Dee skrifaði:
Thanks for your help! I think I was overcomplicating it. It made sense as it was knit.
03.02.2025 - 23:02
Dee skrifaði:
Greetings, Would it be possible to post a video as you did for the 102-43 The Lookout pattern? I’m quite confused by the body directions, specifically after putting the tummy stitches back on with the others and knitting in the round creates the opening for the legs which makes sense but then it’s mentioned to knit back and forth across back and place tummy stitches on holder again. How would you do short rows and then add the tummy back? Any assistance is appreciated. Thank you.
15.01.2025 - 05:09DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Dee, just as you did for 102-43 you will first work the stitches on back piece back and forth and then slip them aside when the height for legs opening is reached. Now work the tummy stitches the same height and cast on 2 sts at the end of last 2 rows for legs opening and continue in the round over all stitches for end of body - see also these steps from picture 5) in this lesson. Happy knitting!
15.01.2025 - 09:14
Laura skrifaði:
Hi! Very well-done pattern! Which size fits to a jack Russell? S? Thanks!
17.12.2024 - 20:26DROPS Design svaraði:
Hi Laura, Size S, which fits a Bichon Frise, should be correct for a Jack Russell. Happy Christmas!
18.12.2024 - 07:01
Avril Ribeli skrifaði:
Can you help me to read the Charts A1 and A2 as if it were written out in the Patterns
02.12.2024 - 21:15DROPS Design svaraði:
Dear Avril, you read the charts from right to left on right side rows (and in the round) and from left to right in wrong side rows. They are also read from the bottom up. In the first row, start with the line square (purl stitch), then 1 yarn over which is later on purl twisted, 1 purl stitch, 2 knit stitches, 1 yarn over which is knitted twisted, 2 knit stitches,... (continue as indicated in the chart) For more help you can check the following lesson: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=68&cid=19. Remember that in A.2 the long diagonal lines are cables. Happy knitting!
07.12.2024 - 23:19
Laeti skrifaði:
Hallo! Thank you so much for sharing this. It’s beautiful ! :) Will you release a design like that for dogs that are size L/XL ? (weimaraner for instance :) ) Thank you !
12.11.2024 - 08:37DROPS Design svaraði:
Dear Laeti, please find all our sweaters for dog in L (our larger size) here. Hope this can help you or inspire you adjusting to the requested measurements. Happy knitting!
12.11.2024 - 15:41
Christa Lachmann skrifaði:
Hallo ich möchte für eine Freundin diesen Hundepullover, als Überraschung stricken. Daher kann ich den kleinen Hund nicht ausmessen. Sie hat einen kleinen Pudel der genauso wie auf diesem Video aussieht . Welche Größe hat der Pullover auf dem Video?
05.10.2024 - 16:55DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Lachmann, dann sollte eine Größe M passen. Viel Spaß beim Stricken!
07.10.2024 - 07:50
Anke skrifaði:
Hallo, Voor dit patroon begrijp ik niet helemaal waar het stuk met de kabel komt. Ik moet eerst 42 steken breien en dan de eerste draad zetten en dan na de pas ook nog steken. Maar dat zijn minder steken dan voor depas. Of doe ik iets fout?
08.05.2024 - 17:24DROPS Design svaraði:
Dag Anke,
De kabel wordt op de rug gebreid. Je voegt de markeerdraden in zonder de steken te breien, dus je telt uit waar je de markeerdraden plaatst. Dan begin je (vanaf de markeerdraad die je na de hals hebt geplaatst) eerst met 2 recht 2 averecht. Dit herhaal je tot 2 steken voor de eerste markeerdraad, dan brei je de recht en dan A.1, enzovoort. Bij het verdelen van het werk voor de buik worden de steken voor de buik op een hulpdraad gezet en deze zitten dan precies tegenover de kabel van de rug.
09.05.2024 - 09:31
Lill Pleym skrifaði:
Takk for raskt svar. Da er neste spørsmål. Hvordan strikker jeg når jeg kommer til de to felte maskene til forben? Snu og strikke tilbake? Eller strikke over maskene så det blir et hull? Men da blir hullet veldig stramt? Jeg lurer veldig på denne deen av oppskriften. Hilsen Lill
06.02.2024 - 07:13DROPS Design svaraði:
Hei Lill, Etter du har felt av til forbena fortsetter du fram og tilbake, kun over maskene på ryggen, mens magemaskene er på hjelpepinnen. God fornøyelse!
07.02.2024 - 06:43
Lill Pleym skrifaði:
Jeg forstår ikke denne oppskriften. Jeg har kommet til at det skal deles til forben og at 18 masker settes på en tråd. Hvordan skal jeg fortsette omgangen videre? Ved å klippe tråden og starte med ny tråd etter maskene som er satt på tråd? Eller å gå tilbake på pinnen? Veldig vanskelig å forstå oppskriften herfra….. hilsen Lill Pleym
05.02.2024 - 21:39DROPS Design svaraði:
Hei Lill, Du kan enten klippe tråden og fortsette etter maskene på hjelpepinnen, eller strikke maskene først før de settes på hjelpepinnen. Da har du tråden klar til å fortsette videre. God fornøyelse!
06.02.2024 - 06:49
Holiday Buddies#holidaybuddiesdogsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð hundapeysa / peysa fyrir hund úr DROPS Karisma eða DROPS Fiesta. Stykkið er prjónað frá hálsi að skotti í stroffprjóni. Stærð XS - M. Þema: Jól.
DROPS 245-31 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir göt í skiptingunni þar sem stykkinu var snúið við áður er hægt að prjóna þannig: Lyftið þræðinum upp á milli hægri og vinstri prjóns, setjið þráðinn snúið á vinstri prjón. Prjónið þráðinn og næstu lykkju slétt saman / brugðið saman þannig að stroffprjónið haldi áfram með 2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið eins og áður. ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA FYRIR HUND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá hálsi og að skotti. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á sokkaprjóna/hringprjóna. Berustykkið skiptist til að gera göt fyrir framfætur. Magastykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig, stykkin eru síðan sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring. Í lokin á fram- og bakstykki eru prjónaðar stuttar umferðir fram og til baka svo að bakstykkið verði aðeins lengra en magastykkið, síðan er kanturinn prjónaður neðst á fram- og bakstykki hringinn. Í lokin er prjónaður kantur í kringum opið fyrir framfætur í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 64-84-104 lykkjur á sokkaprjóna / hringprjóna 3,5 með DROPS Karisma í litnum rauður eða vínrauður eða DROPS Fiesta. Prjónið hringinn í stroffprjóni (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið). Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar. Prjónið stroffprjón í 4-6-8 cm (kantur í hálsmáli er síðar brotinn saman tvöfalt). Setjið eitt nýtt prjónamerki til að mæla frá, berustykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Nú eru settir 2 merkiþræðir mitt ofan á berustykki. Teljið 30-42-54 lykkjur og setjið einn merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 18 lykkjur og setjið einn merkiþráð á undan næstu lykkju. Prjónið frá byrjun umferðar þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1 yfir næstu 18 lykkjur, prjónið frá *-* út umferðina. Nú hafa verið auknar út 6 lykkjur í A.1 (= 24 lykkjur á milli merkiþráða) og það eru 70-90-110 lykkjur í umferð. Prjónið síðustu umferð í A.1 og haldið áfram með stroffprjón eins og áður. Nú á að auka út lykkjur í stroffi jafnframt því sem A.2 er prjónað yfir lykkjur í A.1 þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir að merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.2 yfir næstu 24 lykkjur, prjónið frá *-* út umferðina. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúið brugðið = 81-106-131 lykkjur. Haldið áfram með stroffprjón (2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið) og A.2. Prjónið þar til berustykkið mælist 4-6-8 cm frá prjónamerki, stillið af að næsta umferð sé umferð með oddatölufjölda lykkja í mynstri (svo að kaðallinn sé síðan gerður frá réttu á stykki). Nú á að skipta stykkinu fyrir framfætur frá byrjun á umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur slétt fyrir opi fyrir framfót, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 13-18-23 lykkjur (magastykki), fellið af 2 lykkjur slétt fyrir framfót. Setjið 13-18-23 lykkjur fyrir magastykki á hjálparprjón / þráð og prjónið út umferðina eins og áður. BAKSTYKKI: = 64-84-104 lykkjur. Prjónið fram og til baka í stroffprjóni eins og áður og A.2. Prjónið þar til stykkið mælist 5-7-9 cm frá skiptingu og síðasta umferð sé prjónuð frá réttu. Klippið þráðinn og setjið lykkjur á hjálparprjón / þráð. Stykkið mælist 9-13-17 cm frá prjónamerki. MAGASTYKKI: Setjið 13-18-23 lykkjur af hjálparprjóni / þræði á hringprjón / sokkaprjóna 3,5. Prjónið fram og til baka í stroffprjóni eins og áður þar til stykkið mælist ca 5½-7½-9½ cm frá skiptingu – stillið af að næsta umferð sé frá réttu (stykkið er aðeins lengra á magastykki en á bakstykki til að peysan komi til með að fá betra form og passi betur í kringum brjóstið). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið stroffprjón eins og áður og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið stroffprjón eins og áður og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 17-22-27 lykkjur. Magastykkið mælist ca 6-8-10 cm frá skiptingu. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú á að prjóna stykkið í hring, setjið 64-84-104 lykkjur frá bakstykki til baka á hringprjón / sokkaprjóna saman með 17-22-27 lykkjum frá magastykki = 81-106-131 lykkjur. Byrjið umferð innan við 17-22-27 lykkjur (magastykki) – þ.e.a.s. umferðin byrjar á sama stað þar sem stykkinu var áður skipt upp fyrir opi fyrir framfætur. Prjónið stroffprjón eins og áður og A.2, nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp á milli magastykkis og bakstykkis eru prjónaðar slétt. Prjónið hringinn þar til stykkið mælist 5-7-11 cm frá þar sem stykkið var aftur sett saman (nú eru eftir ca 3 að loka máli undir magastykki) – stillið af að næsta umferð sé umferð með oddatölufjölda í A.2. Setjið einn merkiþráð mitt í A.2, bakstykkið er mælt héðan. Nú á að prjóna fram og til baka með stuttum umferðum þannig að peysan verði 4-5-6 cm lengri á bakstykki en á magastykki. Setjið fyrstu 17-22-27 lykkjur (mitt undir magastykki) á þráð. Snúið stykkinu, fyrsta umferð er prjónuð í stroffprjóni og mynstri eins og áður frá röngu. UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið út umferðina, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir þar sem stykkinu var snúið við áður, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 5 (ranga): Prjónið eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir þar sem stykkinu var snúið við áður, snúið stykkinu og herðið á þræði. Haldið áfram eins og áður og snúið til skiptis þegar eftir eru 3 og 2 lykkjur þar sem stykkinu var snúið við áður (kaðall í A.2 heldur áfram eins og áður, en stillið af að það komi ekki snúningur í kaðli í 2 síðustu umferðum áður en stuttu umferðum líkur). Þegar snúið hefur verið við 6-7-9 sinnum í hvorri hlið eru 34-48-58 lykkjur sem ekki er snúið mitt ofan á bakstykki og síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Snúið stykkinu og prjónið frá réttu þannig: Prjónið stroffprjón eins og áður og A.2 (án kaðla) – lesið LEIÐBEININGAR í útskýringu að ofan, þegar prjónað er fram til 17-22-27 lykkjur sem sitja á þræði, setjið þessar lykkjur til baka á prjóninn. Umferðin byrjar hér (á undan magastykki). Prjónið 1 umferð til viðbótar – munið eftir LEIÐBEININGAR. Stykkið mælist ca 4-5-6 cm frá merkiþræði í A.2. Færið merkiþráðinn hingað, kanturinn er mældur héðan. KANTUR: Prjónið stroffprjón eins og áður fram að A.2 (24 lykkjur mitt á bakstykki), prjónið 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, takið upp þráðinn á milli næstu lykkju og setjið hann snúið á vinstri prjón og prjónið þessa lykkju brugðið, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt og 3 lykkjur brugðið (2 lykkjur færri og 1 lykkja fleiri), prjónið stroffprjón eins og áður út umferðina. Nú hafa lykkjur verið auknar út og fækkað í A.2 þannig að stroffprjónið gengur upp hringinn. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur þar til kanturinn mælist 3 cm frá merkiþræði. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 25-34-45 cm frá uppfitjunarkanti að affellingarkanti meðfram bakstykki. FRAMFÓTUR: Notið sokkaprjóna 3,5 og DROPS Karisma eða DROPS Fiesta. Prjónið upp ca 36-44-56 lykkjur í kringum annað opið fyrir framfótinn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 3-4-5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram hinu opinu fyrir framfót. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #holidaybuddiesdogsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.