 2 steken samenbreien en die samengebreide steek over de afgehaalde steek halen? Klopt het dat je zo 2 steken afkant?
07.12.2020 - 12:51DROPS Design svaraði:
Dag Tine,
Je mindert naast de voorbiessteken en de gemeerderde steken voor de kraag. Afhankelijk van of je op het rechter of linker voorpand bezig bent, minder je voor of na deze steken. Dus als je de biessteken etc, eerst breit, dan maak je dus de mindering NA deze steken en minder met 1 recht, 1 recht afhalen en de afgehaalde steek overhalen. Op het andere pand minder je NADAT je de biessteken etc hebt gebreid en dan minder je dus door 2 st. recht samen te breien.
11.12.2020 - 14:19
Margaret skrifaði:
Is this pattern available as a download so that i can use it in KnitCompanion please?
05.12.2020 - 14:56DROPS Design svaraði:
Dear Margaret, you download it via the print button; when you select the options to print you need to select: "Save as pdf" in your own computer/printer's menu (not our webpage's). We can't guarantee it will work with KnitCompanion. Happy knitting!
06.12.2020 - 16:50
Petrie skrifaði:
Als je de meerderingen voor de kraag hebt gedaan heb je 20 steken plus de 5 st. Waarom staat er dan dat je over de overgebleven 20 st ribbelsteek blijft breien nadat je voor de schouder hebt afgekant? Waar zijn de andere 5 steken dan? Dankjewel
02.09.2020 - 16:42DROPS Design svaraði:
Dag Petrie,
Er zijn 20 steken gemeerderd voor de kraag en daardoor zijn er inderdaad in totaal 25 steken in ribbelsteek. Nadat je steken hebt afgekant voor de schouder heb je 20 steken over. De andere ribbelsteken zijn afgekant.
03.09.2020 - 13:24
Linda skrifaði:
Size M Front pieces Start 73 stitches PLUS increases (Side 5, Collar20) = 98 MINUS decreases (patternM3B 6, armhole 14, side 11, neckline 21) = 46 not 47 where am I going wrong ? Please help - I have to undo back to the last buttonhole if my calculation is wrong ...
29.08.2020 - 18:54DROPS Design svaraði:
Dear Linda, you start with 73 sts, decrease 6 sts in M.3B, decrease 10 sts on the side and increase 4 sts on the side, increaes for collar 12 sts and decrease 12 sts for neck then cast off and decrease for armhole (5 +3+2+2+1+1 = 14 sts) = 73-6-10+4-12+12-14= 47 sts. Happy knitting!
31.08.2020 - 09:28
Linda skrifaði:
Hello - I have a problem here with the math for the BACK I am making size M (136 stitches) 136 minus 22 = 114 plus 10 = 124 NOT 112 as the pattern says ?? SIDE DEC AND SIDE INC: When piece measures 12 cm, dec 1 st in each side. Repeat dec every 2½ cm a total of 10 times. When piece measures 40 cm, inc 1 st in each side. Repeat inc every 3 cm a total of 4 times (work inc sts in reverse stocking st). After all dec and inc there are 102-112-122-132-150-160 sts on the needle.
24.08.2020 - 09:52DROPS Design svaraði:
Dear Linda, when working M.1B you will decrease 12 sts = ther ewill be now 112 sts after all decreases/increases are done. Happy knitting!
24.08.2020 - 11:33
Bluebird#bluebirdcardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma með köðlum. Stærð S - XXXL
DROPS 134-1 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.4 – mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu (umf 1 = rétta). GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR (á við um kant að framan): Þær 5 kantlykkjur í kanti að framan eru prjónaðar með tvöföldum þræði alla leið, þ.e.a.s. að nauðsynlegt er að hafa litla dokku við hliðina sem einungis er prjónað úr þegar kantur að framan er prjónaður. Þegar auka á út fyrir kraga eru útauknu l einnig prjónaðar með tvöföldum þræði. Þetta er gert til þess að kanturinn að framan og kraginn verði þykkari og þéttari. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 3. og 4. l á kant að framan frá kanti. Í næstu umf eru fitjaðar upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 18, 25, 32, 39 og 46 cm. STÆRÐ M: 19, 26, 33, 40 og 47 cm. STÆRÐ L: 20, 27, 34, 41 og 48 cm. STÆRÐ XL: 21, 28, 35, 42 og 49 cm. STÆRÐ XXL: 22, 29, 36, 43 og 50 cm. STÆRÐ XXXL: 23, 30, 37, 44 og 51 cm. ÚTAUKNING (á við um kraga): Aukið er út um 1 l á undan síðustu l á kanti að framan með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan). ÚRTAKA (á við hálsmál): Fækkið lykkjum frá réttu innan við þá l sem aukin var út fyrir kraga + þær 5 kantlykkjur að framan + þær 3 fyrstu l í sléttprjóni innan við kant að framan. Fækkið lykkjum Á EFTIR þessa l þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum Á UNDAN þessa l þannig: Prjónið 2 l sl saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 126-136-146-156-174-184 l á prjóna nr 3,5 með Karisma. Prjónið 2 umf slétt (umf 1 = rétta), skiptið yfir á prjóna nr 4. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: MYNSTUR: Haldið áfram (frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 12-17-22-27-16-21 l í sléttprjóni með röngu út, M.2 (= 20 l) 1-1-1-1-2-2 sinnum, M.1A (= 60 l), M.2 (= 20 l) 1-1-1-1-2-2 sinnum, 12-17-22-27-16-21 l í sléttprjóni með röngu út og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm, er prjónað M.1B yfir M.1A, aðrar l eru prjónaðar eins og áður (fækkað er um 12 l í M.1B eins og útskýrt er í mynstri). Eftir M.1B er prjónað M.1A áfram yfir M.1B. ÚRTAKA Í HLIÐ og ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar stykkið mælist 12 cm, fækkið um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið úrtöku með 2½ cm millibili alls 10 sinnum. Þegar stykkið mælist 40 cm, aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili alls 4 sinnum (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni með röngu út). Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 102-112-122-132-150-160 l á prjóni. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 55-56-57-58-59-60 cm, fellið af fyrir handvegi í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 5 l 1 sinni í öllum stærðum, 3 lykkjur 0-1-1-2-3-4 sinnum, 2 lykkjur 1-2-4-4-5-5 sinnum og 1 lykkja 3-2-2-3-5-5 sinnum = 82-84-86-88-92-96 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm, prjónið 4 umf slétt yfir miðju 40 l (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Fellið nú af miðju 30 l fyrir hálsmáli. Prjónið hvora öxl (= 26-27-28-29-30-31 l) til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur með 5 l í garðaprjóni við hálsmál. Þegar stykkið mælist 74-76-78-80-82-84 cm, prjónið nú 8 l yfir kaðal í M.2 saman 2 og 2 = 22-23-24-25-26-27 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru felldar allar lykkjur af með sl yfir sl og br yfir br. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 68-73-78-83-92-97 l (meðtaldar eru 5 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkja í hlið) á prjóna nr 3,5 með Karisma. LESIÐ LEIÐBEININGAR! Prjónið 2 umf slétt (umf 1 = rétta), skiptið yfir á prjóna nr 4. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! MYNSTUR: Haldið áfram (= frá réttu) þannig: STÆRÐ S, M, L, og XL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 4 l sléttprjón með réttu út, 6 l sléttprjón með röngu út, M.3A (= 40 l), 12-17-22-27 l sléttprjón með röngu út og 1 kantlykkju í garðaprjóni. STÆRÐ XXL og XXXL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 4 l í sléttprjóni með réttu út, 6 l í sléttprjóni með röngu út, M.3A (= 40 l), M.2 (= 20 l), 16-21 l í sléttprjóni með röngu út og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm, prjónið M.3B yfir M.3A, aðrar l eru prjónaðar eins og áður (það fækkar um 6 l í M.3B eins og útskýrt er í mynstri). Eftir M.3B er prjónað M.3C áfram yfir þessar l. ÚRTAKA Í HLIÐ og ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar stykkið mælist 12 cm, er fækkað um 1 l á hlið. Endurtakið úrtöku með 2½ cm millibili alls 10 sinnum. Þegar stykkið mælist 40 cm, er aukið út um 1 l í hlið. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili alls 4 sinnum (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni með röngu út). HNAPPAGAT: Jafnframt þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm, byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. KRAGI: Jafnframt þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm, er aukið út um 2 l fyrir kraga þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn á undan fyrstu l og sláið 1 sinni uppá prjóninn á undan næstu l, í næstu umf eru báðir uppslættirnir prjónaðir snúnir sl til þess að koma í veg fyrir göt. Aukið nú út um 1 l fyrir kraga í annarri hverri umf alls 12 sinnum og síðan í 4 hverri umf alls 6 sinnum – Sjá ÚTAUKNING! Eftir að útaukningu er lokið eru 20 fleiri l fyrir kraga og 25 l í garðaprjóni alls (allar þessar eru prjónaðar með tvöföldum þræði). ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI: Jafnframt þegar stykkið mælist 49-50-51-52-53-54 cm, er felld af 1 l við háls – Sjá ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 12 sinnum og síðan í 4. hverri umf alls 8 sinnum. HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 55-56-57-58-59-60 cm, fellið af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki. Eftir útaukningu og úrtöku eru 46-47-48-49-51-53 l á prjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 74-76-78-80-82-84 cm, passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu. Prjónið nú 8 l yfir kaðalinn saman 2 og 2 = 42-43-44-45-47-49 l á prjóni. Í næstu umf (= ranga) eru felldar af fyrstu 22-23-24-25-27-29 l fyrir öxl, prjónið umf út. Haldið áfram yfir 20 lykkjur í kraga sem eftir eru þannig: * Prjónið 2 umf slétt yfir allar l, 2 umf slétt yfir einungis síðustu 14 l (við miðju að framan) *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-8 cm innst (hann mælist ca 14-16 cm í lokin). Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og hægra framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. að eftir 2 umf slétt er prjónað mynstur (frá réttu) þannig: STÆRÐ S, M, L og XL: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 12-17-22-27 l br, M.4A (= 40 l), 6 l br, 4 l sl og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. STÆRÐ XXL og XXXL: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 16-21 l br, M.2 (= 20 l), M.4A (= 40 l), 6 l br, 4 l sl og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið nú M.4B og M.4C í stað M.3B og M.3C. Lykkjur yfir kaðal á öxl eru felldar af frá röngu og axlarlykkjur frá réttu, þetta er gert öfugt á hægra framstykki, til þess að sleppa við að klippa frá þegar kraginn er prjónaður. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 100-100-100-116-116-132 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 3,5 með Karisma. Prjónið 1 umf slétt (umf 1 = rétta) og 1 umf brugðið, síðan eru allar l prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 50-50-50-58-58-66 l. Prjónið 1 umf slétt til baka frá röngu. Prjónið nú stroff = 4 l sl, 4 l br með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm, skiptið yfir á prjóna nr 4 og haldið áfram í sléttprjóni með röngu út. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-13-13-13-11-11 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið, endurtakið útaukningu með 3-2½-2-2-2-2 cm millibili alls 12-14-16-15-17-16 sinnum = 74-78-82-88-92-98 l. Þegar stykkið mælist 49-48-47-46-45-44 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla), fellið nú af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 4 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum, 1 l 5-6-7-9-10-12 sinnum og síðan 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 57 cm. Að lokum eru felldar af 3 l 1 sinni í hvorri hlið, fellið nú af þær l sem eftir eru. Ermin mælist ca 58 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið kragann saman við miðju að aftan, saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið kragann fastan við hálsmálið að aftan. Saumið ermar í og saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluebirdcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 134-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.