frá:
629kr
per 50 g
Innihald: 50% Ull, 50% Bómull
Garnflokkur:
B (20 - 22 lykkjur)
/ 8 ply / DK / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 110 metrar
Mælt með prjónastærð: 4 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 l x 28 umf
Meðhöndlun: Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Superwash: já
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku, bómull frá Tyrklandi
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 09.HBG.68250), Standard 100, Class I frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).
DROPS Cotton Merino er gert úr blöndu af extra fínu merino og löngum bómullartrefjum. Við höfum valið að kemba ekki merino ullina og bómullina saman, það upphefur eiginleika trefjanna betur sem og jafnframt náum við fram líflegri litum og áferð. Superwash meðhöndlað garn sem er milt fyrir húðina, DROPS Cotton Merino er frábær kostur fyrir ungbarna- og barnafatnað.
Garnið samanstendur úr mörgum þunnum þráðum sem spunnir eru saman, sem gerir þræðina bogalaga og teygjanlega, hentar sérstaklega vel fyrir kaðla, áferðamynstur og perluprjón. Þessi sérstaka samsetning krefst þess að það er líka mikilvægt að meðhöndla flíkina rétt: vertu viss um að vera með rétta prjónfestu - notaðu þéttari prjónfestu en lausari. Ekki þvo flíkina í of heitu vatni, láttu hana aldrei liggja í bleyti og láttu flíkina þorna flata.
Eins og allt merinogarnið okkar, þá er merinoullin frá frjálsum dýrum (free-range, mulesing free) frá Suður Ameríku.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Allt superwash meðhöndlaða merino garnið okkar á að þvo í þvottavél á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Að því sögðu, þá eru nokkur ráð til viðbótar sem er vert að hafa í huga þegar kemur að því að þvo þetta garn:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Dorte wrote:
Jeg har fulgt vaskeanvisningen, og har liggetørret min mands nye trøje, men den er blevet meget lang i ærmerne, jeg var ellers meget forsigtig, og holdt den ikke op, men lagde den i en klump, og rettede den forsigtig ud :-( Hvad kan jeg gøre ved den nu?
27.09.2016 - 06:31DROPS Design answered:
Hej Dorte. Det var synd. Dette kan ske ved enten 1) forkert vask (for varmt/koldt/brug af skyllemiddel osv) eller 2) for löst strikket. Du kan pröve at vaske den igen og saa lade den törre i den rette form/störrelse. Ellers er det nok desvaerre at pille de nederste af aermerne op og göre den kortere.
29.09.2016 kl. 10:42
Sue wrote:
This yarn knits up beautifully. However, I used it in what for me was a first, a lacy, striped cardigan for someone else where I did not have a pattern. It cost me blood, sweat and a lot of tears - especially the tears as, when washed BY HAND with Eucalan, and dried flat, the navy blue bled out into the white stripes rendering the cardi unwearable. I have had to order more yarn to knit it again but I will not be using this again; this time I've gone for Scheepjes.
09.08.2016 - 11:27DROPS Design answered:
Dear Sue, remember to always make sure you are following wasching care instructions (see here) and please contact your DROPS Store for any further informations. Happy knitting!
10.08.2016 kl. 08:56
Karin wrote:
Hab 10 Knäuel in Farbe 24 Türkis bestellt und JEDES !!! Knäuel mindestens 1 x verknotet mit teilweise losen Fäden zwischendurch. War früher von Cotton Merino sehr begeistert, aber die jetzige Qualität ist den Preis nicht mehr wert! Bin ziemlich enttäuscht !
07.06.2016 - 15:18
Lena R. wrote:
Hei! Jeg savner en skikkelig GUL farge i Cotton Merino og Merino Extra Fine. Sånn påskegul :) Er det noe som kommer? Ellers er jeg superfornøyd! Og ungene klager ikke over at plaggene klør ;)
29.05.2016 - 22:10DROPS Design answered:
Hej Lena. Tak for dit input. Vi har paa nuvaerende tidspunkt ikke nogen gul farve i disse garner, men vi skal saette det paa önskelisten, vi vurdere löbende hvad der önskes og kan tilföjes.
30.05.2016 kl. 11:06
Mina wrote:
Hei igjen. Jeg synes dette garnet også er veldig fint og planlegger ei bomullsstrikkejakke der strikkefastheten må være 10x10=19m på p nr 4,5. Tror du det vil gå?
13.04.2016 - 15:40DROPS Design answered:
Hej Mina, Strikkefastheden bliver da lidt løsere end hvad vi anbefaler. Men strik gerne en prøve på 10x10 cm først så du kan se om du synes om den. God fornøjelse!
14.04.2016 kl. 12:12
Cornelia Ponier wrote:
Hallo, ich würde gerne mit der Cotton Merino eine Trachtenjacke stricken. wann kommt den die Farbe Puder und ist sie Rosa oder ist das eine hellere Farbe .Danke
19.03.2016 - 18:03DROPS Design answered:
Hallo Cornelia, wenn Sie mit der Maus über die Farbe fahren, sehen Sie den Termin für das erwartete Eintreffen. Bei dieser Farbe ist es Woche 16. Puder ist ein sehr zartes rosa.
21.03.2016 kl. 10:33Heklemamma wrote:
Når kjem farge 29 sjøgrønn i norske butikker?
08.03.2016 - 17:44DROPS Design answered:
Hei Heklemamma. Garnet forventes paa lager i uge 16, det vil vaere i butikkerne kort efter.
14.03.2016 kl. 13:33
Rebecca wrote:
Can you describe the ice blue color for me? Is it more grayish or baby-blueish? I love all shades of blue but for this project I would really love a light grayish blue as it appears in the pics. I would hate to order and find out its baby blue. Thanks!
28.02.2016 - 14:37DROPS Design answered:
Dear Rebecca, for any further individual assistance choosing a colour, we highly recomand you to contact your DROPS store either per mail or telephone, they will help you to choose. Happy knitting!
29.02.2016 kl. 10:27
Sabina wrote:
Hallo :-) Da ich sehr viel Babyschühchen und Mützen häkle bin ich auf der Suche nach einem schönen Garn. Ist dieses dafür gut geeignet? Danke schon mal und liebe Grüße :-)
17.02.2016 - 07:51DROPS Design answered:
Liebe Sabina, ja Cotton Merino eignet sich sehr gut für Baby Accessoires.
01.03.2016 kl. 08:04
Claudia wrote:
Habe vergessen zu schreiben, dass ich die Decke aus der Cotton Merino gestrickt habe :-)
12.02.2016 - 14:35
Claudia wrote:
Hallo, habe gerade die Babydecke Dream Date fertiggestellt. Sie ist sehr schön geworden. Ist es ratsam, sie vor dem Verschenken zu waschen? Muss sie gespannt werden?
12.02.2016 - 14:31
Hetty wrote:
Hallo kunt u mij vertellen welke kleur blauw op de foto staat samen met kleur heide en mosterdgeel? Is dat stormblauw of turquoise? Alvast bedankt
06.02.2016 - 17:05DROPS Design answered:
Hoi Hetty. Dat is 24 turkoois
12.02.2016 kl. 10:02
Souad wrote:
J'ai posté un commentaire concernant les noeuds dans quelques pelotes, est-ce que vous avez des astuces pour les cacher ?
28.01.2016 - 08:31DROPS Design answered:
Bonjour Souad, vous pouvez utiliser une des techniques de changement de pelotes - voir vidéothèque - votre magasin DROPS pourra également vous donner des astuces personnalisées. Bon tricot!
28.01.2016 kl. 13:42
Barbara wrote:
Loved working with this yarn Made a fair isle sweater Silver Stag (by Drops Design) in red and white The design is still clear after washing We live in North Carolina and this yarn is perfect for our climate
28.01.2016 - 03:54
Hillary Stevenson wrote:
Hi! Is this yarn suit!able for fairisle knitting? Sounds ideal in all other respects. Thank you.
27.11.2015 - 07:51DROPS Design answered:
Dear Mrs Stevenson, Cotton Merino can be worked for fairisle knitting, see for example pattern DROPS 161-24. Happy knitting!
27.11.2015 kl. 09:33
Marita wrote:
Ich habe einen Pullover aus dieser Wolle gestrickt und bin wirklich begeistert. Auch nach mehrmaligem Waschen behält er seine Form. Das wird nicht das letzte Strickstück von mir aus dieser Wollqualität sein!
14.11.2015 - 17:10
Sirpa Tapper wrote:
Lanka oli todella ihanan tuntuista. Ei kutita iholla. Palmikkoneule ja muutkin kuviot erottuvat selkeästi valmiissa neuleessa. Ihastuin lankaan. Enemmän ohjeita kyseiselle langalle.
05.11.2015 - 14:09
Gertrude wrote:
Voor 2 kleindochters een jurkje van dit garen gebreid.helaas worden de jurken ondanks zorgvuldig wassen en drogen steeds langer. Iemand enig idee hoe dit komt?
04.11.2015 - 16:03
Inga-Marie Agnéus wrote:
Om plagget drar ut sej vid tvätt eller vid användning kan man få det att återgå till sin ursprungliga form genom en kort torktumling när det är fuktigt. Testa! Det brukar fungera på superwash-behandlat garn.
04.11.2015 - 14:14
Maxie wrote:
Hallo, ich wollte eine Babyjacke aus Merino Extrafine stricken, habe jetzt aber geledsen, dass diese sehr leicht und stark aus der Form geht. Ist das bei der Cotton Merino hier besser? Oder ähnlich? Welche Wolle ist kuschelweich aber trotzdem formstabil? Oder gibt es einen Trick, damit das Gestrick besser die Form behält? Vielen Dank für die Antwort!
24.10.2015 - 14:13DROPS Design answered:
Liebe Maxi, stricken Sie einfach nicht zu locker und waschen Sie das Kleidungsstück in der Waschmaschine.
25.11.2015 kl. 07:23
Ulrike wrote:
Die Jacke habe ich mit Nadelstärke 3 gestrickt und sie bleibt besser in Form.
13.10.2015 - 19:11
Ulrike wrote:
Nachdem ich schon Pullover und Jacke aus dieser Wolle gestrickt habe, muss ich sagen, dass auch nach mehreren Wäschen Farbe und Form sehr gut erhalten bleiben. Allerdings nur bei deutlich kleinerer Nadelstärke. Ehrlich gesagt, es ist mir ein Rätsel wie man es mit Nadelstärke 4 verstricken kann und es trotzdem die Form behält. Ich habe einen Pullover mit 3,5 gestrickt, stricke eher fester und Wolle fühlt sich super an und ist wirklich pflegeleicht.
13.10.2015 - 19:09
Ines wrote:
Para cuando la versión del verde menta (color03) de Mauskaten en Ctton Merino y una gama de colores como amarillo limón, naranja o similares? Salvo en los algodones echo de menos una lana con colores limpios. Un saludo?
11.10.2015 - 14:19DROPS Design answered:
Hola Inés el Muskat es algodón 100 % y el Cotton Merino mitad algodón y mitad lana. Debido a la naturaleza del material no existen los colores limpios en esta lana. En Merino Extrafine si podrías encontrar algo parecido.
01.03.2016 kl. 10:55
Renate Sibbert wrote:
Ich möchte einen Patentmuster Pullover in der Gr. XL mit langen Ärmeln stricken. Wie hoch ist mein Garnbedarf.
14.09.2015 - 07:20DROPS Design answered:
Liebe Renate, am besten orientieren Sie sich an einem Modell der betreffenden Garngruppe aus unserer umfassenden Muster-Datenbank.
23.09.2015 kl. 07:13
Nachdem ich so "gemeckert" habe, muss ich mich jetzt bei Drops bzw bei "Der Strickerin " bedanken. Die 10 Knäuel Türkis wurden anstandslos ersetzt und die neue Wolle ist wieder in der bewährten Qualität. Toller Service !
30.06.2016 - 19:52