Ertu klár fyrir vísbendingu #5? Nú ætlum við að hekla 12 nýjar umferðir og nota fullt af fallegum litum!
Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni.
MYNSTUR:
Í vísbendingu #5 ætlum við að hekla eftir mynsturteikningu A.5a og A.5b. A.5a sýnir hvernig umferðin byrjar. ATH: Byrjun á umferð er teiknuð yfir hverja aðra í sömu mynsturteikningu sem við heklum til skiptis frá hægri og vinstri hlið á sjali en ekki yfir hverja aðra.
RENDUR:
Þræðirnir eru klipptir frá eftir hverja umferð, ef næsta umferð er ekki hekluð með sama lit. Endar eru festir í hlið í lokin.
21.UMFERÐ: kórall (litur c)
22.UMFERÐ: kirsuberjarauður (litur f)
23.UMFERÐ: kórall (litur c)
24.UMFERÐ: púður (litur a)
25.-27.UMFERÐ: sægrænn (litur g)
28.UMFERÐ: púður (litur a)
29.UMFERÐ: sinnep (litur b)
30.UMFERÐ: rauður (litur d)
31.UMFERÐ: púður (litur a)
32.UMFERÐ: gallabuxnablár (litur i)
LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu lykkjuna í umferð með fyrsta lit, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju með nýja litnum, eftir þetta er næsta umferð hekluð.
Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt mynsturteikningunni eftir sem samanstendur af A.4a og A.4b sem þú sérð að neðan. Vantar þig frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu.
Við heklum áfram RENDUR með því að nota mynstur í mynsturteikningu A.5b (A.5a sýnir hvernig hver umferð byrjar og er hekluð til viðbótar í lykkjur í A.5b).
![]() |
= | 1 loftlykkja |
![]() |
= | 3 loftlykkjur |
![]() |
= | 1 fastalykkja um loftlykkjuboga |
![]() |
= | Frá réttu: 1 fastalykkja í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 fastalykkja í fremri lykkjuboga |
![]() |
= | 1 stuðull um loftlykkjuboga |
![]() |
= | Frá réttu: 1 stuðull í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 stuðull í fremri lykkjuboga |
![]() |
= | Heklið kúlu um loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 3 tvíbrugðna stuðla um sama loftlykkjuboga, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga í gegnum alla stuðlana, heklið 1 stuðul í sama loftlykkjuboga, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. |
![]() |
= | Í byrjun á umferð eru heklaðar 3 loftlykkjur |
![]() |
= | Í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja |
![]() |
= | Í umferð með ör er aukið út (með þeirri lykkju sem sýnd er í mynsturteikningu) hvoru megin við prjónamerkið – sjá útskýringu við mynd að neðan. |
![]() |
= | byrjið á mynsturteikningu hér |
Hér er nánari útskýring á því hvernig þú byrjar á vísbendingu #5. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.
Heklið 21.- 23. umferð með röndum og mynstri A.5b (A.5a sýnir hvernig hver umferð byrjar og er hekluð sem viðbót við lykkjur í A:5b) og munið eftir LITASKIPTI!
Heklið 24.- 25. umferð með útaukningu í 24. umferð.
ÖR 7 (= 24.umferð/ranga): Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka fastalykkju um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 288 fastalykkjur.
Heklið 26.- 27. umferð með útaukningu í 26. umferð.
ÖR 8 (= 26.umferð/ranga): Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í eina lykkju (= 24 lykkjur fleiri) = 312 fastalykkjur.
Heklið 28.- 29. umferð með útaukningu í 28. umferð.
ÖR 9 (= 28.umferð/ranga): Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 stuðla í eina lykkju (= 24 lykkjur fleiri) = 336 stuðlar.
Heklið umferð 30.- 32. með útaukningu í 30. umferð.
ÖR 10 (= 30.umferð/ranga): Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka stuðul um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 360 stuðlar.
Nú höfum við heklað 32 umferðir í sjalinu og erum búin með vísbendingu #5, stykkið mælist ca 50 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Á mynd að neðan getur þú séð hvernig stykkið vex með flottu litunum!
Esta muy bonita Gracias
03.10.2023 - 00:35