Anna skrifaði:
Vilken storlek bär hon på bilden?
10.03.2018 - 22:57DROPS Design svaraði:
Hej Anna, modellen är ca 170 cm och bär en storlek M. :)
13.03.2018 - 16:22
Catherine skrifaði:
Super modèle pour l'été ça rappel les années 70
23.02.2018 - 16:50
Janice Headley skrifaði:
Such a good collection ...really liked it....This will be perfect dress for summer season.also your tutorial is very informative . Thanks for sharing good ideas for your readers
23.02.2018 - 11:43
Efva Lindberg skrifaði:
Kan jag få en översiktlig beskrivning av hur tröjan virkas? Är det början från en axel och neråt?
15.02.2018 - 21:23DROPS Design svaraði:
Hei Efva. All informasjon til genseren står i oppskriften. Slik står det: TRÖJA: Fram- och bakstycket virkas fram och tillbaka i delar. Först virkas höger axel fram med ökning till hals, sedan virkas vänster axel fram med ökning till hals innan arbetet sätts tillsammans och det virkas fram och tillbaka till färdigt mått. Bakstycket virkas på samma sätt. Ärmarna virkas fram och tillbaka, uppifrån och ner. God Fornøyselse!
16.02.2018 - 08:09Kathleen skrifaði:
When will this pattern be available please Carney wait to make it
15.02.2018 - 12:34DROPS Design svaraði:
Dear Kathleen, this pattern is already available in some languages, your should come very soon. Happy crocheting!
15.02.2018 - 16:20
Laplace Francine skrifaði:
Bonjour quand les explications seront elles disponibles ? j'ai hâte de commander les fils !! merci. FRANCINE .
14.02.2018 - 15:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Laplace, elles ne devraient plus tarder :)
14.02.2018 - 18:47
Nuria skrifaði:
Precioso, esperando que suban el patrón y empezarlo.
07.02.2018 - 23:12
Åshild Westblikk skrifaði:
Fin!
07.02.2018 - 09:55
Rosa María skrifaði:
Me encanta. Estoy deseando empezarlo!!
30.01.2018 - 14:32
Agnès skrifaði:
Il me tarde de commencer! Superbe pour cet été!
23.01.2018 - 18:44
Quartier Latin#quartierlatinsweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með röndum, gatamynstri, langri klauf og ¾ ermum, hekluð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.
DROPS 187-24 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. eða 2. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð (fer eftir því hvort fyrri umferð byrjaði með 3 eða 2 loftlykkjum). Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er fyrsta lykkjan skipt út fyrir 2 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 fastalykkju í 3. eða 2. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Rendur eru útskýrðar að neðan – umferðirnar eru merktar með númeri í A.1, A.2 og A.3. 1-4: gráblár 5: ljós bleikfjólublár 6: dökk bleikfjólublár 7: natur 8: sinnep 9: vanillugulur 10-11: dökk beige 12: natur 13: ljós bleikfjólublár 14: ljós bláfjólublár 15: gráblár 16: vanillugulur 17: dökk beige 18: dökk bleikfjólublár 19: sinnep 20: ljós bleikfjólublár 21-22: natur 23: dökk beige 24: sinnep 25: ljós bláfjólublár 26-30: gráblár 31: dökk beige 32: dökk bleikfjólublár 33: sinnep 34: ljós bleikfjólublár 35-36: natur 37: dökk beige 38: sinnep 39: ljós bleikfjólublár 40: dökk bleikfjólublár RENDUR ERMI: Rendur eru útskýrðar að neðan – umferðirnar eru merktar með númeri í A.1, A.2 og A.3. 7: natur 8: sinnep 9: vanillugulur 10-11: dökk beige 12: natur 13: ljós bleikfjólublár 14: ljós bláfjólublár 15: gráblár 16: vanillugulur 17: dökk beige 18: dökk bleikfjólublár 19: sinnep 20: ljós bleikfjólublár 21-22: natur 23: dökk beige 24: sinnep 25: ljós bláfjólublár LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er þræðinum brugðið um heklunálina og þráðurinn dreginn í gegnum síðustu lykkjuna með nýja litnum, síðan er heklað áfram með nýja litnum. FESTIÐ ENDA (á við um fram- og bakstykki frá handveg og niður og ermar): Til þess að sleppa við að sauma inn marga enda eftir litaskipti eru 2 fyrstu stuðlarnir/fastalykkjurnar heklaðar í byrjun á hverri umferð með nýjum lit með tvöföldum þræði (í sama lit). Þetta er gert þannig: Passið uppá að hafa langan enda (ca 20-25 cm) þegar skipt er um lit, heklið endana saman með þræðinum frá dokkunni. Síðan eru endarnir lagðir meðfram lykkjunum frá fyrri umferð og heklað er utan um þá þannig að þeir verða faldir innan í lykkjunum. Að auki á sá endi sem þú ert með í lokin á umferð einnig að leggjast meðfram lykkjum þegar þú snýrð stykkinu þannig að hann sé einnig heklaður utan um þennan enda. Með þessari aðferð þá getur þú fest endana án þess að nota nál. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið innan við 2 síðustu lykkjur í hvorri hlið. Fækkið lykkjum með því að hoppa yfir síðustu lykkju í hvorri hlið á undan 2 síðustu lykkjum. Það er erfitt að segja til um hvar úrtakan lendir í mynstri, þess vegna er engin mynsturteikning með úrtöku, en prófið að stilla þær af í umferð með stuðlum/loftlykkjum (ekki í stórum loftlykkjubogum). ÚTAUKNING (á við neðst á ermum): Aukið út um 1 lykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í 1 lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er heklað fram og til baka í stykkjum. Fyrst er hægri öxl hekluð fram með útaukningu fyrir hálsmáli, síðan er vinstri öxl hekluð fram með útaukningu fyrir hálsmáli áður en stykkið er sett saman og heklað er fram og til baka til loka. Bakstykki er heklað alveg eins. Ermar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. HÆGRI ÖXL FRAM (séð þegar flíkin er mátuð): Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og LITASKIPTI! Heklið 36-36-36-44-44-44 loftlykkjur með heklunál 5,5 með litnum gráblár. Fyrsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 26-26-26-32-32-32 stuðlar í umferð. Heklið síðan RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er heklað mynstur eins og útskýrt er að neðan. Fyrsta umferð er hekluð frá réttu þannig (með litnum gráblár): Heklið A.1A (= 2 lykkjur), heklið A.1B yfir næstu 18-18-18-24-24-24 lykkjur (= 3-3-3-4-4-4 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.1C (= 6 lykkjur). Haldið svona áfram með rendur og mynstur fram og til baka þar til A.1 hefur verið heklað til loka. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Geymið stykkið og heklið vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI ÖXL AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Heklið 36-36-36-44-44-44 loftlykkjur með heklunál 5,5 með litnum gráblár. Fyrsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 26-26-26-32-32-32 stuðlar í umferð. Heklið síðan RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI, JAFNFRAMT er heklað mynstur eins og útskýrt er að neðan. Fyrsta umferð er hekluð frá réttu þannig (með litnum gráblár): Heklið A.1D (= 7 lykkjur), heklið A.1B yfir næstu 12-12-12-18-18-18 lykkjur (= 2-2-2-3-3-3 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.1E (= 7 lykkjur). Haldið svona áfram með rendur og mynstur fram og til baka þar til A.1 hefur verið heklað til loka. Í lok síðustu umferðar eru heklaðar 13-19-25-19-25-31 aðeins lausar loftlykkjur fyrir hálsmáli. Heklið nú stykkin saman að framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið frá réttu með hægri öxl fram, heklið síðan yfir loftlykkjur fyrir hálsmáli (heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju) og heklið síðan yfir lykkjur á vinstri öxl fram þannig: Heklið A.2A (= 2 lykkjur), heklið A.2B yfir næstu 60-66-72-78-84-90 lykkjur (= 10-11-12-13-14-15 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.2C (= 7 lykkjur). Haldið svona áfram með rendur og mynstur fram og til baka. Þegar A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, heklið A.3 1 sinni á hæðina alveg eins. Heklið síðan aftur A.2 þar til eftir eru 2 cm til loka eins og útskýrt er aðeins neðar í uppskrift. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-17-20-20-22-22 cm frá uppfitjunarkanti er sett 1 prjónamerki í hvora hlið til að merkja handveg. Heklið síðan 2 síðustu lykkjur í hvorri hlið með tvöföldum þræði til loka – lesið FESTIÐ ENDA! Heklið síðan eins og útskýrt er að ofan þar til stykkið mælist ca 64-66-68-70-72-74 cm. Skiptið yfir í litinn dökk bleikfjólublár og heklið 1 umferð með stuðlum – ATH: Veljið umferð frá einni mynsturteikningunni sem passar við þar sem þú ert í mynstri þannig að það verða 69-75-81-87-93-99 stuðlar í umferð. Klippið frá og festið enda. Framstykkin mælast ca 66-68-70-72-74-76 cm frá öxl og niður. VINSTRI ÖXL AÐ AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Heklið 36-36-36-44-44-44 loftlykkjur með heklunál 5,5 með litnum gráblár. Fyrsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 26-26-26-32-32-32 stuðlar í umferð. Geymið stykkið og heklið hægri öxl að aftan eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL AÐ AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Heklið 36-36-36-44-44-44 loftlykkjur með heklunál 5,5 með litnum gráblár. Fyrsta umferðin er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 26-26-26-32-32-32 stuðlar í umferð. Í lok þessara umferðar eru heklaðar 17-23-29-23-29-35 aðeins lausar loftlykkjur fyrir hálsmáli. Heklið nú stykkin saman að bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Byrjið frá réttu á hægri öxl að aftan, heklið síðan yfir loftlykkjur fyrir hálsmáli og síðan yfir lykkjur á vinstri öxl að aftan þannig: Heklið A.1A (= 2 lykkjur), heklið A.1B yfir næstu 60-66-72-78-84-90 lykkjur (= 10-11-12-13-14-15 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.1E (= 7 lykkjur). Haldið svona áfram með rendur og mynstur fram og til baka. Þegar A.1 hefur verið heklað til loka er heklað A.2 alveg eins. Eftir A.2 er heklað A.3 alveg eins þar til A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. Heklið síðan aftur A.2 þar til 2 cm eru eftir til loka – stillið af eftir framstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-17-20-20-22-22 cm frá uppfitjunarkanti er sett 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið til að merkja handveg. Heklið síðan 2 síðustu lykkjur í hvorri hlið með tvöföldum þræði til loka eins og á framstykki. Heklið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 64-66-68-70-72-74 cm – stillið af eftir framstykki. Skiptið yfir í dökk bleikfjólublár og heklið 1 umferð með stuðlum – ATH: Veljið eina umferð með stuðlum frá einni mynsturteikningunni sem passar við hvar þú ert í mynstri þannig að það verða 69-75-81-87-93-99 stuðlar í umferð. Klippið frá og festið enda. Bakstykkið mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm frá öxl og niður. ERMI: Munið eftir FESTIÐ ENDA! Heklið 61-61-69-69-77-77 loftlykkjur með heklunál 5,5 með litnum ljós bleikfjólublár. Fyrsta umferðin er hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í næstu loftlykkju, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 45-45-51-51-57-57 stuðlar í umferð. Næsta umferð er hekluð frá röngu þannig: 4 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli + 1 loftlykkju), hoppið yfir 2 stuðla, * 2 stuðlar í bilið á undan 3 næstu stuðlum, 1 loftlykkja * heklið frá *-* þar til 3 stuðlar eru eftir í umferð, hoppið yfir 2 stuðla og endið með 1 stuðul í síðasta stuðul = 45-45-51-51-57-57 lykkjur í umferð. Heklið síðan RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT heldur mynstur áfram eins og á fram- og bakstykki, þ.e.a.s. byrjið í byrjun á A.2 (umferð 7) og heklið A.2. Þegar A.2 er lokið eru 2 fyrstu umferðirnar heklaðar í A.3, síðan er jafnvel A.2 heklað áfram til loka (í flestum stærðum kemur lengd á ermum að nást áður en A.2 er lokið í fyrsta skipti). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5-4½-3½-3-2½-2½ cm millibili alls 7-7-9-9-10-10 sinnum í hvorri hlið = 31-31-33-33-37-37 lykkjur í umferð. Þegar ermin mælist ca 33-31-30-28-27-26 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) heklið síðan með gráblár til loka. Heklið 1 umferð með fastalykkjum frá röngu þar sem aukið er út um 2-2-6-6-8-8 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 33-33-39-39-45-45 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: A.1A (= 2 lykkjur), heklið A.1B yfir næstu 24-24-30-30-36-36 lykkjur (= 4-4-5-5-6-6 mynstureiningar með 6 lykkjum) og endið með A.1E (= 7 lykkjur). Haldið svona áfram en endið eftir 3. umferð í A.1. Klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 39-37-36-34-33-32 cm ofan frá og niður. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með litnum gráblár. Saumið ermar í á milli prjónamerkja á fram- og bakstykki. Saumið sauma undir ermum og hliðar sauma í eitt – byrjið neðst niðri á ermi og saumið í ystu lykkjuna, en endið sauminn þegar eftir eru ca 34 cm fyrir klauf í hvorri hið á fram- og bakstykki. HÁLSMÁL: Byrjið á öxl og heklið fyrstu umferð með heklunál 5,5 með litnum dökk bleikfjólublár þannig: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu umferð/loflykkjuboga *, heklið frá *-* í kringum allan hálsinn, endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Heklið keðjulykkjur að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, heklið 3 loftlykkjur, * 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #quartierlatinsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.