frá:
846kr
per 50 g
Innihald: 100% Ull
Garnflokkur:
B (20 - 22 lykkjur)
/ 8 ply / DK / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 105 metrar
Mælt með prjónastærð: 4 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 l x 28 umf
Meðhöndlun: Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Superwash: já
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 25.3.0110), Standard 100, Class I frá INNOVATEXT TEXTILE ENGINEERING AND TESTING, HUNGARY. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).
Garn úr 100% extra fínum merino ullartrefjum, DROPS Merino Extra Fine er hlýtt og ofur mjúkt garn, sem er mjúkt viðkomu við húð og því tilvalið í ungbarna og barna föt.
Spunnið úr mörgum fínum þráðum, sem gefur fallegt yfirborð, jafnar lykkjur og er mjög góður kostur fyrir flíkur með áferðamynstri eins og flíkur með köðlum og útsaumi. Flíkur úr þessu garni eru mjög þægilegar, hafa aukinn teygjanleika og frábær yfirborðsgæði.
Þessi uppbygging á garninu gerir að það er mjög mikilvægt að hafa rétta prjónfestu í verkefninu þínu, aðeins þéttari en lausari.
DROPS Merino Extra Fine garn er superwash meðhöndlað til að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar; en við þvott á flíkinni þá verður þú að fara varlega og fylgja nákvæmum leiðbeiningum. Þetta garn er spunnið úr trefjum frá free-range, mulesing free dýrum frá Suður Ameríku, DROPS Merino Extra Fine er Oeko-Tex Standard 100 gæðavottað.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Allt superwash meðhöndlaða merino garnið okkar á að þvo í þvottavél á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Að því sögðu, þá eru nokkur ráð til viðbótar sem er vert að hafa í huga þegar kemur að því að þvo þetta garn:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Armony wrote:
Cette laine est une merveille à tricoter, à porter et à entretenir. Un régal de douceur ! Dommage que la gamme de coloris ne soit pas plus étendue.........
27.09.2013 - 17:44
Kathleen wrote:
A really lovely yarn that knits up well and wears like iron! I use it for the grandchildren's sweaters and am never disappointed.
17.09.2013 - 19:11
Charlotte wrote:
Hvordan skal det vaskes for IKKE at vokse i vask. Når jeg følger anvisningen vokser det en-to str.
10.09.2013 - 10:30
Charlotte wrote:
Hvordan skal det vaskes for IKKE at vokse i vask. Når jeg følger anvisningen vokser det en-to str.
10.09.2013 - 10:30
Juana Garcia Jacinto wrote:
Gracias por compatir sus ideas y patrones,todolo que he hecho me ha quedado recioso,
07.09.2013 - 23:08
Berit Selvik Hauge wrote:
Jeg er på jakt etter helt hvitt garn av denne typen. Er det mulig å få tak i? Den jeg har (nr. 01) er mer off-hvit.
30.07.2013 - 14:45
Aubert wrote:
Que donne à l'usage la laine mérino extra fine.Est-ce qu'elle se déforme vraiment ?
16.07.2013 - 16:41Drops Design answered:
Bonjour Mme Aubert, n'hésitez pas à commencer par tricoter un échantillon, puis à le laver et à vérifier votre tension. Pensez à toujours bien faire sécher votre ouvrage à plat, aux mesures finales du schéma. Et, naturellement, suivez les instructions de lavage indiquées sur la pelote. Bon tricot !
16.07.2013 kl. 17:45
Monnier wrote:
Bonjour Cette laine est très agréable à tricoter et le rendu est magnifique, cependant j'ai tricoté un pull en jersey qui s'est énormément détendu . J'ai dû le re tricoter 2 tailles au-dessous
15.07.2013 - 09:11
DROPS Design NL wrote:
Héél belangrijk bij het breien met de Merino: de stekenverhouding van het patroon moet aangehouden worden. Ik heb vaker meegemaakt dat een verkeerde stekenverhouding het werk na het wassen gaat lubberen en rekken. Verder kan het komen als het werk te lang in water heeft gelegen - koud of warm - het mag niet te lang liggen in het water.
19.04.2013 - 11:55
Netty wrote:
Hier onder een vraag/klacht van een klant Ik heb voor de eerste keer mijn zelf gebreide trui van Merino extra fine wol gewassen op een wolwas programma zo koud mogelijk en zonder wasverzachter (en liggend gedroogd). En helaas nu is de trui helemaal uitgerekt. Weet u wat er fout is gegaan, u heeft vast ervaring met deze wol? Dit komt niet meer goed denk ik door heter te wassen? Weet u ook of dit vaker voor komt, ik heb dit nog nooit mee gemaakt
19.04.2013 - 10:24
Vigdis Stølan wrote:
Er det mulig å få flere farger i dette fantastiske garnet. Gjerne samme fargespekter som Karisma. Kvaliteten er så fin for oss som reagerer på annen ull.
18.04.2013 - 12:16
Ana wrote:
Hice un patrón con la lana Drops Merino Extra Fine y quedó fenomenal. Después de usarlo y proceder a lavarlo según las instrucciones de lavado, ha estirado un montón.
10.04.2013 - 21:26
Mariann Li wrote:
Hei lurte på om dere har drops merino extra fine, farge-nr 16, parti-nr 66231, mangler 3 stk garn-nøster av akkurat dette partiet :-)
16.01.2013 - 19:44
Renate wrote:
Nachtrag: Die Maschenprobe war ok, in der Anleitung (Modell 18-16)war Nadel 4,5 angegeben. ich habe mit 4 gestrickt, obwohl ich recht fest stricke.
14.01.2013 - 13:57
Renate wrote:
Auch ich habe das Garn gern verstrickt, das fertige Stück sah super aus. Dann nach Waschen (40°, Wollwaschgang, wenig Wollwaschmittel)) ist es doppelt so groß, total ausgeleiert. Bin sehr traurig...vom Geld mal ganz abgesehen. Was passiert mit den 2 Schals aus Merino, wenn ich die demnächst waschen werde??
14.01.2013 - 13:24
Drops Design wrote:
Jo fv 07 kommer på lager igen. Forventet leveringstid bliver lagt ud så snart vi får en bekræftelse!
02.01.2013 - 09:46
Annie wrote:
Hej Har i ikke merino extra fine 07 lysebrun mere????
02.01.2013 - 09:39
Jane wrote:
Ich finde das Garne sehr angenehm weich und sehr gut verstrickbar. Ich habe mir gerade einen tollen Pulli gestrickt. Das Ergebnis sah vor dem Waschen sehr gut aus, aber nach dem Waschen war der Pulli 2 Nr. größer (trotz genauer Pflegeeinhaltung)Fazit ich kann Ihn nicht mehr tragen. Die Materialkosten waren sehr hoch. Darf eigentlich nicht passieren. Da ich sehr kratzempfindlich bin, kann ich auch nicht auf normale Schurwolle ausweichen. Schade
19.12.2012 - 14:19Garnstudio Deutschland answered:
Es ist sehr wichtig, dass Sie den Hinweis beachten, das Garn nicht locker zu verstricken, da es sich sonst ausdehnt.
20.12.2012 kl. 12:24
Nila78 wrote:
Hei Elsker dette garnet! Kunne svaert gjerne tenke meg en farge i fersken-oransj, eller noe i den dur...
29.11.2012 - 22:07
Sophie wrote:
Très belle laine toute douce et agréable à tricoter. Rendu superbe. Par contre, le coloris "vert gris clair" ne correspond pas à la photo : il est bleu ciel !!!
27.11.2012 - 08:15
Nadine wrote:
Laine très belle, bien douce et glissant à merveille sur les aiguilles, qualité irréprochable !
24.11.2012 - 08:45
Nila78 wrote:
Haaper at fargen lys lilla nr 22 snart kommer hos grossist igjen!!!!! Er bare helt nydelig.
04.11.2012 - 22:04
Eva wrote:
Purple? May i say that i find the picture for Color21 (purple) misleading. It looks like a classic pretty purple on the picture, but when seeing it in real life, it's closer to color 20 with a tiny tiny hint of red. - i personally wouldn't call this bluish-purple since there's almost no red in it.
25.09.2012 - 19:17
Sylvia wrote:
Sehr schönes, weiches Garn. Ergibt ein gleichmäßiges Maschenbild. Hat zwar ab und an Anhaftungen von andersfarbigen Flusen, die sich aber leicht wegzupfen lassen. Bloß: Die Maschenprobe erreiche ich nicht mit Nd. 3,5-4 sondern beim lockeren Stricken mit Nd. 4,5 ;)
13.07.2012 - 14:58
Jeg elsker dette garnet, og strikker ikke med annet garn når jeg skal ha denne garntykkelsen, men som mange andre så etterlyser jeg flere farger!!! Det er kommet så mange fine farger i babymerino. Skulle kjøpe meg nytt garn til nye ullklær til datteren min, men jeg er så lei av de fargene som er nå, at det ble ikke til at jeg kjøpte noe alikevel... Så det er på tide med nye farger!!!!
09.10.2013 - 11:44