Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum stjörnumynstur fram og til baka. Byrjað er með oddatölu fjölda loftlykkja. Minnst 7 loftlykkjur fyrir 1 stjörnu, 9 loftlykkjur eru fyrir 2 stjörnur, 11 loftlykkjur eru fyrir 3 stjörnur o.s. frv. Í sýnishorninu okkar heklum við 13 loftlykkjur fyrir 4 stjörnur.
UMFERÐ 1 (ranga): Takið upp 5 loftlykkjur með byrjun í 2. loftlykkju frá heklunálinni = 6 loftlykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju sem myndar gat yfir þessar 6 lykkjur, * takið upp 1 lykkju í gatinu, 1 lykkju í hlið af þeirri síðustu af 6 lykkjunum, 1 lykkja í sömu loftlykkju eins og sú síðasta af 6 lykkjum sem tekin var upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-*. Heklið 1 hálfan stuðul í síðustu loftlykkju, Snúið við.
UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 2 loftlykkjur, heklið 2 hálfa stuðla í hvert "stjörnugat", endið umferð á 1 hálfum stuðli í síðustu lykkju. Snúið við.
UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, takið upp 1 lykkju í 2. og 3. loftlykkju frá heklunálinni, 1 lykkja í fyrstu 3 lykkjur í umferð = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju, * takið upp 1 lykkju í gatið, 1 lykkja í hlið á síðustu af þessum 6 lykkjum, 1 lykkju í sömu lykkju og sú síðasta af þessum 6 lykkjum sem teknar voru upp, 1 lykkja í hvora af næstu 2 lykkjum = 6 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 loftlykkja *, endurtakið umferð 2 og 3 fyrir stjörnumynstur.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Super! Dankzij deze video ben ik nu een mooie sjaal aan het haken
24.11.2013 - 23:10Joy skrifaði:
Thanks so much for the lengthy video. It helped me so much! Love Drops patterns:-)
09.11.2013 - 00:49Aitah, suureparane opetus...mu lemmik kude, nii ohuline ja pehme...
21.10.2013 - 23:56Me encanta este punto y la explicación es excelente, hasta mi marido que lo ha visto ha dicho que bien se entiende.Me gustaria ver mas tutoriales si es posible. Muy agradecida.Saludos
21.10.2013 - 19:43Carolina skrifaði:
Gracias poe comparti ya lo he hecho en un monton d proyectos, me encanta este punto ¡¡¡
30.09.2013 - 01:25Martha Nohora skrifaði:
Gracias!!! Muy clara la explicación. Martha N
27.09.2013 - 02:08Bedankt voor deze duidelijke uitleg!
31.07.2013 - 14:38Mariana skrifaði:
Gracias por los videos en palillo circular y la explicación escrita. Me han ayudado mucho.
18.07.2013 - 01:47Je viens de découvrir par hasard le point étoile. Merci infiniment pour cette démonstration si simple et si claire par l'exemple.
16.07.2013 - 03:25Tere skrifaði:
Me gusto mu ho muy buena explicacion
12.07.2013 - 19:41