Peysan er næstum tilbúin, nú á bara eftir að frágang og það gerum við frá réttu..
Neðst á síðunni finnur þú kennslumyndbönd til aðstoðar.
Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152
FRÁGANGUR:
Saumið axlasaum innan við affellingarkant.
Saumið framstykki og bakstykki saman í ystu lykkjubogana.
Saumið ermar í.
Þegar búið er að sauma öll stykkin saman er prjónaður kantur í hálsmáli.
KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Prjónið upp frá réttu ca 58 til 68 lykkjur (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2) í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur á bandi að framan) á stuttan hringprjón 4,5 með litnum milligrár Air eða litnum grár Nepal. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 cm. Fellið LAUST af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.
Tilbúið? Byrjið á næstu vísbendingu >>
Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hana hér!
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
FRÁGANGUR:
Saumið ermar í við fram- og bakstykki – saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni – ATH! Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur! Saumið sauma undir ermum – og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op undir ermi.
Þegar búið er að sauma öll stykkin saman er prjónaður kantur í hálsmáli.
KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Prjónið upp frá réttu 1 lykkju í hverja lykkju (= 56-64-64-72-72-76 lykkjur) á stuttan hringprjón 7. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-12-12-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-60 lykkjur. Prjónið 3 umferðir hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 4 lykkjur). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.
![]() | = | slétt frá réttu, brugðið frá röngu |
![]() | = | brugðið frá réttu, slétt frá röngu |
Tilbúið? Byrjið á næstu vísbendingu >>
Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hana hér!
Hér er listi yfir hjálpargögn sem geta leitt þig áfram þegar þú prjónar bakstykki á barnapeysuna eða fullorðins peysuna: