Ingebjørg skrifaði:
Hei. På helpatent med kast tofarga, kvifor er det kun 1. pinnen som er merka med rett? På oppskrifta ser det ut som både 1. og 4. pinne skal strikkas rett..
10.11.2024 - 00:30DROPS Design svaraði:
Hei Ingebjørg. De pinnene som er forklart under 2-farget helpatent med kast er alle pinnene forklart om de strikkes fra retten eller fra vrangen. Nå du strikker 2-farget helpatent med kast strikkes 1. og 2. pinne fra retten, mens 3. og 4. pinne strikkes fra vrangen. Når du strikker ensfarget helpatent med kast strikker du 1. pinne fra retten, 2. pinne fra vrangen og 3. pinne fra retten (deretter gjentas 2. og 3. pinne). mvh DROPS Design
11.11.2024 - 14:05
Patricia Fraser skrifaði:
Urban Autumn Scarf I would like to size this up to knit as a blanket. Do you think this would work and Drops Air is usually knitted with 5mm needles - this pattern says 8mm. Does that give a looser fabric or is it because of doing Brioche stitch.
15.05.2022 - 17:22DROPS Design svaraði:
Dear Patricia, regarding your first question, yes, you could size it up to knit a blanket, by increasing the number the stitches. Secondly, yes, it's worked with 8mm needles so that it's looser or it has more volume. Happy knitting!
15.05.2022 - 23:15
Agnes skrifaði:
Hei, jeg strikket en liten prøvelapp på denne, men merket at det er flere omganger ensfarget på begynnelsen enn på slutten av arbeidet, og jeg vil gjerne at den endene skal se like ut. Kan jeg strikke de to siste omgangene to ganger, eller hva gjør jeg? Takk! Veldig fint sjal!
07.02.2020 - 11:58DROPS Design svaraði:
Hej Agnes, ja det er bare at ændre så sjalet kommer til at passe dig bedst :)
11.02.2020 - 11:47
Kristin skrifaði:
Ist es richtig, daß zwei einfarbige Streifen über 5cm gestrickt werden und die anderen einfarbigen je über 3cm? Es ist ja dann garnicht symmetrisch.
23.08.2019 - 22:22DROPS Design svaraði:
Liebe Kristin, die Streifen stimmen wie beschrieben, die einfarbigen Streifen werden entweder 3 oder 5 cm gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
26.08.2019 - 08:37
Urban Autumn Scarf#urbanautumnscarf |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður hálsklútur úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með tveggja lita klukkuprjóni og einlitu klukkuprjóni í röndum.
DROPS 204-40 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: A = aðallitur. B = botnlitur. 22 cm með hveiti (H) og blár (B) 3 cm með hveiti (H) 22 cm með sæblár (H) og hveiti (B) 5 cm með sægrænn (H) 22 cm með sægrænn (H) og svartur (B) 3 cm með hveiti (H) 22 cm með hveiti (H) og sægrænn (B) 3 cm með hveiti (H) 22 cm með brúnn (H) og hveiti (B) 5 cm með hveiti (H) Prjónið 22 cm með hveiti (H) og blár (B) – endið eftir 4. umferð í klukkuprjónsmynstri. LEIÐBEININGAR-1: Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Til að það verði tveggja lita klukkuprjón er prjónað fram og til baka á hringprjón þannir: Prjónið 1. umferð í (H) eins og útskýrt er að neðan, færið síðan allar lykkjurnar á hringprjóninum yfir á hinn endann á hringprjóninum þannig að næsta umferð sé prjónuð með (B) frá sömu hlið á stykki – snúið síðan stykkinu og næstu 2 umferðirnar eru prjónaðar eins og 2 fyrstu – þ.e.a.s. það er prjónuð 1 umferð með hvorum lit og alls 2 umferðir prjónaðar frá sömu hlið áður en stykkinu er snúið við og prjónað til baka. LEIÐBEININGAR-2: Ef þú ert ekki viss um hvaða lit á að prjóna með í næstu umferð, þá getur þú alltaf séð hvaða lit fyrri umferð var prjónuð með á því sjá litinn í kantlykkju. TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI: UMFERÐ 1 (= rétta), prjónið með aðallit (H): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * prjónið uppslátt og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Færið til baka lykkjurnar að hinni hliðinni á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað er frá sömu hlið og fyrri umferð. Skiptið um lit – sjá LEIÐBEININGAR-1 og -2). UMFERÐ 2 (= rétta), prjónið með grunnlit (B: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið stykkinu og skiptið um lit. UMFERÐ 3 (= ranga), prjónið með aðallit (H): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Færið lykkjurnar til baka á hina hliðina á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað sé frá sömu hlið og fyrri umferð. Skiptið um lit. UMFERÐ 4 (= ranga), prjónið með grunnlit (B): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 uppslætti, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið stykkinu og skiptið um lit. Endurtakið umferð 1-4. EINLITT KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI, prjónað með aðallit (= H): 2 umferðir með klukkuprjóni gera 1 sýnilega lykkju á hæðina. UMFERÐ 1 (= rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 uppslætti, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi hana brugðið, 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Endurtakið umferð 2 og 3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í röndum með tveggja lita og einlitu klukkuprjóni með uppslætti. HÁLSKLÚTUR: Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum í litnum hveiti (þetta er gert til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegri). Prjónið síðan einungis með 1 þræði. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð þannig (= rétta): 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *- þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Næsta umferð er prjónuð þannig (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið síðan klukkuprjón í RENDUR – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. þegar rendur eru prjónaðar með 2 litum er prjónað TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI, og þegar rendur eru prjónaðar með einungis einum lit, prjónið EINLITT KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar búið er að prjóna síðustu röndina, mælist stykkið ca 152 cm. Næsta umferð er prjónuð með litnum hveiti frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í næstu umferð er fellt laust af með 2 þráðum hveiti, fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur. Hálsklúturinn mælist ca 153 cm. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #urbanautumnscarf eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 204-40
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.