frá:
629kr
per 50 g
Innihald: 50% Ull, 50% Bómull
Garnflokkur:
B (20 - 22 lykkjur)
/ 8 ply / DK / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 110 metrar
Mælt með prjónastærð: 4 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 l x 28 umf
Meðhöndlun: Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Superwash: já
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku, bómull frá Tyrklandi
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 09.HBG.68250), Standard 100, Class I frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).
DROPS Cotton Merino er gert úr blöndu af extra fínu merino og löngum bómullartrefjum. Við höfum valið að kemba ekki merino ullina og bómullina saman, það upphefur eiginleika trefjanna betur sem og jafnframt náum við fram líflegri litum og áferð. Superwash meðhöndlað garn sem er milt fyrir húðina, DROPS Cotton Merino er frábær kostur fyrir ungbarna- og barnafatnað.
Garnið samanstendur úr mörgum þunnum þráðum sem spunnir eru saman, sem gerir þræðina bogalaga og teygjanlega, hentar sérstaklega vel fyrir kaðla, áferðamynstur og perluprjón. Þessi sérstaka samsetning krefst þess að það er líka mikilvægt að meðhöndla flíkina rétt: vertu viss um að vera með rétta prjónfestu - notaðu þéttari prjónfestu en lausari. Ekki þvo flíkina í of heitu vatni, láttu hana aldrei liggja í bleyti og láttu flíkina þorna flata.
Eins og allt merinogarnið okkar, þá er merinoullin frá frjálsum dýrum (free-range, mulesing free) frá Suður Ameríku.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Allt superwash meðhöndlaða merino garnið okkar á að þvo í þvottavél á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Að því sögðu, þá eru nokkur ráð til viðbótar sem er vert að hafa í huga þegar kemur að því að þvo þetta garn:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Jacotte Tricote wrote:
Bonjour , il est spécifié que ce fil coton-mérino est certifié Oeko-Tex standard 100 , alors pourquoi cela ne figure pas sur l'étiquette de la pelote ? Dans l'attente de votre retour , Nous sommes une entreprise de confections de tricots et nous accordons beaucoup d'importance à ce label pour le respect de la peau des bébés. Merci pour votre retour, Jacotte Tricote
08.02.2021 - 00:15DROPS Design answered:
Bonjour Jacotte Tricote, le numéro de certification de nos fils figure sous le nuancier, et pas sur les étiquettes des pelotes (en cas de modification, le numéro serait mis à jour sur notre site). Rendez-vous sur oeko-tex.com pour plus d'infos si besoin. Bon tricot!
08.02.2021 kl. 12:52
Brigitte Boß wrote:
Hallo ich brauche ein leichtes Garn Habe mir ein Oberteil gestrickt mit reiner Baumwolle ist viel zu schwer. Wie finde ich da das Richtige
02.02.2021 - 16:37DROPS Design answered:
Liebe Frau Boß, hier finden Sie alle unsere Garne, die Sie nach zusammensetzung filtern können. Gerne wird Ihnen auch Ihr DROPS Laden damit helfen, das richtige Garn zu finden (auch telefonisch oder per E-Mail). Viel Spaß beim stricken!
03.02.2021 kl. 09:48
Hilde Smenes wrote:
Strikket meg Cortina i cerise av dette garnet. Det rosa farger av på det hvite. Genseren ble vasket på 40 g finvask. Veldig synd når sånt skjer. Vet jeg har kjøpt garnet på nett, men finner d ikke igjen. Hadde tenkt å klage. Det har jo kostet både tid og penger. Ellers liker jeg godt å strikke av dette garnet
31.01.2021 - 09:32DROPS Design answered:
Hei Hilde. Det var veldig kjedelig å høre og utrolig leit når man vet hvor mye arbeid man legger ned i et strikketøy. Har ikke fått andre tilbakemeldiger på dette. Kan plagget ha blitt liggende i bløt i maskingen en kort tid? Selv om du har kjøpt garnet over nett, vil jeg anbefale deg å kontakte nett butikken du kjøpe garnet hos og da oppgi farge og partinr. mvh DROPS design
01.02.2021 kl. 08:06
Hilde Smenes wrote:
Dette garnet er veldig godt å strikke med synes jeg. Har strikket flere babyplagg sv dette. Strikka meg Cortinagenser i cerise. Vasket på 40 finvask. Rosa farget av på d hvite😢
31.01.2021 - 09:26
Manuela wrote:
Kann man diese wolle immer nachkaufen und wieviel bräuchte ich für gr.54 an Knäuel für pullover mit muster
15.01.2021 - 04:26DROPS Design answered:
Liebe Manuela, ja diese Wolle ist immer verfügbar, hier finden Sie die unterschiedlichen Modellen, die Sie mit DROPS Cotton Merino stricken können - je nach Schnitt und Maschenprobe wird die Garnmenge unterschiedlich sein. Hier finden Sie die Liste von den DROPS Händlern in Deutschland. Viel Spaß beim stricken!
15.01.2021 kl. 07:48
Diane Barley wrote:
Good morning, do you ship to New Zealand and if so can you please tell me your freight costs? And do you have a currency conversion option for New Zealand on your Website? Also are you experiencing delays in processing etc? Many thanks Diane
04.01.2021 - 21:14DROPS Design answered:
Dear Mrs Barley, please find the list of DROPS Stores shipping worldwide here. Happy knitting!
05.01.2021 kl. 14:05
MARTY wrote:
Je désire tricoter le modèle Summer's Waltz avec de la laine DROPS Merino Extra Fine couleur N° 24 Turquoise que je désire vous commander. Lorsque j'achète ou je me tricote un pull je sélectionne la taille 38/40 combien de pelotes dois-je acheter et quelle taille correspond le 38/40. Merci, Mme MARTY Christiane
04.01.2021 - 15:24DROPS Design answered:
Bonjour Mme Marty, les quantités sont toujours indiquées au poids dans l'en-tête du modèle, par ex pour ce modèle, il faut en taille S: 600 g DROPS Merino Extra Fine/50 g = 12 pelotes en S - en M: 650 g /50 g = 13 pelotes en M, etc... Vous trouverez ici comment choisir votre taille. Bon tricot!
05.01.2021 kl. 14:04
Karin Bak Østergaard wrote:
Kan Drops Cotton Merino ikke tørretumbles? Jeg forestiller mig, at tøjet ellers bliver stift efter vask?
03.01.2021 - 22:17DROPS Design answered:
Hei Karin. Ikke anbefalt iflg vaskeanvisningen. Men har du en liten strikkeprøve,kan du jo evnt teste ut. (ingen av min plagg er blitt stive etter kun vask). mvh DROPS design
11.01.2021 kl. 11:46
Ribault Martine wrote:
Bonjour, Je viens de terminer une couverture de naissance avec ce fil. Je souhaite la doubler avec un morceau de ouate et une doublure en tissu pour une meilleure tenue. Est-ce que vous me conseiller de laver la couverture pour faire ce qu'on appel un blocage afin de donner la dimension définitive à l'ouvrage ? Ou est-ce que ce n'est pas nécessaire et au final vous me conseillez de laver l'ensemble tricot + ouate + doublure tissu. Je vous remercie pour v/réponse. Cdlt Mme RIBAULT
21.12.2020 - 15:03DROPS Design answered:
Bonjour Mme Ribault, nous n'avons pas d'"expérience sur le doublage mais il peut être effectivement sage de la laver/bloquer d'abord avant d'ensuite de la doubler - n'hésitez pas à contacter votre magasin pour toute assistance complémentaire, il aura une expérience différente qui pourra probablement vous aider. Bon tricot!
21.12.2020 kl. 16:09
Ilona Kröger wrote:
Hallo, ich bekomme diese Woche die Drops Cotton Merino Uni Colour (Nr. 06) geliefert, um damit den Pulli Ylva (mit Zopfmuster) nach eurer Anleitung zu stricken. Jetzt habe ich mich aus mehreren Gründen nicht für die empfohlene Wolle Drops Air entschieden. Kann ich den Faden von Cotton Merino Uni Colour doppelt nehmen, weil diese Wolle ja etwas dünner ist (Kat. B). Würde mich über eine Antwort freuen und bedanke mich bereits im Voraus. Liebe Grüße Ilona
08.12.2020 - 13:51DROPS Design answered:
Liebe Frau Kröger, dieses Modell wird mit Air = Garngruppe C gestrickt, DROPS Cotton Merino gehört zur Garngruppe B und ist dafür keine Alternative - hier finden Sie Pullover für Kinder mit einem Garn von der Garngruppe B gestrickt/gehäkelt wird, damit können Sie Cotton Merino benuzten (Garnumrechner benutzen). Viel Spaß beim stricken!
09.12.2020 kl. 07:20
Lene Voicu wrote:
Jeg har strikket en trøje til min mand i Cotton Merino i lys grå. Efter kort tid og kun en vask er den bleget på øverste del af ryggen/skuldre af lyset, og der er stor farveforskel mellem ret og vrangsiden (opbevares ellers i et mørkt skab)Det er rigtig ærgerligt efter så stort et arbejde, at garnet ikke er mere lysægte. Kan man læse noget om lysægthed, når man vælger garn?
17.11.2020 - 12:26DROPS Design answered:
Hej Lene, det lyder mærkeligt... har den hængt til tørre ude eller med ryggen mod et vindue. Vi ved at både uld og bomuld bleges af sollys, så kan det være forklaringen?
18.11.2020 kl. 14:59
Anneli wrote:
Hei, voiko fotonin merinovilla ja baby merinoa yhdistää vauvan peittoon.Ostin vahingossa kahta eriä.
04.11.2020 - 18:02
Annew De Vries wrote:
Why not for men why only for woman?
31.10.2020 - 17:19DROPS Design answered:
Dear Mrs De Vries, feel free to use DROPS cotton merino for other patterns for men worked in any other yarn group B - use our yarn converter to get the new amount of yarn - and read more about alternatives here. Happy knitting!
02.11.2020 kl. 10:01
Carol Saba wrote:
I am finding that every color I want n the DROPS Cotton Merino is unavailable. When do you expect to have these colors replaced?
21.10.2020 - 22:41DROPS Design answered:
Dear Mrs Saba, if a colour is temporarily out of stock in our warehouse, you will see the estimated delivery week clicking on the foto - remember to contact your DROPS store to get more informations about their stock. Happy knitting!
22.10.2020 kl. 11:03
Chava Kahan wrote:
Hi, I was wondering if you ship to Israel? Thank you
20.10.2020 - 08:22DROPS Design answered:
Dear Mrs Kahan, please find the list of DROPS stores shipping worldwide here - do not hesitate to contact them by mail if you need more information. Happy knitting!
20.10.2020 kl. 11:20
Havasi Ágnes wrote:
Szükségem lenne Cotton Merino fonalra 27-es színkódú színben. Sehol nem találok, gyanítom, hogy már nem gyártják. Nincs valahol egy gombolyag belőle? Nem tudom a kisunokám kardigánját befejezni. Ha valakinek van, veszek belőle többet is. Köszönöm!!!!! Havasi Ágnes
12.10.2020 - 22:28
Annunziata Sannino wrote:
Buongiorno.Vorrei un consiglio su che tipo di filato x golf di misto lana non di spessore ,e quali ferri circolari acquistare scusate la mia ignoranza sono ai primi aprocci.
07.10.2020 - 11:51DROPS Design answered:
Buongiorno Annunziata. Il filato dipende molto anche dal modello che si vuole lavorare e la misura dei ferri dalla sua mano. Le suggeriamo di rivolgersi a un rivenditore Drops che saprà assisterla al meglio in questa fase iniziale. Buon lavoro!
07.10.2020 kl. 15:13
Mara wrote:
Buongiorno, vorrei realizzare una copertina per mio figlio che nascerà a febbraio...mi chiedevo se questo filato Cotton Merino sia sufficientemente caldo.
07.10.2020 - 10:30DROPS Design answered:
Buongiorno Mara, il filato Cotton Merino è adattassimo per i capi per bambini: deve tenere conto anche del clima del luogo in cui abita. Se preferisce un filato 100% lana, può optare per Baby Merino o Merino Extra Fine. In ogni caso può rivolgersi al rivenditore DROPS più vicino per "toccare con mano" i diversi filati. Buon lavoro!
08.10.2020 kl. 10:58
Paula wrote:
Bom dia, Gostaria de saber onde posso comprar este fio ( DROPS Cotton Merino) online ou em Lisboa Obrigada
01.10.2020 - 10:13DROPS Design answered:
Bom dia, Indicamos no link abaixo as lojas DROPS em Portugal onde pode comprar o fio Cotton Merino: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=28&cid=28 Obrigado
30.10.2020 kl. 10:45
Vanholsbeke wrote:
Bonjour, J'ai acheté la kid Silk coloris petrole et je voudrais l'associer à du coton merino ou Nord ou autre suivant votre conseil Pourriez vous m'indiquer quel est le fil dont la couleur se rapproche le plus du col pétrole de la kid Silk ? Je vous remercie vraiment beaucoup pour votre aide , votre recherche et votre rapidité à me répondre . Pourriez vous m'indiquer aussi où je peux lire votre réponse ... Bien cordialement , C Vanholsbeke
29.09.2020 - 10:45DROPS Design answered:
Bonjour Mme Vanholsbeke, merci de bien vouloir contacter votre magasin DROPS, même par mail ou téléphone, ce sera bien plus aisé pour vous de vous aider à choisir les bonnes couleurs. Bon tricot!
30.09.2020 kl. 08:38
Macarena Allende wrote:
Hola! Que distribuidor entrega en Miami? Donde puedo comprar online?
25.09.2020 - 02:22DROPS Design answered:
Hola Macarena, puedes consultar las tiendas con envío internacional en el siguiente enlace: https://www.garnstudio.com/findastore.php?s=w&cid=23
15.11.2020 kl. 19:11
J Pelissier wrote:
Cotton merino is my favorite yarn. I do not wear wool, my climate is too warm. Wool itches me unless it is merino, but then it doesn't wear well because it is so delicate. The cotton merino has spring of merino combined with strength of cotton, perfect! And it's not too warm. Will you make this yarn in a heavier weight, perhaps Aran or bulky? I want a bulky sweater or blanket made of this without having to hold multiple strands together. Please consider adding it to your line. Thank you!
23.09.2020 - 19:17
Betty Boivin wrote:
How much in canadian funds?
23.09.2020 - 15:57DROPS Design answered:
Dear Mrs Boivin, you will find list of DROPS stores in/shipping to Canada here - do not hesitate to contact them directly for any further individual assistance. Happy knitting!
24.09.2020 kl. 10:14
Manuela wrote:
Ciao, dovrei fare una copertina per un maschietto, 80x100 a righe ondulate punto alto, vorrei fare una gradazione di 5 colori dal panna al blu scuro della merinos-cotone, mi date un consiglio sulle tonalità e quantità? Grazie infinite
12.09.2020 - 10:35DROPS Design answered:
Buongiorno Manuela. Per un aiuto così personalizzato, può contattare il suo rivenditore Drops di fiducia che saprà consigliarla al meglio. Buon lavoro!
14.09.2020 kl. 15:52
Bonjour, Est il possible d'avoir le numéro de label oeko-tex svp ? Nous n'arrivons pas à le vérifier sur oeko-tex.com. Nous voulons simplement la validation pour être certaines et l'écrire sur le site ! Merci !
11.02.2021 - 18:52