DROPS / 200 / 21

Slice of Summer by DROPS Design

Heklað sjal úr DROPS Safran. Stykkið er heklað ofan frá og niður með kúlum, gatamynstri og röndum.

Leitarorð: gatamynstur, sjal,
DROPS Design: Mynstur e-296
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: Breidd efst: ca 150 cm. Hæð fyrir miðju: ca 70 cm

EFNI:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
150 g litur 11, eggjagulur
100 g litur 18, natur
100 g litur 10, gulur

HEKLFESTA:
22 stuðlar á breidd og 12 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

100% Bómull
frá 264.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 264.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2376kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13.
Mynsturteikning A.1 sýnir alla byrjunina á stykkinu.
Mynsturteikning A.3, A.5, A.7, A.9, A.11 og A.13 sýnir miðju á sjali. Loftlykkjubogi í miðju á þessari mynsturteikningu = miðju bogi.
Mynsturteikning A.2, A.4, A.6, A.8, A.10 og A.12 sýnir helming á sjali. Mynsturteikning er því lesin frá hægri til vinstri í fyrsta skipti þegar hekla á eina umferð, síðan er miðjan á sjalinu hekluð, síðan er mynsturteikning lesin frá vinstri til hægri í annað skipti sem hekla á eina umferð.

RENDUR:
Sjá tölur í mynsturteikningu.
1 = natur
2 = gulur
3 = eggjagulur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsta stuðli í byrjun á umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur.
Fyrsta tvíbrugðna stuðli í byrjun á umferð er skipt út fyrir 4 loftlykkjur.

LITASKIPTI (heklað fram og til baka):
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðasta stuðul/tvíbrugðna stuðul með fyrsta lit, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegn í lokin, heklið síðan næsta stuðul/tvíbrugðna stuðul.
-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður. Sjá MYNSTUR og RENDUR.

SJAL:
Heklið frá A.1 til A.13 – sjá HEKLLEIÐBEININGAR og LITASKIPTI, þannig:

HEKLIÐ A.1 ÞANNIG:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. Heklið síðan fram og til baka eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið heklað til loka eru 11 lykkjur hvoru megin við miðju boga (= alls 22 lykkjur + miðju bogi). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

HEKLIÐ A.2 OG A.3 ÞANNIG:
Fyrsta umferð = ranga:
Heklið A.2a yfir fyrsta stuðul, heklið A.2b yfir næstu 10 lykkjur, heklið A.2c, heklið A.3 yfir miðju boga, heklið A.2c, heklið A.2b yfir næstu 10 lykkjur og endið með A.2a yfir síðasta stuðul. Þegar allt A.2 og A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 37 stuðlar hvoru megin við miðju boga (= alls 74 stuðlar + miðju bogi).

HEKLIÐ A.4 OG A.5 ÞANNIG:
Fyrsta umferð = ranga:
Heklið A.4a yfir fyrsta stuðul, heklið A.4b yfir næstu 36 lykkjur (= 3 sinnum á breidd), heklið A.4c, heklið A.5 yfir miðju boga, heklið A.4c, heklið A.4b yfir næstu 36 stuðla (= 3 sinnum á breidd) og endið með A.4a yfir síðasta stuðul. Þegar allt A.4 og A.5 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 71 stuðlar hvoru megin við miðju boga (= alls 142 stuðlar + miðju bogi).

HEKLIÐ A.6 OG A.7 ÞANNIG:
Fyrsta umferð = ranga:
Heklið A.6a yfir fyrsta stuðul, heklið A.6b yfir næstu 70 stuðla (= 5 sinnum á breidd), heklið A.6c, heklið A.7 yfir miðju boga, heklið A.6c, heklið A.6b yfir næstu 70 stuðla (= 5 sinnum á breidd) og endið með A.6a yfir síðasta stuðul. Þegar allt A.6 og A.7 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 28 loftlykkjubogar hvoru megin við miðju boga (= alls 56 loftlykkjubogar + miðju bogi).

HEKLIÐ A.8 OG A.9 ÞANNIG:
Fyrsta umferð = rétta:
Heklið A.8a yfir fyrsta tvíbrugðna stuðul, heklið A.8b yfir næstu 28 loftlykkjuboga (= 7 sinnum á breidd), heklið A.8c, heklið A.9 yfir miðju boga, heklið A.8c, heklið A.8b yfir næstu 28 loftlykkjuboga (= 7 sinnum á breidd) og endið með A.8a yfir síðasta tvíbrugðna stuðul. Þegar allt A.8 og A.9 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 37 loftlykkjubogar hvoru megin við miðju boga (= alls 74 loftlykkjubogar + miðju bogi).

HEKLIÐ A.10 OG A.11 ÞANNIG:
Fyrsta umferð = ranga:
Heklið A.10a yfir fyrsta stuðul, heklið A.10b yfir næstu 36 loftlykkjuboga (= 9 sinnum á breidd), heklið A.10c yfir næsta loftlykkjuboga, heklið A.11 yfir miðju boga, heklið A.10c, heklið A.10b yfir næstu 36 loftlykkjuboga (= 9 sinnum á breidd) og endið með A.10a yfir síðasta stuðul. Þegar allt A.10 og A.11 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 155 stuðlar hvoru megin við miðju boga (= alls 310 stuðlar + miðju bogi).

HEKLIÐ A.12 OG A.13 ÞANNIG:
Fyrsta umferð = ranga:
Heklið A.12a yfir fyrsta stuðul, heklið A.12b yfir næstu 154 stuðla (= 11 sinnum á breidd), heklið A.12c, heklið A.13 yfir miðju boga, heklið A.12c, heklið A.12b yfir næstu 154 stuðlana (= 11 sinnum á breidd) og endið með A.12a yfir síðasta stuðul. Þegar allt A.12 og A.13 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 54 loftlykkjubogar hvoru megin við miðju boga (= alls 108 loftlykkjubogar + miðju bogi). Klippið frá og festið enda. Sjalið mælist ca 70 cm mælt meðfram miðju boga.

Mynstur

= Byrjið hér – þessi loftlykkjuhringur er útskýrður í uppskrift (= 4 loftlykkjur, 1 keðjulykkja). Haldið áfram við ör
= Byrjið á mynsturteikningu hér (= fyrsta umferð í mynsturteikningu)
= tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= stuðull um loftlykkjuhring/loftlykkju/loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju
= 1 loftlykkja
= 3 loftlykkjur
= 5 loftlykkjur
= 6 loftlykkjur
= 1 fastalykkja í lykkju
= fastalykkja um loftlykkjuboga
= KÚLA: Heklið um loftlykkjuboga að neðan þannig: 1 keðjulykkja, 4 tvíbrugðnir stuðlar, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin í hvern og einn af þessum tvíbrugðnu stuðlum, 1 keðjulykkja, bregðið bandinu einu sinni um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 7 lykkjurnar á heklunálinni
= umferðin hefur nú þegar verið hekluð. Byrjið á næstu umferð (þ.e.a.s. við ör)
= Talan sýnir hvaða lit í mynsturteikningu/umferð eigi að hekla í. 1 = natur, 2 = gulur, 3 = eggjagulur


Vantar þig hjálp með þetta mynstur?

Takk fyrir að velja DROPS Design mynstur. Við erum stolt af því að bjóða mynstur sem eru rétt og auðveld að skilja. Öll mynstrin eru þýdd frá Norsku og þú getur alltaf skoðað upprunalega mynstrið (DROPS 200-21) til viðmiðunar og útreikninga.

Áttu erfitt með að fylgja mynstri? Sjá hér að neðan til að fá lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára verkefnið á skömmum tíma - eða af hverju ekki, læra eitthvað nýtt.

1) Af hverju er prjón-/heklfesta svo mikilvæg?

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

efst

2) Hvað er garnflokkur?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

efst

3) Get ég notað annað garn en sem stendur í mynstri?

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

efst

4) Hvernig nota ég garnreiknivélina?

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

efst

5) Af hverju fæ ég aðra prjónfestu með uppgefinni prjónastærð?

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

efst

6) Af hverju er mynstrið unnið frá toppi og niður?

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

efst

7) Af hverju eru ermar styttri í stærri stærðum?

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

efst

8) Hvað er endurtekning?

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

efst

9) Hvernig á að prjóna samkvæmt mynsturteikningu?

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

efst

10) Hvernig á að hekla samkvæmt mynsturteikningu?

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

efst

11) Hvernig á að lesa nokkrar mynsturteikningar samtímis í sömu umferð/hring

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

efst

12) Af hverju byrjar stykkið á fleiri loftlykkjum en sem unnið er með?

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

efst

13) Af hverju er aukið út á undan stroff kanti þegar stykkið er unnið ofan frá og niður?

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

efst

14) Af hverju er slegið uppá prjóninn ásamt því að fella af?

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

efst

15) Hvernig á að auka út/fella af í 3. og 4. hverri umferð?

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

efst

16) Af hverju er mynstrið aðeins öðruvísi en sem ég sé á myndinni?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

efst

17) Hvernig get ég gert peysu í hring í stað fram- og til baka?

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

efst

18) Get ég prjónað peysu fram og til baka í stað þess að prjóna í hring?

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

efst

19) Af hverju gefið þið upp garn sem hætt er í framleiðslu í mynstrunum?

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

efst

20) Hvernig breyti ég kvenmanns stærð á peysu yfir í karlmanns stærð?

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

efst

21) Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að trefjar losni frá loðnum flíkum?

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

efst

22) Hvar á flíkinni er lengdin mæld?

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

efst

23) Hvernig veit ég hversu margar dokkur ég þarf af garni?

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

efst

Hefur þú keypt DROPS garn til að gera til þetta mynstur? Þá átt þú rétt á að fá hjálp frá versluninni þar sem þú keyptir garnið. Finna lista yfir DROPS verlsanir hér!
Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga. Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Athugasemdir / Spurningar (16)

Wagrez 29.06.2020 - 10:28:

Je voudrais savoir a quoi correspont les chiffres sur le cote du diagramme ex 3 faut il faire 3 fois le dessin

DROPS Design 29.06.2020 kl. 14:00:

Bonjour Mme Wagrez, chaque chiffre correspond à la couleur de la rayure - cf dernier symbole de la légende. Bon crochet!

Magdalena 04.06.2020 - 19:06:

Mam problem na samym początku, po zrobieniu 18 słupków w początkowy pierścień wychodzi bardziej kształt serca niż typowego trójkąta, jak na chustę przystało. Robię coś źle? Czy później samo się to zmieni. Po 3 rzędach nadal wygląda jak serce.

DROPS Design 04.06.2020 kl. 19:28:

Witaj Magdaleno, wszystko jest ok, później się wyrówna. Powodzenia!

Natasja 22.05.2020 - 00:05:

Hoi hoi, Net als Judith kom ik echt met geen mogelijkheid op 20 boogjes, ik blijf op 18 uitkomen. Ik volg letterlijk de diagram, maar ik kom niet uit *zucht* Ik geef niet gauw op, maar ik vrees dat ik dit project echt niet af ga maken. Wat een *peep* patroon ;-) De meest moeilijke projecten haak ik zo uit mijn naalden, maar deze pfff nee drama! Erg jammer, want de shawl zelf is echt heel mooi :)

M Graves 15.04.2020 - 15:26:

I\'m starting A.4a, when I get to A.5, I\'m confused. In the first row, do I do 2 DC with a chain 5 between into the chain 3 of the previous row? Again in A.5, second row, do I just do chain 5 into the previous row\'s chain 5? In the third row, do 2 DC, with ch 5 into previous row\'s chain 5? Then, in the 4th row just chain 5 into the chain 5 of the previous row? Then, on the second and 4th row, do I do another chain 5 into the same chain 5 to do the other side past A.5?

DROPS Design 15.04.2020 kl. 16:53:

Dear Mrs Graves, on first row in A.5 you crochet 1 dc, 5 ch, 1 dc around the 3-ch-space from last row in A.3, on 2nd row you will work 5 chains over (dc,5ch,dc), and continue like this, with alternately (1dc, 5 ch, 1 dc in the ch-space from previous row) and 5 ch over (1 dc, 5 ch, 1 dc). Happy crocheting!

Sabine Moriamé 15.03.2020 - 11:49:

Comment faire pour recevoir les pelotes en Belgique ????

DROPS Design 16.03.2020 kl. 10:02:

Bonjour Mme Moriamé, vous trouverez ici les magasins en Belgique ou qui livrent en Belgique. Bon crochet!

Francien Daniels-Webb 16.02.2020 - 07:03:

I am not great at the graph patterns and always stay clear away from them.\\r\\nI have wanted to crochet so many of your patterns but always it is in graph form.\\r\\nI would love to see it in written form please. I am wanting to make this shawl for a Breast feeding mum and baby.\\r\\nSlice of Summer.

DROPS Design 17.02.2020 kl. 09:07:

Dear Mrs Daniels-Webb, we are only diagrams to this pattern, but you will find here how to read crochet diagrams. Happy crocheting!

Judith 31.08.2019 - 16:43:

Klopt het dat in patroon 6 tot 7 schema een fout zit? Van de vorige toer heb ik 71 stokjes aan elke kant maar ik kom niet uit met het schema. Ik kom uit op 18 boogjes ipv 20 boogjes waar je op uit moet komen bij de eerste toer van schema patroon 6

DROPS Design 01.09.2019 kl. 13:20:

Dag Judith,

Met 71 stokjes aan beide kanten van het midden zou het precies uit moeten komen: A.6a gaat over 1 stokje, A.6b herhaal je 5 keer en gaat daardoor over 7 stokjes (5 x 14 stokjes)

Susann 13.07.2019 - 09:25:

Jag har en fråga om första varvet på diagram A.6, följs dubbelstolpen som startar varvet direkt av en fast maska? Ska det inte vara någon luftmaskbåge mellan?

DROPS Design 26.08.2019 kl. 11:05:

Hei Susann. Les HEKLEINFORMASJON: på begynnelsen av oppskriften (Første dobbelstav på begynnelsen av raden erstattes med 4 luftmasker. God Fornøyelse!

Anette 18.06.2019 - 23:56:

Kan ikke forstå hvordan opskriften på boblerne kan ende med at der er 7 masker til sidst 1kædemaske+ Omslag og maske fra 4 db stangmasker + 1 kædemaske = 10 masker?

DROPS Design 09.07.2019 kl. 10:13:

Hej Anette, du stikker nålen om luftmaskebuen, laver et omslag, nu har du 2 masker på nålen, laver 4 db stangmasker, men venter med sidste omslag og gennemtræk på hver af de 4, det vil sige at du for hver db stangmaske får en ny maske på nålen (nu har du ialt 6 masker) og sidst stikker du nålen om lm-buen, slår om (ialt 7 masker) Nu kan du lave omslaget og trække det igennem alle 7 masker på nålen. Der bliver lagt en ny video ud lidt senere idag :)

Samantha 13.05.2019 - 00:56:

Can't wait to get started on this but just wanted to clarify with respect to the second row of A1. Are the two stitches at the beginning and ending of row into the first and last stitches respectively? The diagram isn't overly clear as the second stitch appears to be floating somewhere between the two stitches. I hope this makes sense! Thank you!

DROPS Design 13.05.2019 kl. 10:26:

Dear Samantha, on the 2nd row in A.1 you work 2 treble crochets in the first and in the last treble crochet (= at the beg of the round, replace 1st treble crochet with 3 ch - see CROCHET INFO). Happy crocheting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-21

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.