Mia skrifaði:
Hallo! Wenn ich bei A5 die letzten 4 Reihen des Musters stricke, was mache ich mit den mittleren Maschen, wie stricke ich diese? Es sind ja nur die 4 zusammenhängenden Rechtsmaschen auf der linken Seite des Musters und rechts das Gleiche. Ich weiß nicht, wie ich dazwischen stricken soll.
15.10.2022 - 08:06DROPS Design svaraði:
Liebe Mia, der 1. und der letzte Zopf in A.5 werden jeweils bei jeder 6. Reihe gestrickt, aber das mittlere Muster wird über eine unterschiedlich Reihenanzahl gestrickt, dh, nach der 20. Reihe stricken Sie das mittlere Muster von der 1. Reihe wieder aber die beiden Zöpfen stricken Sie bei jeder 6. Reihe weiter. Viel Spaß beim stricken!
17.10.2022 - 09:02
Estelle skrifaði:
When starting the heel flap, I keep the first 13-15-15 stitches and the last 13-15-15 stitches on needle for heel, slip the last 38-42-42 stitches on a stitch holder (= mid on top of foot). But than If I Continue A.1 back and forth over heel stitch, it doesn’t work since the first stitch is in the middle of the heal making it different each side of the heal stiches making it impossible to following the pattern in A1. How do I do this? Thanks for your help
09.01.2022 - 02:36DROPS Design svaraði:
Dear Estelle, A.1 was worked over the first 12-16 sts and the last 12-16 sts on the round, you keep for heel 1 stitch before the last 12-16 sts (= the last stitch in A.4) + 1 stitch after the first A.1 on the round (= the first st in A.2) which are both P1, increase 1 st on each side (= edge sts) and now continue working A.1 as before. Adjust so that the cable (1st row in A.1) will be worked from RS). Happy knitting!
10.01.2022 - 08:33
Estelle Lavigne skrifaði:
At what point in the pattern do you do the second row of pattern A3 with the 34 stitches? The one where it’s only knit and purl stitches. It seams like it will make the pattern disalign between the purl and knit stitches. Thanks
24.12.2021 - 14:27DROPS Design svaraði:
Dear Estelle, you first work A.3 when the piece measures 4 cm, over 38 stitches. In the first row, you decrease to 34 stitches and, then, you work the second row of A.3. Afterward, you work A.5 over these 34 stitches. Happy knitting!
31.12.2021 - 19:36
Wade skrifaði:
Your pattern does not have A.5 included with the rest of the diagrams.
26.08.2020 - 15:19DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Wade, you will find diagram A.5 at the very bottom of the pattern, it is the last diagram worked over 34 sts. Happy knitting!
26.08.2020 - 16:07
Anna-Maria skrifaði:
Hallo! Die Arbeit soll ja in Runden gestrickt werden, wieso ist im Diagramm dann die Rede von Hin und Rückreihen? LG
19.11.2019 - 22:07DROPS Design svaraði:
Liebe Anna-Maria, A.1 wird über die Fersenmaschen auch in Hin- und Rückreihen gestrickt - sonnst wird ja die Diagramme in Runden gelesen. Viel Spaß beim stricken!
20.11.2019 - 08:11
Knight's Stance#knightsstancesocks |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar með köðlum úr DROPS Fabel. Stærð 35-43.
DROPS 182-32 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14-16-16 lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3 (á við um tá): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 68-76-76 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með Fabel. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = miðja að aftan. Prjónið A.1 hringinn (= 17-19-19 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar stykkið mælist 4 cm er næsta umferð prjónuð þannig: Haldið áfram með A.1 yfir fyrstu 12-16-16 lykkjur (= 3-4-4 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.2 (= 3 lykkjur), A.3 (= 38 lykkjur sem fækkaðar eru til 34 lykkjur), A.4 (= 3 lykkjur) og A.1 yfir síðustu 12-16-16 lykkjur (= 3-4-4 mynstureiningar með 4 lykkjur) = 64-72-72 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þannig: Haldið áfram með A.1 yfir fyrstu 12-16-16 lykkjur, A.2 (= 3 lykkjur), prjónið A.5 (= 34 lykkjur), haldið áfram með A.4 (= 3 lykkjur) og haldið áfram með A.1 yfir síðustu 12-16-16 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12-14-16 cm haldið eftir fyrstu 13-15-15 lykkjum og síðustu 13-15-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl, miðju 38-42-42 lykkjur eru settar á þráð (= mitt ofan á fæti). Haldið áfram með A.1 fram og til baka yfir hællykkjur og fitjið jafnframt upp 1 nýja kantlykkju í hvorri hlið í fyrstu umferð = 28-32-32 lykkjur. Þegar hællinn mælist 5-5½-6 cm fellið af 1 kantlykkju í hvorri hlið = 26-30-30 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13-14-16 lykkjur í hvorri hlið við hæl (prjónið upp lykkjur innan við 1 kantlykkju hvoru megin við hæl) og 38-42-42 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 78-86-90 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið við miðju 38 lykkjur ofan á fæti (í öllum stærðum). Haldið áfram hringinn með A.5 eins og áður yfir 34 miðjulykkjur ofan á fæti og A.6 (= 2 lykkjur) hvoru megin við A.5, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan fyrra prjónamerki ofan á fæti slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir seinna prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8-10-10 sinnum = 62-66-70 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (= 4-5-6 cm eftir að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10 lykkjur jafnt yfir A.5 og A.6 = 52-56-60 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 26-28-30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-3-2 sinnum = 12-16-16 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-8-8 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #knightsstancesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 182-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.