DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Evrópsk öxl (framstykki)

Í þessum leiðbeiningum sýnum við hvernig við skref-fyrir-skref hvernig við prjónum hægra og vinstra framstykki með evrópskri öxl. Við notum mynstrið í barnapeysunni Sweet Peppermint (DROPS Children 47-12) í stærð 2 ára, en munið að fylgja lykkjufjöldanum / útaukningu í þeirri stærð sem þú hefur valið!

Neðst á síðunni finnurðu myndband sem gæti verið gagnlegt, sem og form þar sem þú getur beðið sérfræðinga okkar um aðstoð ef þú þarft á því að halda!

Nú byrjum við!

Við höfum nú þegar prjónað fyrri hluta á bakstykki og nú prjónum við framstykkin.

Við prjónum með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr. 9029 salviu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr. 45 mjúk mynta og með 5 mm prjónum. Við notum 1 þráði í hvorri tegund.

Prjónið upp 14 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. lykkjur eru prjónaðar upp jafnt yfir frá hálsmáli og að merki í hlið, sjá D í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka.

Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál.

Aukið út til vinstri í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir 3 lykkjum. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan.

Lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.

Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 18 lykkjur.

Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan.

Prjónið upp 14 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. lykkjur eru prjónaðar upp jafnt yfir frá merki í hlið og inn að hálsmáli, sjá E í teikningu með máli).

Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál.

Aukið út til hægri í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 3 lykkjum. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan.

Lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.

Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 18 lykkjur. Eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu.

Bæði framstykkin hafa nú verið prjónuð og eru klár til að setja þau saman.

Nú eru báðar axlirnar prjónaðar.

Næsta skref er að fitja upp nýjar lykkjur fyrir hálsmál og setja stykkið saman. Sjá hvernig í leiðbeiningunum: Evrópsk öxl (stykkið sett saman).

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar nánari upplýsingar varðandi mismunandi prjón á lykkjum eða aðferð, þá er hér listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd til aðstoðar:

Athugasemdir (2)

Country flag Chin Matthews skrifaði:

Hi! I need to make a modification to a sweater pattern that I'm working on. I am wondering how do you determine how long you work on the shoulder pieces before increasing to shape the neckline? Are you solving for the length represented the star in the diagram? Any help would be appreciated!

15.01.2025 - 01:07

DROPS Design svaraði:

Dear Mrs Matthews, sorry it's not possible to described that, this will depend on the modell, desired shape, size etc.. maybe you can take inspiration from a similar pattern. Happy knitting!

15.01.2025 - 10:01

Country flag Bertorello skrifaði:

Bonjour Je tricote le pull rayure Que veut dire mesurer 21 cm depuis les côtes .on compte les côtes où on mesure après les côtes . Merci

08.01.2025 - 20:51

DROPS Design svaraði:

Bonjour Mme Bertorello, pourriez-vous poser votre question dans la rubrique "questions" du modèle tricoté? Nous pourrons ainsi vérifier et vous répondre. Merci pour votre compréhension.

09.01.2025 - 18:23

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.