Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum stjörnumynstur fram og til baka. Byrjað er með oddatölu fjölda loftlykkja. Minnst 7 loftlykkjur fyrir 1 stjörnu, 9 loftlykkjur eru fyrir 2 stjörnur, 11 loftlykkjur eru fyrir 3 stjörnur o.s. frv. Í sýnishorninu okkar heklum við 13 loftlykkjur fyrir 4 stjörnur.
UMFERÐ 1 (ranga): Takið upp 5 loftlykkjur með byrjun í 2. loftlykkju frá heklunálinni = 6 loftlykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju sem myndar gat yfir þessar 6 lykkjur, * takið upp 1 lykkju í gatinu, 1 lykkju í hlið af þeirri síðustu af 6 lykkjunum, 1 lykkja í sömu loftlykkju eins og sú síðasta af 6 lykkjum sem tekin var upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-*. Heklið 1 hálfan stuðul í síðustu loftlykkju, Snúið við.
UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 2 loftlykkjur, heklið 2 hálfa stuðla í hvert "stjörnugat", endið umferð á 1 hálfum stuðli í síðustu lykkju. Snúið við.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, takið upp 1 lykkju í 2. og 3. loftlykkju frá heklunálinni, 1 lykkja í fyrstu 3 lykkjur í umferð = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju, * takið upp 1 lykkju í gatið, 1 lykkja í hlið á síðustu af þessum 6 lykkjum, 1 lykkju í sömu lykkju og sú síðasta af þessum 6 lykkjum sem teknar voru upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið umferð 2 og 3 fyrir stjörnumynstur.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Ana skrifaði:
Adorei este video não conhecia este tipo de croché e acho que se podem fazer trabalhos lindos.
27.01.2013 - 01:20Ein tolles Haekelmuster und dank Ihrer Videoanleitung so gut nachzuarbeiten. Nun habe ich es verstanden! :-))
26.01.2013 - 20:43Wat eem geweldige site alles wat ik wil weten staat erop. m,n dochter met haar vriendin wil gaan breien voor het eerst ik zal het ze gaan leren , nou ze mogen naar deze site. hartelijk dank voor het vele werk
22.01.2013 - 19:16Eva skrifaði:
One of the best vids! Even the written instructions were so clear that I hardly needed to watch the video.I am going to try it for a jacket but not sure how decreases will work.
13.01.2013 - 14:51Martine skrifaði:
Merci pour la vidéo car les explications écrites sont très difficiles à comprendre. Trés beau point dans la qualité Drop eskimo
11.01.2013 - 20:00A clear and helpful crochet stitch video. Thank you.
19.12.2012 - 15:57Vielen Dank für diesen tollen Service!Durch die Vidioanleitung ist das Muster leicht nachzuarbeiten.Ihnen und Ihrem Team ein schönes Weihnachtsfest!
17.12.2012 - 10:31Herzlichen Dank für die.Videoanleitung. So kann ich sehr gut das Muster nacharbeiten:-)
14.12.2012 - 20:03Herminia skrifaði:
From Portugal. our videos are explicit enough to see carefully and serve all languages. thank you very much
06.12.2012 - 20:54The video was very helpful. Thank you.
27.11.2012 - 00:41