Nú er kominn tími til að hekla aftur litla ferninga – og nú er ekkert leyndarmál hvernig við förum að því við höfum heklað þessa í vísbendingu #3. Munurinn er sá að nú heklum við 28 ferninga í tveimur litasamsetningum.
Ertu orðin CAL sérfræðingur? Þá getur þú hoppað yfir myndirnar og farið beint inn í mynsturteikningu (eða myndband) neðst á síðunni.
Við heklum 4 umferðir af ferning A.4B í eftirfarandi litum:
UMFERÐ + 1.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
2.-3.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
4.UMFERÐ: 01 hvitur
UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með litnum ljós gallabuxnablár, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
1.UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju (jafngildir 1. fastalykkju).
Heklið * 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um hringinn *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.
Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um hringinn og endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.
Heklið 1 keðjulykkju um 1. loftlykkjuboga jafnframt er skipt yfir í litinn ljós þveginn, lesið LITASKIPTI að neðan. Klippið frá þráðinn í litnum ljós gallabuxnablár.
LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.
2.UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 1 stuðul um 1. loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.
Heklið * 2 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.
Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar.
3.UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju um 1. loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.
Heklið * 3 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.
Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í litinn hvítur. Klippið frá þráðinn í litnum ljós þveginn.
4. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, lesið LEIÐBEININGAR að neðan.
LEIÐBEININGAR:
Umferðin byrjar með 1 loftlykkju fyrir fyrstu fastalykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju).
Heklið * 1 fastalykkju í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 hálfa stuðla í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.
Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda!
Nú höfum við lokið við ferning A.4B, sem á að vera 8 x 8 cm.
Heklið 14 svona ferninga í sömu litasamsetningu og þú sérð hér:
Nú er bara eftir að hekla 14 st í annarri litasamsetningu (eins og þú sérð á mynd að neðan).
UPPFITJUN +1. UMFERÐ: ljós fjólublár
2.-3.UMFERÐ: fjólublár
4.UMFERÐ: hvitur
![]() |
= | 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér |
![]() |
= | loftlykkja |
![]() |
= | keðjulykkja í/um lykkju |
![]() |
= | fastalykkja um loftlykkjuboga/loftlykkjuhring |
![]() |
= | fastalykkja í lykkju |
![]() |
= | stuðul um loftlykkjuboga |
![]() |
= | 1 hálfur stuðull í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð |
Vantar þig aðstoð við hekl aðferðirnar? Skoðaðu myndbandið fyrir vísbendingu #3.
Va inte med från början,utan fann detta för nån V sen o läste inte igenom ledtrådarna (hade ju chansen ;) )lite less när man skulle göra 10 små av varje,sen kom 14 st o nu är jag på 14 gånger 2.... då kom känslan jag skiter i det!!!
14.06.2017 - 19:46