Hekl mynsturteikning samanstendur af táknum, 1 tákn = 1 lykkja (eða hópur af lykkjum) – útskýring með táknum segir til um hvernig á að hekla lykkjurnar. Mynsturteikningin sýnir allar lykkjur séð frá réttu (nema annað sé tekið fram).
Hefðbundin hekl mynsturteikning lítur oftast út þannig:
1: A.1 er nafnið á einingunni og á við um alla mynsturteikninguna – innan í sviga. Það sem stendur innan í sviga er 1 eining af mynsturteikningu.
2: Þetta er útskýring á táknum, sem sýnir hvernig hvert tákn er heklað.
Bláar örvar: Táknin eru hekluð í eða um táknið sem er beint fyrir neðan. Stundum á að hekla nokkrar lykkjur í sama táknið.
Fjólublá sporöskulaga tákn og örvar: Ekki er alltaf heklað í lykkjur: stundum er hekluð ein loftlykkja og hoppað er yfir stuðul sem er beint fyrir neðan.
Mynsturteikning er lesin gagnstætt við það sem við lesum vanalega: Frá hægri til vinstri, neðan frá og upp. Þú byrjar sem sagt neðst í hægra horninu og vinnur þig til vinstri, tákn fyrir tákn, röð fyrir röð upp úr (sjá RAUÐAN hring og örvar).
Þegar hekla á nokkrar einingar af mynstri (eða þegar endurtaka á mynstrið á breiddina), þá heklar þú að enda á röðinni í mynsturteikningunni og byrjar uppá nýtt aftur á fyrsta tákni.
Þegar hekla á fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu og önnur hver umferð er hekluð frá röngu. Þegar heklað er frá röngu þá verður að lesa mynsturteikningu í gagnstæða átt: Þ.e.a.s. frá vinstri til hægri (sjá rauða ör fyrir réttu og bláa ör fyrir röngu í mynsturteikningunni að neðan).
Umferðirnar byrja að venju með x-fjölda loftlykkja – þær jafngilda hæð á næstu lykkju og eru settar inn til að þú komist upp að réttri hæð fyrir næstu lykkju sem á að hekla (sjá græn sporöskjulaga tákn að neðan). Ef loftlykkjurnar eru settar inn í mynsturteikningu (eins og í þessu dæmi) eru öll tákn hekluð sem eru sýnd. Stundum er sett inn í HEKLLEIÐBEININGAR efst í uppskriftinni fjölda loftlykkja sem hekla á í byrjun á umferð og ef þær koma í stað fyrstu lykkju eða ef þær koma sem viðbót. Ef loftlykkjurnar eru EKKI teiknaðar inn í mynsturteikningu: Fylgið þessum leiðbeiningum.
Þegar heklað er í hring, eru allar umferðir heklaðar frá réttu: Frá hægri til vinstri (sjá rauðar örvar í mynsturteikningu að neðan). Hvernig umferðin byrjar og endar er oft teiknað inn í mynsturteikningu (sjá A.2 í dæminu að neðan – grænn ferningur). Eins og þegar heklað er fram og til baka er heklaður x-fjöldi loftlykkja í byrjun á umferð, jafngildir hæð á næstu lykkju. Í lok umferðar tengjast umferðrnar saman með einni keðjulykkju í síðustu loftlykkju sem var hekluð í byrjun. Þ.e.a.s. loftlykkjur í A.2 = byrjun á umferð, en keðjulykkja í A.2 (blár ferningur) = lok á umferð.
Mynsturteikning (A.1) er oft endurtekin nokkrum sinnum á eftir hverri annarri = heklaðar eru nokkrar einingar á breiddina. Þegar þú kemur að síðasta tákni í 1. röð í A.1, byrjaðu aftur á fyrsta tákni. ATH: A.2 er EKKI endurtekið, þetta sýnir HVERNIG umferðin byrjar og endar í öllum umferðum.
Þegar þú átt að hekla nokkrar mynsturteikningar á eftir hverri annarri á breiddina/í umferð þá heklar þú þannig: Heklið umferð 1 í 1. mynsturteikningu, heklið síðan umferð 1 í 2. mynsturteikningu og umferð 1 í 3. mynsturteikningu o.s.frv. ATHUGIÐ: Ef þú heklar fram og til baka þá verður að lesa mynsturteikningu í gagnstæða átt frá röngu – þ.e.a.s. byrja með mynsturteikningu 3, síðan mynsturteikningu 2 og í lokin mynsturteikningu 1. Heklað er áfram í gagnstæða átt eins og venjulega.
Þegar hekla á í hring, þá er byrjað frá miðju og þú vinnur þig út, þetta er oftast teiknað inn í hring á mynsturteikningu. Mynsturteikning getur annað hvort sýnt allan hringinn – þá er hvert tákn heklað eins og stendur í teikningu, eða öll mynsturteikningin sýnir hluta af hring, sem er endurtekið í hring ákveðinn fjölda skipta þar til myndast hefur heill hringur.
Í mynsturteikningu með hring þá er byrjað á tákni í miðju á mynsturteikningu: Oftast hringur sem jafngildir x-fjölda loftlykkja sem tengdar eru saman með einni keðjulykkju svo að það myndist hringur (sjá rauður hringur í mynsturteikningu að neðan). Alveg eins og þegar heklað er í hring þá byrjar umferðin með loftlykkjum, þær jafngilda hæð á næsta tákni (sjá blár ferningur í mynsturteikningu að neðan) – ATH. Þegar loftlykkjurnar eru teiknaðar inn í mynsturteikningu koma þær EKKI í stað fyrsta tákns, þannig að næsta tákn er heklað eftir útskýringu.
Þegar loftlykkjur koma í stað tákns er þetta tákn fjarlægt úr mynsturteikningu. Heklað er réttsælis: Frá hægri til vinstri, tákn fyrir tákn upp úr (sjá rauða ör í mynsturteikningu). Ein regla er að lykkjur í 1. umferð eru heklaðar UM loftlykkjuhringinn, sem þýðir að þú stingur heklunálinni inn í miðu á hringnum, sækið þráðinn og heklar lykkjuna eins og venjulega – hún festist sem sagt ekki í loftlykkjuna, heldur er UTAN UM alla loftlykkjuna. Þegar þú kemur að enda á röðinni þá er lykkjan fest eins og venjulega með keðjulykkju og þú heldur áfram í næstu umferð í mynsturteikningu: næst innsta röðin (sjá græna ör í mynsturteikningu að neðan).
Ef aðeins er sýndur hluti af hring er það vegna þess að hlutinn er endurtekinn í hring í x-fjölda skipta. Þú byrjar með hring neðst (sjá rauður hringur í mynsturteikningu) og heklar eins og útskýrt er undir HELL HRINGUR. Alveg eins og þegar heklað er í hring er það regla að það er sér mynsturteikning sem sýnir hvernig umferðin byrjar og endar = hér er það A.1 (sjá blár ferningur í mynsturteikningu að neðan). Þú byrjar sem sagt á umferð næst hring, heklar A.1, síðan heklar þú A.2, þegar þú kemur að síðasta tákninu í kökunni (það er bara 1 tákn í umferð 1), þá byrjar þú uppá nýtt á 1. tákni og heklar kökuna 1 sinni til viðbótar.
Svona heldur þú áfram þar til þú hefur endurtekið eininguna eins oft og stendur í uppskrift og endar með keðjulykkju í A.1. Þegar umferð 1 hefur verið hekluð þá heldur þú áfram í næstu umferð: Næst neðsta umferð í mynsturteikningu (sjá græna ör í mynsturteikningu að neðan).
Stundum er hekl mynsturteikning sýnd í rúðum og þá er 1 rúða = 1 lykkja. Hvaða lykkjur eru heklaðar er oftast útskýrt í texta, en rúðu mynsturteikning sýnir í hvaða litum á að hekla lykkjurnar (sjá rauðan ramma = útskýring á tákni).
Heklað er alveg eins og útskýrt er að ofan, hvort sem heklað er í hring, fram og til baka eða heklaður hringur.
Beste, Graag had ik een VIDEO ontvangen betreffende mijn aankoop van: Cathy bij DROPS Design. ttz. Gehaakte vest BIG MERINO - Drops 194-33. OOk bevestig ik dat bij mijn bestelling B666851 Datum: 3-8-2023 de naald 14 breed oog zonder punt - 1.90x60 mm ontbreekt!! Hopelijk nu een duidelijke uitleg? Deze naald is nergens te bespeuren en is ook niet geprikt op geen enkele manier! De rest van de bestelling is goed. Dank voor uw aandacht en begrip a.u.b.
08.08.2023 - 11:29