frá:
365kr
per 50 g
Innihald: 100% Ull
Garnflokkur:
E (9 - 11 lykkjur)
/ 14 ply / super bulky
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 50 metrar
Mælt með prjónastærð: 9 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 10 l x 14 umf
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 25.3.0099), Standard 100, Class I frá INNOVATEXT TEXTILE ENGINEERING AND TESTING, HUNGARY. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).
*DROPS Snow er nýja nafnið fyrir DROPS Eskimo.
DROPS Snow er mjúkt, þykkt og auðvelt að nota 1-þráða garn spunnið úr 100% hreinni ull sem hentar vel í hlýjar og þægilegar flíkur, tilvalið til þæfingar. Ullar trefjarnar í þessu garni eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum fyrir litun. Með þessu er haldið utan um gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem þetta gefur betri lögun og áferð.
Mjög vinsælt vetrar garn, DROPS Snow er fáanlegt í 2 mismunandi litaflokkum: Einlitt garn (uni colour), úrval sígildra lita og blandað (mix), þar sem mismundandi litir ullarinnar eru kembdir saman fyrir spuna til þess að fá blandaða litasamsetningu.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 9.00 mm
Fyrir: 10 l x 14 umf
Eftir: 13 l x 24 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Samantha Steele wrote:
What is the weight of the yarn? I live in SA and can't find this exact yarn but would like to follow a DROPS pattern. Thanks
10.12.2013 - 11:21
Hotellier Christine wrote:
Bonjour, je voudrais savoir pourquoi il n'y a pas de modèles de pull en Eskimo mix ou print ? Est-ce trop chargé? Merci pour votre réponse,Christine
28.11.2013 - 14:14
Lilla My wrote:
Bonjour, Sur une dizaine de pelotes, j'ai eu rien moins que 5 noeuds... Je trouve cela très dommage pour une laine sinon très agréable à tricoter.
27.11.2013 - 10:20
Olga Pereiras Balao wrote:
Buenas tardes, ¿cuando estará disponible "Eskimo Degradé"? Gracias.
18.11.2013 - 12:54
Tanja wrote:
Tipp Knäulwechsel: auch hier kann man das Ende des alten Knäuls und den Anfang des neuen Knäuls ca 10cm aufdrehen, ineinander verdrehen und verfilzen. (wie bei der Polariswolle auch). Dann hat man trotz der nur 50g Knäule kaum Fäden zu vernähen.
01.11.2013 - 23:31
Kris Beicher wrote:
Hvis jeg vil bruge to tråde Eskimo som erstatning for Polaris hvordan omregner jeg forbrug (jeg har kig på en vest der skal bruge 1000g Polaris, hvor meget Eskimo skal jeg bruge)?
01.11.2013 - 15:54
Garnstudio Deutschland wrote:
Liebe Sarah, Eskimo filzt nur, wenn es in der Maschine bei 40° gewaschen wird. Sie können Ihr Kleidungsstück problemlos von Hand mit 30° waschen (weitere Hinweise siehe unter "Pflege").
23.10.2013 - 09:36
Sabine wrote:
Hallo, ein Hinweis an andere Anfänger: ich bin mit dieser Wolle nicht so zufrieden - das liegt einfach nur daran dass ich Anfängerin bin und manchmal wieder auftrennen muss. Das verzeiht diese Wolle nicht, sie "splisst" dann sehr schnell.
18.10.2013 - 15:08
BICHEREL wrote:
Je viens de recevoir le coloris fagot dans la gamme drops eskimo et je suis très déçue car le coloris ne correspond pas du tout à celui montré sur le site. De plus, il faut débourser les frais de port pour recevoir, pour renvoyer, et pour recevoir l'échange, ce qui revient très cher, je n'acheterai donc plus chez Luce Laine Tricot, aucun geste commercial. Cordialement
17.10.2013 - 21:28
Sarah wrote:
Kann man Pullover, die damit gestrickt sind, auch normal waschen? Ich habe angst, dass er sich dann verfilzt.
17.10.2013 - 18:24
S. wrote:
Liebes Drops-Team, ist in dieser Garngruppe (E) auch eine Qualität wie die Big Merino geplant? Das wäre soooo toll :D ♥ LG
22.09.2013 - 18:03
Lena wrote:
Har full förståelse för att färger kan skilja sig lite mellan dataskärm och verklighet, speciellt vid "print-färger", men det finns faktiskt ingen acceptabel förklaring till ert foto på Eskimo Print 28 "Brasved", som på bild går i brunt med ljusa nyanser och i verkligheten är mörkgrön. Vore jättetacksam om ni uppdaterade fotot mot ett mer överensstämmande med verkligheten. Är dessutom "brasved" ett särskilt bra namn på en grön färg?
10.09.2013 - 23:05
DROPS Design NL wrote:
Hoi Marga. Je kan hiervoor het beste contact opnemen met je verkooppunt. Zij kunnen je goed adviseren in het kiezen van de juiste hoeveelheid.
05.09.2013 - 12:24
Marga wrote:
Ik wil dit vest breien in maat L. Maar ik ben lang, ik wil het vest wat langer breien. De mouwen van het patroon zijn 57 cm, bij mijn zullen ze 66 cm moeten worden. Zou de hoeveelheid wol van maat XL genoeg zijn?
04.09.2013 - 19:19
DROPS Nederland wrote:
Hoi mevrouw. Alle kleuren zijn verkrijgbaar en staan op het kleurenkaart. 39, 47, 48, 41 en 21 staan onder Eskimo Mix en de 54 staat onder Eskimo Uni Colour.
22.08.2013 - 11:27
Neuckens wrote:
Ik heb in het tijdschrift Accessoires van anna een handtas gezien gebreid in de kwaliteit Eskimo.De kleuren 39m-47m-48m-21m-54m en 41m kan ik niet terug vinden.Het is nochtans een nieuw tijdschrift van verleden week.Kan dit kloppen? grtjs Marina
08.08.2013 - 15:18
Devon wrote:
What is the weight of the yarn?
02.08.2013 - 23:02
Laetiitia wrote:
Jolie laine agréable à tricoter. Par contre, sur 6 pelotes (écru) tricotées, toutes comportaient de nombreux poils noirs, des cosses de grains noirs et des bouts de paille filés dans la laine. J'ai beaucoup abimé le fil en essayant de les enlever.
07.07.2013 - 18:45Drops Design answered:
Bonjour Laetitia et merci. Lorsque vous pensez que votre laine a un défaut, contactez immédiatement votre magasin, il reprendra contact avec nous quand nécessaire. Bon tricot !
08.07.2013 kl. 09:07
Mille wrote:
Dette garn er SÅ ærgerligt at strikke med! Det ser umiddelbart fint ud, men efter kort tids brug, er tøjet så fnulret, at man ikke vil være bekendt at vise sig i det. Det har jeg desværre prøvet flere gange nu. Spild af arbejde!
22.04.2013 - 19:21
Garnstudio Deutschland wrote:
Wir nehmen Ihre Kommentare gerne als Anregungen auf, vielen Dank dafür!
13.04.2013 - 18:09
C. wrote:
Liebes DROPS-Team, ist in dieser Garngruppe auch eine Qualität wie die Big Delight geplant? LG
13.04.2013 - 11:16
Caroline wrote:
Hallo liebes Drops-Team, das Garn verstrickt sich sehr einfach und fühlt sich griffig und angenehm an. Jedoch wundere ich mich, warum ein Garn in dieser Stärke nicht als 100-Gramm-Knäuel angeboten wird. Denn bei 900 Gramm Materialbedarf für eine Jacke sind es unendlich viele Fäden, die vernäht werden müssen!
14.03.2013 - 11:06
Claudia wrote:
Liebes Drops-Team! Gedenkt Ihr, diese Garnqualität auch in knalligen Neonfarben anzubieten? Das wäre suuuuper! :D
11.03.2013 - 10:03Kitty wrote:
How many yards in Eskimo yarn
13.02.2013 - 13:43Drops answered:
Hi Kitty If you would be on the US page, it lists yards at the top. Maybe you are on the UK page? Eskimo has 55 yds per skein. US page: garnstudio.com/lang/us/yarn.php?id=8
13.02.2013 kl. 18:26
Ah wat jammer, deze wol kriebelt op de huid. Is niet zacht zoals in de beschrijving staat. Welk dikker garen met wolpercentage raden jullie aan voor gevoelige huid?
04.01.2014 - 16:37