Lisbeth skrifaði:
Hjälp! Förstår inte mönstret/ diagrammet-hundra" försök... Hur gör jag i klartext på varv tre? Ska varv 3 få 24 stolpar + den extra som blir av de 3 lm? men då blir det snabbt 90 maskor? Verkar ha svårt att förstå vad A3 innebär och vad tecknet för 1 stolpe om luftmaskringen /1 stolpe i maskan under betyder. Vill inte ge upp! tack för hjälpen!
05.07.2025 - 11:28DROPS Design svaraði:
Hei Lisbeth. Du skal hekle A.3 6 ganger. 1. omgang i A.3 viser 2 staver og A.3 gjentas 6 ganger = 2 x 6 = 12 staver (+ A.2 / 3 luftmasker). 2. omgang i A.3 viser 4 staver og A.3 gjentas 6 ganger = 4 x 6 = 24 staver (+ A.2 / 3 luftmasker). 3. omgang i A.3 viser 6 staver og A.3 gjentas 6 ganger = 6 x 6 = 36 staver (+ A.2 / 3 luftmasker). Siste omgang i A.3 viser 15 staver x 6 ganger = 90 staver (str. S/M) og 16 staver x 6 ganger = 96 staver (str. L/XL). Ikonet for en stav er er "langt kors". Når du hekler 1. omgang i A.3 hekler du stavene om start luftmaskeringen, mens de andre gangene hekles staven i masken under. Se gjerne de ulike hjelpevideoene til hatten. mvh DROPS Design
07.07.2025 - 13:37
Lene Karin Nordentoft skrifaði:
Hvor mange stangmasker skal der hækles i ringen incl. den med de 3 luftmasker? Og hvad menes der med at der skal hækles A3 6 gange om ringen? Mvh Lene
23.04.2025 - 17:12DROPS Design svaraði:
Hej Lene, du hækler A.2 for at komme op på næste række, så hækler du A.3 = 2stangmasker 6 gange = 12 stangmasker :)
30.04.2025 - 13:37
Kiss Me Kate#kissmekatehat |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Heklaður hattur úr DROPS Bomull-Lin. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlum og fastalykkjum með kanti með krabbahekli.
DROPS 256-7 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 til A.3). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju. KRABBAHEKL: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju að neðan, en lykkjurnar eru heklaðar aftur á bak í umferð, þ.e.a.s. heklið frá vinstri til hægri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HATTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá toppi og niður. Sjálfur hatturinn er heklaður í stuðlum og barðið er heklað í fastalykkjum. Í lokin er heklaður kantur með krabbahekli í kringum barðið. HATTUR: Notið heklunál 4 og litinn beige í DROPS Bomull-Lin og heklið A.1 (= loftlykkjuhringur). Síðan er heklað þannig: Heklið A.2 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.3 alls 6 sinnum í kringum loftlykkjuhringinn. Haldið svona áfram með mynstur. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. Þegar A.2 og A.3 hefur verið heklað til loka eru 90-96 lykkjur í umferð + 3 loftlykkjur í byrjun umferðar. Heklið síðan þannig: Heklið A.4 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.5 yfir þær lykkjur sem eftir eru, þ.e.a.s. það er hekluð 1 fastalykkja í hverja lykkju umferðina hringinn – þar til hatturinn mælist ca 16-18 cm frá byrjun á stykki. Nú er baðið heklað. BARÐ: UMFERÐ 1: Heklið A.6 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.7 umferðina hringinn = 90-96 fastalykkjur + 1 loftlykkja í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: Heklið A.6/A.7 eins og áður jafnframt því sem aukið er út um 1 fastalykkju í 6.-8. hverja fastalykkju – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 15-16 lykkjur fleiri) = 105-108 fastalykkjur + 1 loftlykkja. UMFERÐ 3: Heklið A.6/A.7 eins og áður. UMFERÐ 4: Heklið A.6/A.7 eins og áður JAFNFRAMT sem aukið er út um 1 fastalykkju í 21.-18. hverja fastalykkju (= 5-6 fastalykkjur fleiri) = 110-114 fastalykkjur + 1 loftlykkja. UMFERÐ 5: Heklið A.6/A.7 eins og áður. UMFERÐ 6: Heklið A.6/A.7 eins og áður JAFNFRAMT sem aukið er út um 1 fastalykkju í 22.-19. hverja fastalykkju (= 5-6 fastalykkjur fleiri) = 115-120 fastalykkjur + 1 loftlykkja. UMFERÐ 7: Heklið A.6/A.7 eins og áður. UMFERÐ 8: Heklið A.6/A.7 eins og áður JAFNFRAMT sem aukið er út um 1 fastalykkju í 23.-20. hverja fastalykkju (= 5-6 fastalykkjur fleiri) = 120-126 fastalykkjur + 1 loftlykkja. UMFERÐ 9: Heklið A.6/A.7 eins og áður. Klippið þráðinn og skiptið yfir í litinn dökk blár. UMFERÐ 10: Heklið A.6/A.7 eins og áður. UMFERÐ 11: Heklið A.8 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.9 umferðina hringinn (þ.e.a.s. það er heklað KRABBAHEKL – lesið leiðbeiningar að ofan, frá vinstri til hægri). Klippið og festið þráðinn. Hatturinn mælist ca 22-24 cm frá byrjun á stykki. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #kissmekatehat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 256-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.