Anette skrifaði:
Vil lige sige at der står at der skal bruges 9 nøgler i str. L. Desværre bestilte jeg 10 nøgler fra SAKKO garn, men dette er stadig ikke nok skal bruge yderligere 1 nøgle som jeg ikke ved om jeg kan få med den samme indfarvning da SAKKO holder ferie lukket. Godt nok ærgerligt havde sådan glædet mig til at strikke den.
15.02.2013 - 21:06DROPS Design svaraði:
Nej hvor synd! Vi skal se på garnforbruget igen!
18.02.2013 - 16:01Nina skrifaði:
Ca me plais beaucoup.
28.01.2013 - 09:42
Renate Rausch skrifaði:
Maisglöckchen oder Lichtblicke oder Sweetbird als Modellname
09.01.2013 - 00:45
Gunilla skrifaði:
Midsommar
06.01.2013 - 16:04
Marianne skrifaði:
Sommerfin
06.01.2013 - 14:13
Lill-Ann Stigen skrifaði:
Jeg syntes denne var veldig søt, og så veldig sommerlig og lett ut.
03.01.2013 - 10:29Marianne skrifaði:
Superschnitt!!!
30.12.2012 - 16:29
Marion skrifaði:
Leuk model
29.12.2012 - 19:32
Bente skrifaði:
SUNSHINE
28.12.2012 - 10:44
Vorsatz skrifaði:
Hübsche Tunika.
25.12.2012 - 22:01
Anette#anettetop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Muskat með gatamynstri og laskalínu. Stærð S - XXXL
DROPS 146-8 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá byrjun fyrir þína stærð í A.5. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Prjónað er í hring á hringprjóna neðan frá og upp. TOPPUR: Fitjið upp 224-240-264-296-328-360 l á hringprjóna nr 4 með Muskat. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið nú A.1 yfir allar l. Prjónið A.1 2 sinnum á hæðina, prjónið nú A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 168-180-198-222-246-270 l á prjóni. Prjónið A.3 yfir allar l, alls 9-9-10-10-11-11 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 40-40-43-43-46-46 cm. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 1 í byrjun umf og 1 eftir 84-90-99-111-123-135 l (= í hlið). Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l, prjónið nú sléttprjón. Þegar stykkið mælist 53-55-58-60-64-66 cm prjónið 4 umf garðaprjón yfir 4 l í hvorri hlið (= 2 l hvoru megin við prjónamerki), aðrar l eru prjónaðar eins og áður. Fellið nú af miðju 4 l í hvorri hlið fyrir handveg = 80-86-95-107-119-131 l á fram/bakstykki. Stykkið mælist nú ca 54-56-59-61-65-67 cm. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir framstykki, fitjið upp 81-81-89-89-97-97 nýjar l yfir handveg, prjónið sléttprjón yfir bakstykki, fitjið upp 81-81-89-89-97-97 nýjar l yfir handveg í hinni hliðinni = 322-334-368-392-432-456 l. Prjónið 3 umf yfir allar l þannig: Prjónið garðaprjón yfir nýju 81-81-89-89-97-97 l fyrir ermi á hvorri hlið, þær l sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við nýju l fyrir ermi í hvorri hlið (= 4 prjónamerki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið nú þannig: Sléttprjón yfir fyrstu 80-86-95-107-119-131 l (= framstykki), A.4 A (= 8 l), A.4 B (= 8 l) alls 8-8-9-9-10-10 sinnum, A.4 C (= 9 l), prjónið sléttprjón yfir næstu 80-86-95-107-119-131 l (= bakstykki), A.4 A (= 8 l), A.4 B (= 8 l ) alls 8-8-9-9-10-10 sinnum, endið á A.4 C (= 8 l). Haldið áfram með þetta mynstur, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir laskalínu á fram /bakstykki, á ermi er A.4 prjónað án úrtöku. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í annarri hverri umf (4 úrtökur í hverri umf) – þannig: Í byrjun á fram/bakstykki er lykkjum fækkað - byrjið eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, prjónið 1 l, steypið óprjónuðu l yfir. Í lok á fram/bakstykki er lykkjum fækkað þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki: Prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina (nú hefur lykkjum verið fækkað 6 sinnum á fram- og bakstykki) prjónið nú A.5 yfir A.4 – haldið áfram í sléttprjóni og úrtöku í annarri hverri umf á fram/bakstykki. Skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörfum. Haldið áfram þar til A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina (nú hefur lykkjum verið fækkað alls 20-20-22-22-24-24 sinnum á fram- og bakstykki) = 118-130-140-164-180-204 l eftir á prjóni. Prjónið 4 umf garðaprjón, JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 0-4-10-30-42-58 l jafnt yfir = 118-126-130-134-138-146 l. Fellið af. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #anettetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.