Swirling Smoke Jacket#swirlingsmokejacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa í sléttprjóni með köðlum úr DROPS Melody. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-19 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 5, 14, 23, 32, 41 og 51 cm M: 5, 12, 20, 28, 36, 44 og 53 cm L: 5, 12, 20, 28, 37, 46 og 55 cm XL: 6, 13, 21, 30, 39, 48 og 57 cm XXL: 6, 14, 23, 32, 41, 50 og 59 cm XXXL: 6, 14, 23, 32, 41, 51 og 61 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna í stykkjum og saumuð saman í lokin. Lykkjur fyrir ermar eru prjónaðar upp í handvegi á fram- og bakstykki og ermar eru prjónaðar í hring, ofan frá og niður. Að lokum er prjónaður upp kantur í hálsmáli, sem er brotinn saman tvöfaldur og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 66-74-74-82-90-98 lykkjur á hringprjóna 6 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 lykkja garðaprjón. Haldið áfram með stroff í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, sléttprjón yfir næstu 11-15-15-19-23-27 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 1-2-0-0-0-1 lykkjur jafnt yfir (= 10-13-15-19-23-26 lykkjur í sléttprjóni), A.1 yfir næstu 6 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur yfir þessar (A.1 = 10 lykkjur), 10 lykkjur í sléttprjóni, A.2 yfir næstu 10 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir (A.2 = 18 lykkjur), sléttprjón yfir næstu 10 lykkjur, A.3 yfir næstu 6 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur yfir þessar (A.3 = 10 lykkjur), sléttprjón yfir næstu 11-15-15-19-23-27 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 1-2-0-0-0-1 lykkjur jafnt yfir (= 10-13-15-19-23-26 lykkjur sléttprjón) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 80-86-90-98-106-112 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. ATH! Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við hvorn kaðal, þá er auðveldara að fá kaðalinn á réttan stað. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, fellið af 2 lykkjur í hvorri hlið (merkir handveg) = 76-82-86-94-102-108 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2. Síðan eru felldar af miðju 22-22-22-24-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan lykkjum í byrjun á næstu umferð við háls þannig: 1 lykkja 1 sinni = 22-25-27-30-34-37 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm, fækkið um 4 lykkjur yfir A.1/A.3 = 18-21-23-26-30-33 lykkjur eftir á öxl. Prjónið 1 umferð, fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 37-41-45-49-53-53 lykkjur á hringprjón 6 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan - sjá HNAPPAGAT að ofan. Haldið áfram með stroff í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið áfram þannig – frá réttu: 5 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur sléttprjón, A.1 yfir næstu 6 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur yfir þessar (= 10 lykkjur), 6 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir næstu 10 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir (A.2 = 18 lykkjur), sléttprjón yfir næstu 7-11-15-19-23-23 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 0-1-3-3-3-0 lykkjur jafnt yfir (= 7-10-12-16-20-23 lykkjur sléttprjón) og 1 kantlykkju í garðaprjóni = 49-52-54-58-62-65 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. ATH! Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við hvorn kaðal, þá er auðveldara að fá kaðalinn á réttan stað. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, fellið af 2 lykkjur í byrjun á umferð frá röngu (merkir handveg) = 47-50-52-56-60-63 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Nú á að fækka lykkjum og lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli. Byrjið í sömu hlið og kantur (mitt að framan) þannig: Prjónið eins og áður, fækkið um 4 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.1 – setjið síðan fyrstu 13-13-13-14-14-14 lykkjur frá miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli. Fækkið síðan lykkjum í byrjun á hverri umferð frá miðju að framan þannig: 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 2 sinnum = 26-29-31-34-38-41 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm, fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir A.2 = 18-21-23-26-30-33 lykkjur eftir á öxl. Prjónið 1 umferð, fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, en gagnstætt, nú er prjónað A.3 í stað A.1 – þannig: Fitjið upp 37-41-45-49-53-53 lykkjur á hringprjóna 6. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 5 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með stroff í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, sléttprjón yfir næstu 7-11-15-19-23-23 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 0-1-3-3-3-0 lykkjur jafnt yfir (= 7-10-12-16-20-23 lykkjur sléttprjón), A.2 yfir næstu 10 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir (A.2 = 18 lykkjur), 6 lykkjur sléttprjón, A.3 yfir næstu 6 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur yfir þessar (= 10 lykkjur), 2 lykkjur sléttprjón, endið með 5 lykkjur garðaprjón = 49-52-54-58-62-65 lykkjur. Haldið áfram á sama hátt og hægra framstykki, en nú er lykkjum fækkað fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju upp að handvegi. VINSTRI ERMI: Prjónið upp lykkjur meðfram handveg efst á peysu og ermin er prjónuð í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Byrjið þar sem felldar voru af 2 lykkjur fyrir handveg á vinstra framstykki og prjónið upp 46-50-52-54-58-60 lykkjur frá réttu með Melody á hringprjóna 7. Prjónið upp lykkjur meðfram handvegi á framstykki og niður meðfram handvegi á bakstykki þar sem felldar voru af 2 lykkjur fyrir handvegi. Prjónið sléttprjón hringinn. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 6-5½-5½-5-4½-4 cm millibili alls 6-7-7-7-8-8 sinnum = 34-36-38-40-42-44 lykkjur. Þegar stykkið mælist 44-43-42-40-38-37 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Aukið út 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 36-40-40-44-44-48 lykkjur og prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. Fellið af þegar stroffið mælist 6 cm, ermin mælist nú 50-49-48-46-44-43 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en byrjið á bakstykki. Prjónið upp lykkjur meðfram handveg á bakstykki og niður meðfram handveg á framstykki að þeim stað sem fækkað var um 1 lykkju fyrir handveg. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp ca 64 til 76 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði) á hringprjón 6. Passið uppá að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4 + 12. Prjónið þannig – frá réttu: 5 lykkjur garðaprjón, stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið stroff svona í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Brjótið stroffið efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist uppábrot og saumið saman hvoru megin í uppábroti við miðju að framan. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn verði teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #swirlingsmokejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.