frá:
973kr
per 100 g
Innihald: 65% Ull, 35% Alpakka
Garnflokkur:
E (9 - 11 lykkjur)
/ 14 ply / super bulky
Þyngd/lengd: 100 g = ca. 90 metrar
Mælt með prjónastærð: 9 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 10 l x 14 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: Peru
Uppruni hráefnis: Alpakka og ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 23.HPE.36896), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Andes er spunnið úr 2 þráðum í hefðbundinni samsetningu af 65% ull og 35% ofur fínni alpakka, sem gefur garninu silkimjúkt yfirborð (frá alpakka trefjunum) og góðan stöðuleika í formi (frá ullinni). Náttúrulegar trefjar þess eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Þetta undirstrikar náttúrulega eiginleika trefjanna á meðan það veitir einnig betri lögun og áferðargæði.
Garnið hentar vel fyrir grófa prjóna og heklunálar, tilvalið til þæfingar. DROPS Andes er fullkomið fyrir vetrarflíkur, fylgihluti og heimilismuni.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 9.00 mm
Fyrir: 10 l x 14 umf
Eftir: 13 l x 26 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Barbara wrote:
Hei! Jeg laget meg jakke av Andenes garn. Etter vask har den strekt seg veldig! Jakka er nesten 20 cm lengre, selv om jeg forsøkte å forme den så liten som mulig under tørking. Hva kan dere anbefale å gjøre nå? Hilsen Barbara
02.04.2017 - 08:58DROPS Design answered:
Hej Barbara, Det kan være værre at vaske i hånden da man let kommer til at trække den længere når den er våd og tung. Du kan prøve at vaske den separat på uldprogram 30 grader og centrifugere og som du siger lade den ligge og tørre i de rigtige mål - MEN du skal være sikker på at dit uldprogram på vaskemaskinen fungerer som det skal. Held og lykke!
12.05.2017 kl. 14:04
Melanie wrote:
Please could you confirm correct meterage of drops andes as you have it listed as 96m per 100g but wool warehouse tell me it has changed to 75m per 190g. Thank you.
22.10.2016 - 08:55DROPS Design answered:
Hi Melanie. The yarn has been adapted from 96 to 90 m. Not 75 - we will correct the page asap
24.10.2016 kl. 10:53
Izzy wrote:
Hi Team, Please could you provide a bit more information on how your wool is sourced, for example, is it fair-trade and / or ethically sourced? I am in the process of setting up a small crafts business and would love to continue using Drops wool. I find that people like to know what the story is behind the wool! Thanks
05.09.2016 - 23:46
Izzy wrote:
Hi Team, Please could you provide a bit more information on how your wool is sourced, for example, is it fair-trade and / or ethically sourced? I am in the process of setting up a small crafts business and would love to continue using Drops wool. I find that people like to know what the story is behind the wool! Thanks
21.08.2016 - 21:29
Steph Saward wrote:
Just received my first order of Andes in the natural off white. Have skeined it as I bought it for a dyeing project and it seems a lot shorter than the 96m on the ball band - closer to 79m. The weight is still 100g. Is the ball band a mistype?
17.11.2015 - 16:20DROPS Design answered:
Dear Mrs Saward, please contact your DROPS store giving them all relevant informations, they'll forward us. Thank you.
19.11.2015 kl. 13:21
M.B. wrote:
Hallo, kann ich die Farbe 4301 blaulila mit der Vienna Fb. dunkellila vergleichen? Danke für eure Info. Gruß M.B.
06.11.2015 - 12:43DROPS Design answered:
Hallo, die (nicht mehr erhältliche) Farbe von Vienna war dunkler.
25.11.2015 kl. 07:28Colleen Frost wrote:
What is delivery time to Canada and the postage on 12 balls of drop andes
13.10.2015 - 04:43DROPS Design answered:
Dear Mrs Frost, please contact your DROPS store for any furhter informations about postage. Happy knitting!
13.10.2015 kl. 10:04
Anna-Karin wrote:
Stickar en tröja i Drop Andes och ser redan nu att garnet fäller ganska mycket. Hur kan jag behandla det färdiga plagget för att minska detta?
05.07.2015 - 10:39DROPS Design answered:
Hej, om et garn indeholder overskudsfarve, så kan overskudsfarven skylles ud af det færdige arbejde. Skyl til skyllevandet er helt klart, tryk vandet ud og lad tøjet ligge og tørre.
29.07.2015 kl. 15:29
Chrystal wrote:
I used the Turquoise Andes to crochet myself a biker jacket (no pattern). It was a dream to work with and the jacket was so warm and cozy even in the snowstorms we had.
12.05.2015 - 17:51
EUSEBE wrote:
Bonjour mes petites filles ont tendances à trouver que la laine gratte et du fait que ce soit des laines naturelles je me pose la question si elles sont bien supportées ? merci de votre réponse
09.02.2015 - 12:11DROPS Design answered:
Bonjour Mme Eusèbe, la sensibilité de chacun est différente, pour toute aide et conseil, votre magasin DROPS pourra vous aider, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
09.02.2015 kl. 16:44
Anna wrote:
Hello again:) I don't know if your comment helped or it's a Christmas miracle, but they respond!! I'll have by next week and they very sorry for delay)))so happy:) Thank you so much!! And Merry Christmas:)
04.12.2014 - 19:45
Anna wrote:
*Continue from previous comment* And it feels like I won't have time to make it by New Year. They charged me already full price for my order and I'm not sure I can cancel that. But in this exact situation when they still didn't ship and don't respond I would like to order from somewhere else. What should I do in this situation?
03.12.2014 - 21:00
Anna wrote:
Hello:) I'm from New York and I ordered DROPS Andes in Light Grey 13 balls about a week ago, it was November 25. Nordic Mart, which is in California, didn't even ship my order. I'm trying to contact with them but they don't respond. I wanted to knit a sweater for my husband by New Year.
03.12.2014 - 20:59DROPS Design answered:
Dear Anna. We are sorry to hear that. Maybe you can try to contact them via their Facebook page? Merry Christmas
04.12.2014 kl. 11:12Elle wrote:
Hi, I was wondering if "alpaca party" is valid for online orders only or also at local retailers, since my local retailer didn't apply any discount on my Andes yarn. (my local retailer is Mister Lino, Parma, Italy) Thank you
24.11.2014 - 01:29DROPS Design answered:
Hi Elle, he should absolutely apply the discount! He has been contacted by us and for the moment cancelled from our retailer list for Italian DROPS Stores. All DROPS retailers MUST apply the discount during our discount activities!
25.11.2014 kl. 11:44
Angela wrote:
Hi. I am wondering how this yarn works well for blankets? Is it recommended or should I choose another?
18.11.2014 - 00:36DROPS Design answered:
Dear Angela, you can see a blanket knitted in Andes - for any individual assistance please contact your DROPS store, they will give you requested tips & advices. Happy knitting!
18.11.2014 kl. 09:40
Raquel wrote:
Me encanta esta lana! La he utilizado para tejer un gorro y un cuello para mi ahijada de 5 años! Es fantástica :)
03.10.2014 - 09:09
LG wrote:
Wat jammer dat er niet gereageerd wordt op de commentaren/vragen van onze oosterburen mbt het sterke pluizen van deze wol. Ik wilde nog even gebruikmaken van de kortingen en 10-20 bollen Andes bestellen, maar ik twijfel nu toch wel heel erg.
29.05.2014 - 23:10Jessyca wrote:
En Peru, donde puedo encontrar esta lana?
21.05.2014 - 21:37
Grethe wrote:
Habe meiner Tochter eine Jacke zum Geburtstag, mit Zopfmuster gestrickt. Die Wolle lässt sich sehr gut verarbeiten und die Jacke sieht wunderschön aus. Leider flust sie sehr stark- wie auch die Vorgängerinnen geschrieben haben- und mir tut es nun wirklich leid, sie verschenkt zu haben. Habt ihr einen Tipp, damit das Flusen aufhört. Danke im Voraus für die Antwort.
24.01.2014 - 17:29
ORIGAS wrote:
Juste un renseignement. il est écrit " feutrage possible". Quel sens cela a -t-il? 1- il est possible de feutrer la laine pour la tricoter dans ce style? ou 2 au lavage, le pull peut feutrer et rétrécir? Merci. YO
18.12.2013 - 18:22DROPS Design answered:
Bonjour Mme Origas, "Feutrage possible" indique que Andes peut être utilisée pour des ouvrages à feutrer (volontairement tricotés plus grands pour être ensuite feutrés en machine - cf rubrique "feutrage" du site). Pour que votre pull ne rétrécisse pas, respectez bien les consignes de l'étiquette et du site. Bon tricot!
19.12.2013 kl. 14:03
Ghislaine Coutu wrote:
J'aime beaucoup cette laine mais c'est difficile de trouver toutes les couleurs au Québec. Où peut-on se procurer les livres de patrons?
24.11.2013 - 18:04DROPS Design answered:
Bonjour Mme Coutu, vous trouverez ici les possibilités d'achats de nos produits, laines & catalogues au Canada. Bon tricot!
14.10.2014 kl. 13:39
Arnaud wrote:
Enchantee par cette laine ,je la trouve en plus economique !
08.11.2013 - 11:58
Virginie wrote:
Bonjour, j'aime beaucoup cette laine, elle est doice et facile à crocheter. J'aimerais confectionner un doudou au crochet pour un enfant, mais j'aimerais savoir si les teintures uilisées étaient sans risques (métaux lourd par exemple) ainsi que les produits utilisés pour les fixer. Y a-t-il une certification attribué à cette laine comme oekotex par exemple ? D'avance merci de votre réponse.
20.10.2013 - 14:17
MS Fleytoux wrote:
Combien dois-je commander de pelottes ANDES pour réaliser un jeté de lit au point de riz de 160 x 120 ? Merci de votre réponse.
10.10.2013 - 15:51Drops Design answered:
Bonjour Mme Fleytoux, sur la base de la couverture b16-9, comptez approx. 28 pelotes. N'hésitez pas à demander conseil à votre magasin DROPS qui pourra vous renseigner. Bon tricot!
11.10.2013 kl. 09:58
Sorry my previous message should have read 75m per 100g
22.10.2016 - 08:57