Polly skrifaði:
What does this mean ? Knit the last 2 stitches before stitches ( ?) ..... on top of foot twisted together (i.e. in back loop of stitch instead of front), knit the first 2 stitches after stitches on top of foot together
21.03.2019 - 09:08DROPS Design svaraði:
Dear Polly, you will decrease on each side of the 26 sts for upper foot, ie work until 2 sts remain before these 26 sts (= before the 1st marker) and knit these 2 sts twisted together, then work the 26 sts for upper foot and decrease the next 2 sts (= after 2nd marker) by K2 tog. Happy knitting!
21.03.2019 - 10:02
Polly skrifaði:
Where it says.. (the first 2 and last 2 stitches of these are knit stitches) does this mean do this on each row when working in stocking stitch back and forth over heel stitches for xx cm?
20.03.2019 - 20:13DROPS Design svaraði:
Dear Polly, you worked before in rib K2/P2, when keeping the first 18-22 sts on needle for heel, the first of these 18-22 sts are K2 from previous ribbing and the last of these 18-22 sts are K2 from previous ribbing, but work now all these 18-22 sts in stocking stitch. Happy knitting!
21.03.2019 - 09:06
Gillu skrifaði:
What does “AT THE SAME TIME on 1st row decrease 0-0-2 stitches evenly “ mean ? Do I do this first and then follow the instructions for Heel Decrease ?
20.03.2019 - 17:08DROPS Design svaraði:
Dear Gillu, you decrease 0-0-2 sts on first row worked over the 18-18-22 sts for heel, ie work 1 row over all sts decreasing 2 sts in 3rd size = 20 sts in this size, then continue until heel measures 6 cm, then work the heel decrease. Happy knitting!
21.03.2019 - 09:01
Gunvor Madsen skrifaði:
Ser sjove ud. Hvis man skal nå at lave dem medens vejret er til at man kan bruge dem håber jeg snart opskriften kommer :-)
14.02.2019 - 08:50
Marina skrifaði:
Belli ! Mi ricordano i calzettoni che faceva mia nonna!
21.12.2018 - 11:08
María skrifaði:
Qué idea tan buena para aprovecha restos...o no.
18.12.2018 - 08:05
Rocky Mountain Sunrise#rockymountainsunrisesocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar úr 2 þráðum DROPS Fabel, með röndum og sroffprjóni. Stærð 35-43.
DROPS 198-13 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5-5-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5-5-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4-4-5 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 4-4-5 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 10-10-10 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað með 2 þráðum í röndum. Prjónað er í hring á sokkaprjóna frá stroffi og niður að hæl. Síðan er hællinn prjónaður fram og til baka áður en stykkið er prjónað aftur í hring. SOKKUR: Fitjið upp 44-44-48 lykkjur á sokkaprjón 4 með 1 þræði í litnum sinnep og 1 þræði í litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er skipt yfir í 1 þráð í litnum ryð og 1 þráð í litnum natur, haldið áfram í stroffprjóni þar til stykkið mælist ca 16 cm. Skiptið yfir í 1 þráð í litnum bleikur og 1 þráð í litnum natur, prjónið 1 umferð stroffprjón eins og áður. Haldið nú eftir fyrstu 18-18-22 lykkjum í umferð fyrir hæl (fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur af þessum eru sléttar lykkjur), setjið síðustu 26-26-26 lykkjur á þráð (= mitt ofan á fæti). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm – JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 0-0-2 lykkjur jafnt yfir = 18-18-20 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki – héðan er nú mælt! Fækkið síðan lykkjum fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 10-10-11 lykkjur hvoru megin við hæl. ATH! Passið uppá að prjóna lykkjur upp um heila lykkju (báða lykkjubogana). Þær 26-26-26 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 56-56-58 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 26-26-26 lykkjur á fæti og setjið 1 prjónamerki mitt á fótinn til að mæla þaðan. Haldið síðan áfram í stroffprjóni yfir lykkjur á fæti, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan lykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað framan) og 2 fyrstu lykkjur á eftir lykkjum á fæti eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 10-8-7 sinnum = 36-40-44 lykkjur. Prjónið síðan stroff yfir 26-26-26 lykkjur á fæti og sléttprjón yfir 10-14-18 lykkjur undir fæti þar til stykkið mælist 8 cm frá prjónamerki á fæti. Skiptið yfir í 1 þráð í litnum rauður og 1 þráð í litnum natur og haldið áfram eins og áður þar til stykkið mælist 18-20-22 cm frá prjónamerki á hæl (= 4-4-5 cm að loka máli). Skiptið yfir í 2 þræði í litnum rauður og setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 18-20-22 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Prjónið til loka í sléttprjóni JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin. Fækkið lykkjum þegar 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki þannig: 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa), 2 lykkjur snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 3-3-4 sinnum og síðan í hverri umferð 3-4-4 sinnum = 12-12-12 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rockymountainsunrisesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 198-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.