Silvia Engler skrifaði:
Ich freue mich schon auf die Anleitung
11.12.2013 - 17:09
Merethe skrifaði:
Sød og enkelt
11.12.2013 - 11:10
Beatrice skrifaði:
Il mio preferito !
11.12.2013 - 10:47
Marianne skrifaði:
Fin passform, og fin utringning!
11.12.2013 - 01:10
Ilona skrifaði:
Hübsches Modell, mit den überschnittenen Ärmchen sehr vorteilhafter Schnitt mit schönem Muster in der Passe
10.12.2013 - 22:53
Karin Ludwig skrifaði:
Nej, vad söt !!!
10.12.2013 - 18:43
Daniela Massari skrifaði:
Simpatico e dovrebbe essere anche comodo
10.12.2013 - 17:22
Sunny Side#sunnysidetop |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Muskat og DROPS Belle með gatamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 152-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l eftir 2. og 4. prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið um 1 l á undan 1. og 3. prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l eftir 2. og 4. prjónamerki þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út um 1 l á undan 2. og 3. prjónamerki þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið aftan í uppsláttinn í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 180-200-220-240-260-280 l á hringprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir í hringprjóna nr 4. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 7 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið 25-30-30-35-35-40 l sl, setjið 1 prjónamerki (= 1. prjónamerki), prjónið 40-40-50-50-60-60 l sl, setjið 1 prjónamerki (= 2. l prjónamerki), prjónið 50-60-60-70-70-80 l sl, setjið 1 prjónamerki (= 3. prjónamerki), prjónið 40-40-50-50-60-60 l sl, setjið 1 prjónamerki (= 4. prjónamerki), endið á 25-30-30-35-35-40 l sl. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Í næstu umf er fellt af 1 l við hvert prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA = 4 l færri. ATH! Lykkjufjöldinn við miðju að framan og miðju að aftan verður áfram sá sami, lykkjum er fækkað frá hlið. Endurtakið úrtöku í 8.-8.-8.-6.-6.-8. hverri umf 6-7-7-9-8-6 sinnum til viðbótar (= alls 7-8-8-10-9-7 úrtökur) = 152-168-188-200-224-252 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 32 cm. Í næstu umf er aukið út um 1 l við hvert prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING = 4 l fleiri. ATH! Lykkjufjöldinn við miðju að framan og við miðju að aftan verði sá sami, aukið út frá hlið. Endurtakið útaukningu í 4.- 6.- 4.- 6.- 8. hverri umf 5-4-5-6-5-5 sinnum til viðbótar (= alls 6-5-6-7-6-6 sinnum ) = 176-188-212-228-248-276 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 41-43-45-44-46-48 cm. Prjónið nú 2 umf garðaprjón yfir allar l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM. Fellið nú af fyrir ermi í næstu umf þannig: Fellið af fyrstu 4 l, prjónið 80-86-98-106-116-130 l sl, fellið af næstu 8 l, prjónið 80-86-98-106-116-130 l sl, fellið af síðustu 4 l JAFNFRAMT er að auki fækkað um 8-16-13-4-32-29 l jafnt yfir með sl = 152-156-183-208-200-231 l á prjóni. Klippið frá og festið enda. Geymið stykkið og prjónið kant á ermum KANTUR ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 54-58-62-68-72-76 l á hringprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 4 l jafnt yfir (þetta er gert til þess að kanturinn verði ekki of stífur á ermi) = 50-54-58-64-68-72 l á prjóni. Klippið frá og geymið stykkið, prjónið annan kant á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn kant á ermum á sama hringprjón nr 4 eins og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 252-264-299-336-336-375 l á prjóni (prjónið ekki l þegar þær eru settar á sama hringprjón). Prjónið mynstur A.1 (= 12-12-13-14-14-15 l) – sjá útskýringu að ofan – yfir allar l (= 21-22-23-24-24-25 mynstureiningar á breiddina). Haldið svona áfram með mynstur. Eftir alla úrtöku eru 126-132-138-144-144-150 l á prjóni. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið kant á ermum (þ.e.a.s. 4 umf garðaprjón) við 2 fyrstu l á fram- og bakstykki eins og fellt var af fyrir ermum í hvorri hlið. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunnysidetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 152-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.