Vísbending #9 - Þetta er alveg að hafast!

Nú heklum við síðasta stóra ferninginn í ráðgátuteppinu, ertu klár?

Blómið í miðjunni þekkir þú, en í þetta skipti þá er það rammað inn með fleiri umferðum með fallegum stuðlahópum. Nú er bara að njóta – því þessi vísbending er skemmtileg að hekla!

Litir

Við heklum stóra ferninginn eftir mynsturteikningu A.3 í þessum litum:

UPPFITJUN + 1. UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
2.-3.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
4.UMFERÐ: 01 hvítur
5.-6. UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
7.UMFERÐ: 01 hvítur
8.-9.UMFERÐ: 05 ljós blár
10.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
11.-12.UMFERÐ: 01 hvítur

Nú byrjum við!

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með ljós gallabuxnabláum, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

1. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, * 2 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjuhringinn og endið umferðina með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í umferð.

2. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju um 1. Loftlykkjuboga, jafnframt er skipt yfir í ljós þveginn, klippið ljós gallabuxnabláa þráðinn frá. Lesið LITASKIPTI að neðan:

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 1 stuðul um 1. loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur (horn), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.

Heklið * 2 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur (horn), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

3. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju um 1. Loftlykkjuboga.

Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 2 stuðlar um 1. loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur (horn), 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.

Heklið * 3 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, (horn), 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í hvítt. Klippið ljós þvegna þráðinn frá.

4. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju – lesið HEKLLEIÐBEININGAR að neðan.

HEKLEIÐBEININGAR:
Umferðin byrjar með 1 loftlykkju fyrir fyrstu fastalykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju).

Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 3 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur (horn), 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 hálfur stuðull í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í ljós gallabuxnabláan. Klippið frá hvíta þráðinn.

5. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið * 1 fastalykkju í fyrstu/næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 4 lykkjur, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur (horn), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 4 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um þráð. Heklið 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju.

6. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.

Heklið * 1 fastalykkju um loftlykkjuboga, 1 stuðull í hverja af 2 næstu lykkjum, 3 stuðlar um loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur (horn), 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 stuðull í hverja af 2 næstu lykkjum, 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar um næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

7. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í 1. stuðul frá umferð, jafnframt er skipt yfir í hvítan. Klippið ljós gallabuxnabláa þráðinn frá.

Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, ** 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 6 sinnum alls, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *. Heklið HORN og endurtakið frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um næstu lykkju *, endurtakið frá *-* 5 sinnum alls, 1 loftlykkja.

Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í ljós þveginn. Klippið frá hvíta þráðinn.

8. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 1 stuðul um næstu loftlykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hverja af 4 næstu lykkjum, heklið «1 FJÓRBRUGÐINN STUÐUL» þannig: Bregðið bandinu 4 sinnum uppá heklunálina, færið heklunálina um loftlykkjuna í stuðlahópinum frá 6. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið undir loftlykkjuna (= 6 lykkjur á heklunálinni), ** bregðið bandi um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni **, endurtakið frá **-** alls 5 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni. Haldið áfram með 1 stuðul í/um hverja af 7 næstu lykkjum, 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐULL um sömu loftlykkju í stuðlahópinum frá 6. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), 1 stuðul í/um hverja af 4 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum. Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hverja af 4 næstu lykkjum, heklið 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐUL um loftlykkju í stuðlahóp frá 6. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), haldið áfram með stuðul í/um hverja af 7 næstu lykkjum, 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐULL um sömu loftlykkju í stuðlahóp frá 6. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), 1 stuðull um næstu lykkju og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit (ATH: í 2. litasamsetningu á að skipta um lit og klippa frá).

9. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls, 1 stuðull í hverja af 2 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, ** 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 5 sinnum alls, 1 loftlykkja, heklið «1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL» þannig: Bregðið bandinu 3 sinnum um heklunálina, færið heklunálina utan um fjórbrugðna stuðulinn frá 8. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið undir fjórbrugðna stuðulinn (= 5 lykkjur á heklunálinni), *** bregðið bandi um heklunálina, dragið bandið í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni ***, endurtakið frá ***-*** alls 4 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni. Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL utan um hina fjóra fjórbrugðnu stuðlana frá 8. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), 1 loftlykkja, 1 stuðul í næstu lykkju, endurtakið frá **-** 5 sinnum alls. Heklið 1 stuðul í hverja af 2 næstu lykkjum *. Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, ** 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 5 sinnum alls, 1 loftlykkja, heklið «1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL» þannig: Bregðið bandinu 3 sinnum um heklunálina, setjið heklunálina utan um fjórbrugðna stuðulinn frá 8. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig línan liggur), bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið undir fjórbrugðna stuðulinn (= 5 lykkjur á heklunálinni), *** bregðið bandi um heklunálina, dragið bandið í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni ***, endurtakið frá ***-*** alls 4 sinnum (= 1 lykkja á heklunálinni). Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL utan um hina fjórbrugðnu stuðla frá 8. umferð (sjá mynsturteikningu hvernig lína liggur), 1 loftlykkja, 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

10. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju um næstu loftlykkju, jafnframt er skipt yfir í ljós gallabuxnabláan. Klippið frá ljós þvegna þráðinn.

Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), 2 stuðlar um sömu loftlykkju, 1 loftlykkja, 3 stuðlar um sömu loftlykkju, hoppið yfir 3 lykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkju um næstu lykkju, hoppið yfir 3 lykkjur. Um næstu loftlykkju er heklað þannig: ** 3 stuðlar, 1 loftlykkja, 3 stuðlar **. Hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, hoppið yfir 4 lykkjur, í næstu lykkju er heklað frá **-**. Hoppið yfir 4 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur, heklið frá **-** um næstu lykkju, hoppið yfir 3 lykkjur, 1 fastalykkja um næst lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í hverja af 3 næstu lykkjum *. Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls .

Heklið 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja um næstu lykkju, hoppið yfir 3 lykkjur. Um næstu loftlykkju er heklað þannig: ** 3 stuðlar, 1 loftlykkja, 3 stuðlar frá **. Hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, hoppið yfir 4 lykkjur, í næstu lykkju er heklað frá **-**. Hoppið yfir 4 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju. Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, 1 keðjulykkja í hverja af 2 næstu lykkjum.

11. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, jafnframt er skipt yfir í hvítt, klippið frá ljós gallabuxna þráðinn. Haldið áfram með 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, ** 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju **, endurtakið frá **-** 3 sinnum alls. Heklið 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *. Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, * 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, endurtakið frá *-* 2 sinnum alls. Heklið 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur og endið umferðina með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar.

12. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkju í 1. fastalykkju, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í/um hverja af 7 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 fastalykkja í/um hverja af 7 næstu lykkjum, ** 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 3 sinnum alls. Heklið 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga, hoppið yfir 1 lykkju, heklið frá **-** 4 sinnum til viðbótar. Heklið 1 fastalykkju í/um hverja af 6 næstu lykkjum. Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið * 1 fastalykkju í/um hverja af 7 næstu lykkjum, ** 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 3 sinnum alls. Heklið 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga, hoppið yfir 1 lykkju, heklið frá **-** 1 sinni til viðbótar. Heklið 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga og endið umferðina með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar = 160 fastalykkjur og 112 loftlykkjur umferðina hringinn. Klippið frá og festið alla enda.

Nú er bara eftir að hekla 1 ferning til viðbótar í þessum litum:

UPPFITJUN + 1 UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
2.-3.UMFERÐ: 01 hvítur
4.UMFERÐ: 05 ljós blár
5.-6.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
7.UMFERÐ: 01 hvítur
8.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
9.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
10.UMFERÐ: 06 ljós gallabuxnablár
11.-12.UMFERÐ: 01 hvítur

Tilbúið!

Afraksturinn af vísbendingu #9 eru 2 ferningar þar sem hvor þeirra mælist ca 25 cm x 25 cm.

Öll mynsturteikning fyrir vísbendingu#9

= 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
= loftlykkja
= keðjulykkja í/um lykkju
= fastalykkja um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= fastalykkja í lykkju
= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju
= 3 luftlykkjur
= 1 hálfur stuðull í kringum loftlykkju frá 2. og 3. umferð
= Við hvert strik í mynsturteikningu er heklað um þá lykkju þar sem línan vísar til. 8. UMFERÐ: Heklið 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐUL um loftlykkju í stuðlahóp frá 6. umferð. (FJÓRBRUGÐINN STUÐULL = Bregðið bandinu 4 sinnum um heklunálina, færið heklunálina utan um loftlykkju í stuðlahóp frá 6. umferð, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið undir loftlykkjuna (= 6 lykkjur á heklunálinni), * bregðið bandið um heklunálina, dragið bandi í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni). 9. UMFERÐ: Heklið 1 þríbrugðinn stuðul um fjórbrugðna stuðulinn frá 8. umferð. (ÞRÍBRUGÐINN STUÐULL = Bregðið bandinu 3 sinnum um heklunálina, færið heklunálina utan um fjórbrugðna stuðulinn, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið undir fjórbrugðna stuðulinn (= 5 lykkjur á heklunálinni), * bregðið bandið um heklunálina, dragið bandið í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni).

Myndbönd

Athugasemdir (10)

Lucília Pessoa wrote:

Olá Estou adorar executar este Cal. Parabéns

05.05.2017 - 10:07

Lucília Pessoa wrote:

Olá Estou adorar executar este Cal. Parabéns

05.05.2017 - 02:12

Phoebe wrote:

Hallo, ich verwende eine andere Wolle (Eskimo). Die Lauflänge habe ich entsprechend umgerechnet, so dass ich genau so viele Meter Wolle in Weiß Eskimo habe wie in der Originalwolle. Nun ist Weiß schon zu Ende. ich muss nachbestellen. Können Sie mir eine ungefähre Antwort geben, wie viel Weiß wohl noch verwendet wird? Ich muss sonst alle weiteren Clues bis zum Ende abwarten, bis ich das abschätzen kann, das wäre furchtbar schade! Danke für jeden Hinweis, wenn möglich!

04.05.2017 - 16:59

DROPS Design answered:

Liebe Phoebe, Sie sollen dann bis zur Ende warten, um die Mengenangaben passen zu können. Viel Spaß beim häkeln!

08.05.2017 - 12:17

Phoebe wrote:

Die Wolle in Weiß ist jetzt aufgebraucht. Ist das richtig? Wird für die nächsten Clues kein Weiß mehr benötigt? Oder muss ich nachbestellen? Viele Grüße!

02.05.2017 - 21:20

DROPS Design answered:

Liebe Phoebe, die angegebene Garnmenge Weiß in DROPS ♥ YOU #8 sollte reichen. Viel Spaß beim häkeln!

03.05.2017 - 11:41

Anja Gronemeyer wrote:

Okay, da hatte sich wohl ein Päckchen "hell lila" versteckt ... Frage hat sich somit erledigt!

29.04.2017 - 17:30

Anja Gronemeyer wrote:

Bei mir reicht der Rest "lila hell" nicht um die 8. Runde zu beenden. Kann ich auch "lila" nehmen oder fehlt mir das dann an einer anderen Stelle?

29.04.2017 - 16:20

DROPS Design answered:

Liebe Frau Gronemeyer, Sie können "Lila" oder "Erika" nehmen. Viel Spaß beim häkeln!

02.05.2017 - 14:33

Therese wrote:

Hurra! Vilken rolig del att göra =)

28.04.2017 - 08:59

Marie-Louise wrote:

Jag har köpt ett garnpaket till i andra färger och tänker virka en filt ytterligare. Tas ledtrådarna bort eller ligger de kvar på er hemsida? Vill ju inte stressa....

28.04.2017 - 08:13

DROPS Design answered:

Hej! Ledtrådarna kommer att finnas kvar, så du behöver inte ha bråttom.

03.05.2017 - 14:10

Vävgumman wrote:

Kul och bra utmanande ruta, fick tänka till lite innan jag fick till det. Ser fram emot slutspurten. Spänningen stiger. Ha en bra Valborgshelg alla handarbetsvänner. 🔥😃

27.04.2017 - 21:29

Anja wrote:

Dus we hoeven maar van elk vierkant eentje te maken als ik het goed begrijp?

27.04.2017 - 11:07

DROPS Design answered:

Hallo Anja, Ja, dat klopt helemaal!. Het zijn wat grotere vierkanten en je hoeft er maar 2 van te haken. Tot de volgende clue!

03.05.2017 - 09:48

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.