frá:
944kr
per 25 g
Innihald: 75% Mohair, 25% Silki
Garnflokkur:
A (23 - 26 lykkjur)
/ 2 ply / lace
Þyngd/lengd: 25 g = ca. 210 metrar
Mælt með prjónastærð: 3,5 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 23 l x 30 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Mohair frá Suður Afríku, silki frá Kína
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 24CX00064), Standard 100, Class II frá CENTRO TESSILE COTONIERO E. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
Lúxus garn, létt burstað úr einstakri blöndu af 75 % mohair super kid og 25% mulberry silki.
DROPS Kid-Silk er fislétt og gefur flíkum fágað yfirbragð, hvort sem það er notað eitt og sér eða sameinað með öðru garni.
Fullkomið fyrir smærri flíkur eins og sjöl, hálsskjól eða toppa. DROPS Kid-Silk fáanlegt í breiðri litapalettu og er vinsælasta garnið okkar í garnsamsetningum!
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Charton wrote:
Bonjour, on peut utiliser ce fil pour faire du tissage ? merci bien cdlt
25.02.2013 - 18:44ANNA wrote:
Kid Silk jest znakomitą bardzo wydajną wełną,ciepła i lekka jak piórko.Zrobiłam z niej sweter " Różany Ogród" - oversise, który waży ok. 13 dkg - zdjęcia na mojej stronie. Na szyjogrzej "Brigitte" apfelguen nr 18 zużyłam ok. 1 motka. Używałam drutów NR 3,5. Ta wełna świetnie się blokuje.
17.02.2013 - 16:13
Rose wrote:
Laine magnifique, très facile à tricoter et d'un rendu superbe
14.02.2013 - 14:00
Autran wrote:
Je désire 4 pelotes de laine écrue , qualité kid-silk et une pelote blanche érue éalement en cottonviscose uni colour
10.02.2013 - 15:29Drops Design answered:
Bonjour Madame Austran, pour toute commande, cliquez sur les liens ci-dessous : Trouver une offre/Commander sous l'onglet correspondant à votre pays, ou ci-dessus Détaillants/votre pays. Bon Tricot !
11.02.2013 kl. 08:55
E. Kwerreveld wrote:
'k Heb al een kanten omslagdoek en een lange rok gebreid met dit geweldig mooie garen. Het volgende project wordt een getailleerd overslag-vest. Ook erg leuk om kleine kraaltjes mee te breien voor een extra feestelijk en lux effect.
13.01.2013 - 11:27
DROPS Design NL wrote:
Ja, dat zou goed kunnen. Maar brei altijd eerst een proeflapje en controleer de stekenverhouding.
09.01.2013 - 14:45
Carolien wrote:
Hoi kan je kid silk ook met merino wol samen breien
09.01.2013 - 12:57
Elise wrote:
Hei! På det ene bildet er det ett blått nøste som ligger øverst. Hvilket nummer har denne blåfargen? Det er vanskelig å se på fargekartet forskjellen på de to gråblå fargene.
26.10.2012 - 15:20
Christine wrote:
Bonjour, Merci de me dire s'il est possible d'utiliser ce fil au un crochet ? Si oui avec quel numéro ? Bravo encore et encore pour votre site, je l'adooore !
10.10.2012 - 10:52DROPS Design answered:
Bonjour Christine, DROPS Kid-Silk peut être également crocheté, cf le châle n°125-3 - crochet 3.5 ou la taille requise pour obtenir l'échantillon. Bon crochet !
10.10.2012 kl. 11:38Alejandra wrote:
Perdon este estambre es muy delgadito verdad se puede tejer con aguja recta?
25.06.2012 - 00:33
Solvår wrote:
Jeg bestilte KID Silk i november, farge 22, har enda ikke kommet, ser lev.tid nå er uke 8, det er ikke bra med så lange leveringstider.
27.02.2012 - 18:30
Birgit wrote:
Wunderschöne Qualität und Farbe
25.02.2012 - 17:09
DROPS Design NL wrote:
Hoi Else. Nee, het patroon zou niet scheef moeten lopen, maar gebruik een rondbreinaald met een passende lengte (niet te lang) en markeerders in de zijkanten. Veel breiplezier.
25.10.2011 - 11:25
Else wrote:
Ik wil van Kid-Silk een jurk breien. Mijn vraag is: kan ik dat op een rondbreinaald doen of gaat het patroon dan scheef lopen? Alvast bedankt.
24.10.2011 - 14:12
Alice wrote:
Bonjour, j'aurais souhaité savoir si le coloris "perle" est un blanc irisé gris ou si il est gris dans la nuance principale. Cordialement.
29.05.2011 - 18:23Drops Design France answered:
Bonjour Alice, le gris perle est un gris clair. Certains distributeurs français proposent des échantillons de fils, n'hésitez pas à les contacter (voir liste sur le site). Merci.
31.05.2011 kl. 08:43
Geneviève wrote:
Kid silk est un fil exceptionnel, mélangé avec drops Alpaca, il donne des pulls et même des robes légers, ultra doux et ultra doux. Le mélange des couleurs d'un même ton est très beau et je l'aime tellement que je ne voudrais plus n'avoir que des pulls de ce mélange. Il faut vraiment essayer!!! Merci Drops.
28.02.2011 - 09:43
Kirsten wrote:
Beautiful yarn! just one ball makes a lovely fine scarf
28.12.2010 - 12:12
Stefanie wrote:
Ein sehr feines, wundervoll weiches Garn. Fühlt sich absolut himmlisch an und wärmt sehr schön
28.10.2010 - 08:55
Michaela wrote:
Wunderschönes Garn! Durch das Kid-Mohair scheint im Hintergrund die Seide durch. Sehr ergiebig.
21.07.2010 - 10:41
Karin wrote:
Fint garn, men tyvärr skarvat flera gånger på ett nystan.
20.04.2008 - 18:57
Manuela wrote:
Ciao a tutti, lana favolosa, ho fatto un bolerino per la mia nipotina ed è venuto bellissimo e soffice come una "nuvola".
10.03.2013 - 14:39