 Monica skrifaði:
 
																									Monica skrifaði:
												
Bellissimo ... già mi immagino che spettacolo ... ma se volessi lavorarlo con un filo ocra e un filo panna/ecrù la quantità che mi serve è 400 gr color panna/ecrù e 450 gr di colore ocra (taglia L/XL)? Grazie
21.05.2019 - 14:01DROPS Design svaraði:
Buongiorno Monica. Se lavora solo con due colori, occorrerà la stessa quantità di ognuno dei due. Le suggeriamo di confrontarsi anche con il suo rivenditore Drops di fiducia. Buon lavoro!
21.05.2019 - 14:51
																									 Marit Simensen skrifaði:
 
																									Marit Simensen skrifaði:
												
Denne var kjempefin! Når kommer det ut oppskrift???
27.02.2019 - 18:07
																									 Sara Murray skrifaði:
 
																									Sara Murray skrifaði:
												
Want to crochet this for the summer!
27.01.2019 - 22:56
																									 MercuryRain skrifaði:
 
																									MercuryRain skrifaði:
												
Love this!!!
12.01.2019 - 19:39
																									 Anette Sundin skrifaði:
 
																									Anette Sundin skrifaði:
												
Jättefin, kan hitta ngt mönster.
16.12.2018 - 10:53
																									 Roberta skrifaði:
 
																									Roberta skrifaði:
												
Simpatico poncho estivo.
11.12.2018 - 22:49| Beach Paradise#beachparadiseponcho | |||||||||||||
|  |  | ||||||||||||
| Heklað poncho með röndum úr DROPS Alpaca. Stykkið er heklað ofan frá og niður úr 2 þráðum Alpaca. Stærð S - XXXL.
							DROPS 200-32 | |||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsti stuðull í umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. RENDUR: Heklið 4 rendur, hver rönd er hekluð með 2 þráðum. RÖND 1: Heklið 10½-11½-12 cm með natur og ljós gulur. RÖND 2: Heklið 10½-11½-12 cm með natur og gulur. RÖND 3: Heklið 10½-11½-12 cm með natur og ljós beige. RÖND 4: Heklið 10½-11½-12 cm með natur og kamel. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring og er heklað ofan frá og niður. Allt stykkið er heklað í 2 þráðum Alpaca með RENDUR – sjá útskýringu að ofan. PONCHO: Heklið 128-144-162 loftlykkjur með heklunál 5 og 1 þræði í litnum natur og 1 þræði í litnum ljós gulur. Tengið lykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul – sjá HEKLLEIÐBEININGAR í útskýringu að ofan, heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 6-7-7 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, * heklið 1 stuðul í hverja af næstu 7-8-8 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul = 112-128-144 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 27-31-35 stuðlum, * heklið 4 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 28-32-36 stuðlum *, heklið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 4 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul. Nú eru 4 loftlykkjubogar í umferð með 28-32-36 stuðlum á milli hverra loftlykkjuboga. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú eftir mynsturteikningu A.1-A.3 þannig: ATH! Umferð með stjörnu er nú þegar hekluð, byrjið í næstu umferð. Heklið A.1 fram þar til 2 stuðlar eru eftir á undan fyrsta loftlykkjuboga, heklið A.2 einu sinni (= fyrri öxl), heklið A.1 fram að 2 stuðlum á undan næsta loftlykkjuboga, heklið A.3 einu sinni (= mitt að framan, setjið eitt prjónamerki hér), heklið A.1 fram þar til 2 stuðlar eru eftir á undan næsta loftlykkjuboga, heklið A.2 einu sinni (= seinni öxl), heklið A.1 fram þar til 2 stuðlar eru eftir á undan síðasta loftlykkjuboga, heklið A.3 einu sinni (= mitt að aftan, setjið eitt prjónamerki hér) og endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð 1 sinni á hæðina eru 176-192-208 lykkjur í umferð. Nú er útaukning fyrir axlir lokið og nú er einungis aukið út við miðju að framan og miðju að aftan. Heklað er eftir mynsturteikningu A.1 og A.3 þannig: Heklið A.1 fram þar til 2 stuðlar eru eftir á undan fyrsta loftlykkjuboga með prjónamerki í (= mitt að framan), heklið A.3 einu sinni, heklið A.1 fram þar til 2 stuðlar eru eftir á undan næsta loftlykkjuboga með prjónamerki í (= mitt að aftan), heklið A.3 einu sinni og endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. Haldið áfram að hekla svona þar til allar rendur hafa verið heklaðar til loka, stykkið mælist ca 42-46-48 cm frá hálsmáli til loka, meðfram stystu hliðinni, stillið af að síðasta umferð sé umferð með stuðlum (2. eða 4. umferð í A.1/A.3). Klippið og festið enda. TVINNUÐ SNÚRA: Klippið 4 þræði í litnum natur og 4 þræði í litnum ljós gulur ca 5 metra. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinnast aftur saman. Í hvorum enda á snúru eru festar 3 litlar tréperlur. Hnýtið hnút í endum þannig að snúran haldist tvinnuð og perlurnar séu fastar. Klippið enda á snúrunni og neðan á hnút þannig að endarnir verði að kögri. Þræðið snúruna upp og niður í 3. umferð í kringum hálsmál, byrjið og endið við miðju að framan. | |||||||||||||
| Skýringar á teikningu | |||||||||||||
| 
 | |||||||||||||
|  | |||||||||||||
|  | |||||||||||||
|  | |||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #beachparadiseponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | |||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.