Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum stjörnumynstur fram og til baka. Byrjað er með oddatölu fjölda loftlykkja. Minnst 7 loftlykkjur fyrir 1 stjörnu, 9 loftlykkjur eru fyrir 2 stjörnur, 11 loftlykkjur eru fyrir 3 stjörnur o.s. frv. Í sýnishorninu okkar heklum við 13 loftlykkjur fyrir 4 stjörnur.
UMFERÐ 1 (ranga): Takið upp 5 loftlykkjur með byrjun í 2. loftlykkju frá heklunálinni = 6 loftlykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju sem myndar gat yfir þessar 6 lykkjur, * takið upp 1 lykkju í gatinu, 1 lykkju í hlið af þeirri síðustu af 6 lykkjunum, 1 lykkja í sömu loftlykkju eins og sú síðasta af 6 lykkjum sem tekin var upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-*. Heklið 1 hálfan stuðul í síðustu loftlykkju, Snúið við.
UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 2 loftlykkjur, heklið 2 hálfa stuðla í hvert "stjörnugat", endið umferð á 1 hálfum stuðli í síðustu lykkju. Snúið við.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, takið upp 1 lykkju í 2. og 3. loftlykkju frá heklunálinni, 1 lykkja í fyrstu 3 lykkjur í umferð = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju, * takið upp 1 lykkju í gatið, 1 lykkja í hlið á síðustu af þessum 6 lykkjum, 1 lykkju í sömu lykkju og sú síðasta af þessum 6 lykkjum sem teknar voru upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið umferð 2 og 3 fyrir stjörnumynstur.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
GRACIELA skrifaði:
ECXELENTE MUCHAS GRACIAS
07.07.2013 - 21:53Je n'arrivais pas à suivre les explications écrites mais grâce à cette vidéo tout est limpide! un grand merci
06.07.2013 - 18:48Takk for en veldig bra video :)
25.05.2013 - 09:03Merci des explications de ce jouli point étoile qui permet de réaliser de jolis accessoires!
10.04.2013 - 14:02Chantal skrifaði:
Merci. Explications et vidéo très utiles !
08.04.2013 - 03:14Pensez à vérifier vos différentes mises à jours (navigateur et système d'exploitation) et à essayer sur différents navigateurs.
13.02.2013 - 12:01Je n'arrive pas à ouvrir les vidéos, alors que la dernière version ADOBE PLAYER est installée sur mon micro. POURQUOI ?
12.02.2013 - 22:27Prachtig en duidelijk voorgedaan van mooie steken, leren we echt wat van .
10.02.2013 - 12:39Prachtig getoond. Mooie steek waar ik mij zeker zal aan wagen ! Bedankt voor jullie duidelijke video's.
09.02.2013 - 09:29Votre nouvelle collection est magnifique et vos videos sont bien faites et compréhensibles. Merci pour votre superbe travail
02.02.2013 - 07:35