Ingelin Seime skrifaði:
Can someone please tell me where i’m supposed to be decreasing after completing the heel? The recipe says to do it on the top of the foot, “2 stitches before the markers”, but that completely messes with the pattern look, and I can see from the picture that there is no decrease done “on the top of the foot”. The way I read the recipe, you decrease on the very front/top of the sock, but to me it would make more sense to do it on the side Thanks
10.01.2025 - 09:39DROPS Design svaraði:
Hi Ingelin, The 2 markers are inserted on each side of the foot, with the middle 33-33-40 stitches on top of the foot between them. You then decrease before the first marker and after the second marker so the pattern is not disrupted. Happy knitting!
10.01.2025 - 10:22
Maric skrifaði:
Hello, alors après avoir réfléchi j' ai essayé en ne faisant plus que le deuxième tour tout en prenant en compte la façon de tricoter la maille anglaise et... ça fonctionne.
30.11.2024 - 21:03
Maric skrifaði:
Bien que vous ayez répondu à Lucie qu'il n'y avait pas de problème, je vous assure qu'il y en a un. Après avoir exécuter le 1er rang puis le 2ème, donc au 3ème rang cela ne correspond plus, on finit le 2ème tour par la maille anglaise et 2 mailles envers, et quand on recommence le 1 er rang ( c'est à dire le 3ème sur l'ouvrage) après la maille anglaise il ne reste plus que 2 mailles alors qu'il devrait en rester 3. merci
29.11.2024 - 11:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Maric, dans cette vidéo nous montrons comment tricoter ce type de côtes anglaises, lorsque vous avez tricoté les 2 premiers rangs, répétez ces 2 rangs , autrement dit, la maille en côtes anglaises doit être glissée comme pour la tricoter à l'envers avec le fil devant (pour former le jeté), et au tour suivant (= 4ème) vous tricotez la maille glissée et son jeté ensemble à l'endroit, et vous répétez tout le tour (2 m end, 2 m env, 1 m en côtes anglaises, 2 m env) soit 7 mailles 9 fois dans les 2 premières tailles et 10 fois dans la 3ème taille. Bon tricot!
29.11.2024 - 16:25
Charlotte skrifaði:
For the leg section of the pattern, I don’t understand how to keep the number of stitches from continuously decreasing. After the two rounds, I have 9 less stitches however the pattern calls for the number of stitches to remain the same. Have I missed something? Thank you!
03.10.2024 - 21:29DROPS Design svaraði:
Dear Charlotte, after the 4 cm rib you will work 1 round decreasing to 63-70 sts (see size) as explained, then work these 63-70 sts as follows: *Knit 2, purl 2, 1 English rib stitch – read description above, purl 2 *, work from *-* to end of round (mising star at the beg of repeat has been now added). Continue like this until leg measures 14-15-16 cm. Happy knitting!
04.10.2024 - 08:22
Lucy skrifaði:
I’m a bit confused with the leg section of the pattern, i can’t get the stitches to match up with the pattern/english rib. please can you give me some more guidance on this? thank you :)
30.08.2024 - 23:36DROPS Design svaraði:
Dear Lucy, the pattern should match. After working the rib you combine the rib and English stitch. In the first round you work: *knit 2, purl 2, then make 1 yarn over and slip 1 stitch purl-wise (stitch in English stitch), purl 1, purl 2 together*, which is repeated the whole round. On the next round you have: *Knit 2, purl 2, knit together yarn-over and stitch from the previous round), purl 2* and repeat this the whole round. The stitch in English stitch should always match the position of the stitch in English stitch in the previous round. Happy knitting!
31.08.2024 - 18:44
Sweet Chamomile Socks#sweetchamomilesocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar í stroffprjóni og klukkuprjóni úr DROPS Nord. Stærð 35-43.
DROPS 247-18 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 12-12-12 lykkjur eru eftir á prjóni. KLUKKUPRJÓNSLYKKJA: Umferð 1: Sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Umferð 2: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman. ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið er staðsett á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Endurtakið við hitt prjónamerkið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður, frá stroffi niður að tá. STROFF – LEGGUR: Fitjið upp 72-72-80 lykkjur á sokkaprjóna 3 með DROPS Nord. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm er prjónað þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 KLUKKUPRJÓNSLYKKJA – lesið útskýringu að ofan, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur brugðið saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 63-63-70 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 klukkuprjónslykkja – lesið útskýringu að ofan, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-16 cm prjónið hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan, stillið af að næsta umferð sé prjónuð eins og umferð 2 í KLUKKUPRJÓNSLYKKJA. HÆLL OG FÓTUR: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 16-16-16 lykkjur og haldið lykkjum eftir á prjóni fyrir hæl, prjónið næstu 33-33-40 lykkjur og setjið þær á þráð, prjónið síðustu 14-14-14 lykkjur í umferð = 30-30-30 hællykkjur í umferð. Prjónið mynstur eins og áður fram og til baka yfir hællykkjur í 5½-6-6½ cm, í síðustu umferð er fækkað um 6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 24-24-24 lykkjur. Setjið 1 merki mitt í síðustu umferð – síðar á að mæla stykkið frá þessu merki. Prjónið HÆLÚRTAKA í sléttprjóni – lesið útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 12-12-12 hællykkjur, prjónið upp 13-14-15 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið mynstur eins og áður yfir 33-33-40 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 13-14-15 lykkjur meðfram hinni hlið á hæl = 71-73-82 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl – umferðin byrjar núna hér. Setjið 1 merki hvoru megin við miðju 33-33-40 lykkjur ofan á fæti. Haldið áfram með mynstur ofan á fæti, prjónið sléttprjón yfir lykkjur undir fæti og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra merki ofan á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir seinna merki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 5-5-5 sinnum og síðan í annarri hverri umferð 6-6-8 sinnum = 49-51-56 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist ca 18-20-22 cm frá merki á hæl mælt undir fæti. Það eru eftir 4-4-5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. Nú er prjónað sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur. TÁ: Setjið 1 merki í hvora hlið þannig að það vera 25-26-28 lykkjur ofan á fæti og 24-25-28 lykkjur undir fæti. Prjónið sléttprjón jafnframt því sem í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið ÚRTAKA (4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 5-5-6 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4-4-4 sinnum = 13-15-16 lykkjur eftir á prjóni. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-27 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetchamomilesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 247-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.