Evi skrifaði:
Sehr schön
30.05.2013 - 21:49
Auffret Nadine skrifaði:
Magnifique.
30.05.2013 - 20:00
Françoise skrifaði:
Très joli
30.05.2013 - 18:43
Claessen skrifaði:
Très beau modèle que l'on se réjouit de le tricoter
30.05.2013 - 17:20
Lis skrifaði:
Super flot - tror den kan blive et stort hit
30.05.2013 - 16:43
Jutta skrifaði:
This is BEAUTIFUL !
30.05.2013 - 14:50
Tine skrifaði:
Wauw! The colour and the cables - great!
30.05.2013 - 14:33
Arja skrifaði:
Raikas ihana neule!
30.05.2013 - 14:24
Gladiola#gladiolacardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima með köðlum og sjalkraga. Stærð S - XXXL
DROPS 150-10 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * Prjónið 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjóni sl yfir br og br yfir sl. Endurtakið umf 2. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR Í KANTI AÐ FRAMAN: Prjónið stuttar umferðir yfir lykkjur í kanti að framan, þannig að kanturinn dragist ekki saman á lengdina. Prjónið í 10. hverri umf frá réttu – þannig: Prjónið 18 l (= hægri kantur að framan), snúið við og prjónið til baka. Prjónið 1 umf yfir allar l eins og áður. Snúið við og prjónið 18 l (= vinstri kantur að framan), snúið við og prjónið til baka. Snúið við og prjónið 1 umf yfir allar l eins og áður. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá miðju að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellt er af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ: S: 26, 34 og 42 cm STÆRÐ M: 27, 35 og 43 cm STÆRÐ: 28, 36 og 44 cm STÆRÐ XL: 29, 37 og 45 cm STÆRÐ XXL: 30, 38 og 46 cm STÆRÐ XXXL: 31, 39 og 47 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar lykkjurnar. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 278-294-314-334-362-382 l (meðtaldar 18 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 6 með Lima. Prjónið 1 umf br frá röngu, prjónið nú þannig: Prjónið 18 l garðaprjón (= kantur að framan) * 2 l sl, 2 l br * endurtakið frá *-*, endið á 2 l sl og 18 l garðaprjón (= kantur að framan). Prjónið stroff 8 cm. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og fækkað er um 48-48-52-56-60-64 l jafnt yfir (ekki fækkað lykkjum yfir fyrstu og síðustu 24 l, þær eru prjónaðar áfram í garðaprjóni og í stroffprjóni eins og áður) = 230-246-262-278-302-318 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7. Prjónið nú frá réttu – þannig: Prjónið 18 l garðaprjón, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, prjónið PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – þar til 24 l eru eftir, prjónið 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 18 l garðaprjón. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 67-71-75-79-85-89 l inn frá hvorri hlið (bakstykki = 96-104-112-120-132-140 l). Haldið áfram með þetta mynstur JAFNFRAMT eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR Í KANTI AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerkin, endurtakið úrtöku með 4-4-4½-4½-3½-4 cm millibili 7 sinnum til viðbótar (= alls 8 úrtökur) = 198-214-230-246-270-286 l. Munið að fella af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 38-40-42-44-37-39 cm prjónið 1 umf frá röngu þar sem aukið er út jafnt yfir þannig: Aukið út um 2-2-2-2-3-3 l á hvoru framstykki og 8-8-8-8-10-10 l á bakstykki = 210-226-242-258-286-302 l. Prjónið nú frá réttu – þannig: Prjónið 18 l garðaprjón (= kantur að framan), 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, A.1 (= 17 l), * 2 l sl, 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br *, endurtakið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið yfir næstu 2-10-18-26-2-10 l (í stærð S og XXL eru einungis prjónaðar 2 l sl) *, 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 14 l, A.1, * 2 l sl, 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br *, endurtakið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10-18-26-2-10 l (í stærð S og XXL eru einungis prjónaðar 2 l sl), * 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, A.1, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 18 l garðaprjón (= kantur að framan). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram frá réttu – þannig: STÆRÐ S-M-L-XL: Prjónið 18 l garðaprjón (= kantur að framan), 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, A.1 (= 17 l), 2 l sl, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10-18-26 l (í stærð S eru einungis prjónaðar 2 l sl), A.1, 2 l sl, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 14 l, A.1, 2 l sl, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10-18-26 l (í stærð S eru einungis prjónaðar 2 ls l), A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 18 l garðaprjón (= kantur að framan). Haldið áfram með þetta mynstur. STÆRÐ XXL-XXXL: Prjónið 18 l garðaprjón (= kantur að framan), 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, A.1 (= 17 l), 2 l sl, A.1, 2 l sl, 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10 l (í XXL eru einungis prjónaðar 2 l sl), 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br, 2 l sl, A.1, 2 l sl, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 14 l, A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10 l (í stærð XXL eru einungis prjónaðar 2 l sl), 2 l br, perluprjón yfir næstu 13 l, 2 l br, 2 l sl, A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 18 l garðaprjón (= kantur að framan). Þegar A.1 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina við miðju að framan og við miðju að aftan er prjónað áfram þannig: 18 l garðaprjón (= kantur að framan, 2 l sl, 2 l br, 2 l A1 (= 17 l), 2 l sl, A.1, 2 l sl, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10 l (í stærð XXL eru einungis prjónaðar 2 l sl), A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, A.1 * 2 l sl, 2 l br *,endurtakið frá *-* yfir næstu 14 l, A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, A.1, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* yfir næstu 2-10 l (í stærð XXL eru einungis prjónaðar 2 l sl), A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, A.1, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 18 l garðaprjón (= kantur að framan). Haldið áfram með þetta mynstur. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stykkið mælist 56-57-58-59-60-61 cm eru fyrstu og síðustu 61-65-69-73-80-84 l á þráð, prjónið nú einungis yfir miðju 88-96-104-112-126-134 l = bakstykki. BAKSTYKKI: Haldið áfram með mynstur A.1 og stroff þar til 4 umf eru eftir og A.1 hefur verið prjónað 4-4-4-4-5-5 sinnum á hæðina við miðju að aftan (stykkið mælist ca 72-74-76-78-80-82 cm). Fellið nú af miðju 18 l fyrir hálsmáli = 35-39-43-47-54-58 l eftir á hvorri öxl. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af þegar A.1 hefur verið prjónað 4-4-4-4-5-5 sinnum á hæðina (stykkið mælist ca 74-76-78-80-82-84 cm). HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka fyrstu 61-65-69-73-80-84 l á prjóninn. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist ca 74-76-78-80-82-84 cm á hæðina (stillið af eftir bakstykki) fellið af fyrstu 35-39-43-47-54-58 l frá röngu fyrir öxl = 26 l eftir á prjóni. Prjónið út umf. Prjónið nú stuttar umferðir yfir 26 l frá réttu – þannig: * Prjónið 2 umf yfir fyrstu 13 l, prjónið 2 umf yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kanturinn við hálsmál mælist 8 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 44-48-48-52-52-56 l á sokkaprjóna nr 6 með Lima. Prjónið stroff 2 l sl, 2 l br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf br, JAFNFRAMT er fækkað um 7-9-7-9-9-11 l jafnt yfir = 37-39-41-43-43-45 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7. Prjónið nú þannig: Prjónið 16-18-20-22-22-24 l í perluprjóni, 2 l sl, A.1 (= 17 l), 2 l sl. Haldið svona áfram með mynstur, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 9 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við mynstureiningu í perluprjóni, l eru prjónaðar jafnóðum inn í perluprjón. Endurtakið útaukningu með 4-3½-3-3-2-2 cm millibili 9-10-11-11-13-13 sinnum til viðbótar (alls 10-11-12-12-14-14 útaukningar) = 57-61-65-67-71-73 l. Þegar stykkið mælist 49-48-46-45-42-40 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið erma í. Saumið saman kraga við miðju að aftan og saumið við hálsmál. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #gladiolacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 150-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.