Vísbending #5 - Nú byrjar partíið!

Ertu klár fyrir vísbendingu #5? Nú ætlum við að hekla 12 nýjar umferðir og nota fullt af fallegum litum!

Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni.

Fyrst smá upplýsingar

MYNSTUR:
Í vísbendingu #5 ætlum við að hekla eftir mynsturteikningu A.5a og A.5b. A.5a sýnir hvernig umferðin byrjar. ATH: Byrjun á umferð er teiknuð yfir hverja aðra í sömu mynsturteikningu sem við heklum til skiptis frá hægri og vinstri hlið á sjali en ekki yfir hverja aðra.

RENDUR:
Þræðirnir eru klipptir frá eftir hverja umferð, ef næsta umferð er ekki hekluð með sama lit. Endar eru festir í hlið í lokin.
21.UMFERÐ: kórall (litur c)
22.UMFERÐ: kirsuberjarauður (litur f)
23.UMFERÐ: kórall (litur c)
24.UMFERÐ: púður (litur a)
25.-27.UMFERÐ: sægrænn (litur g)
28.UMFERÐ: púður (litur a)
29.UMFERÐ: sinnep (litur b)
30.UMFERÐ: rauður (litur d)
31.UMFERÐ: púður (litur a)
32.UMFERÐ: gallabuxnablár (litur i)

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu lykkjuna í umferð með fyrsta lit, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju með nýja litnum, eftir þetta er næsta umferð hekluð.

Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt mynsturteikningunni eftir sem samanstendur af A.4a og A.4b sem þú sérð að neðan. Vantar þig frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu.

Stutt útskýring

Við heklum áfram RENDUR með því að nota mynstur í mynsturteikningu A.5b (A.5a sýnir hvernig hver umferð byrjar og er hekluð til viðbótar í lykkjur í A.5b).

Mynsturteikning fyrir vísbendingu #5

= 1 loftlykkja
= 3 loftlykkjur
= 1 fastalykkja um loftlykkjuboga
= Frá réttu: 1 fastalykkja í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 fastalykkja í fremri lykkjuboga
= 1 stuðull um loftlykkjuboga
= Frá réttu: 1 stuðull í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 stuðull í fremri lykkjuboga
= Heklið kúlu um loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 3 tvíbrugðna stuðla um sama loftlykkjuboga, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga í gegnum alla stuðlana, heklið 1 stuðul í sama loftlykkjuboga, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni.
= Í byrjun á umferð eru heklaðar 3 loftlykkjur
= Í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja
= Í umferð með ör er aukið út (með þeirri lykkju sem sýnd er í mynsturteikningu) hvoru megin við prjónamerkið – sjá útskýringu við mynd að neðan.
= byrjið á mynsturteikningu hér

Vantar þig aðstoð við að byrja?

Hér er nánari útskýring á því hvernig þú byrjar á vísbendingu #5. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.

Heklið 21.- 23. umferð með röndum og mynstri A.5b (A.5a sýnir hvernig hver umferð byrjar og er hekluð sem viðbót við lykkjur í A:5b) og munið eftir LITASKIPTI!


Heklið 24.- 25. umferð með útaukningu í 24. umferð.
ÖR 7 (= 24.umferð/ranga): Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka fastalykkju um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 288 fastalykkjur.


Heklið 26.- 27. umferð með útaukningu í 26. umferð.
ÖR 8 (= 26.umferð/ranga): Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í eina lykkju (= 24 lykkjur fleiri) = 312 fastalykkjur.


Heklið 28.- 29. umferð með útaukningu í 28. umferð.
ÖR 9 (= 28.umferð/ranga): Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 stuðla í eina lykkju (= 24 lykkjur fleiri) = 336 stuðlar.


Heklið umferð 30.- 32. með útaukningu í 30. umferð.
ÖR 10 (= 30.umferð/ranga): Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka stuðul um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 360 stuðlar.


Tilbúið!

Nú höfum við heklað 32 umferðir í sjalinu og erum búin með vísbendingu #5, stykkið mælist ca 50 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Á mynd að neðan getur þú séð hvernig stykkið vex með flottu litunum!

Ekki gleyma að deila myndum af verkefninu þínu með okkur í dropsalong gallery!

Kennslumyndband

Athugasemdir (15)

Cecilia wrote:

Esta muy bonita Gracias

03.10.2023 - 00:35

Inger M. G. Vandkjær wrote:

Har svært ved at hækle sidste række pga dårligt garnvalg (drops cotton light) fordi garnet deler sig. Kan I foreslå et alternativ til knopperne, som giver fylde uden at man skal trække tråden gennem 6 masker - det går galt hver gang.

27.06.2018 - 11:02

Lene Byholt wrote:

Skal markeringstrådene følge med til arbeidets slutt? Skal man da bare trekke de oppover eller bør de være like lange som arbeidet? Savner en forklaring på dette!

21.05.2018 - 23:39

DROPS Design answered:

Hej Lene, du kan bare trække dem med oppover i arbejdet :)

28.05.2018 - 09:15

Rose wrote:

Tina: 120

19.05.2018 - 17:16

Tina wrote:

Wie viele Noppen sind es in der letzten Reihe bei Clue 5?

19.05.2018 - 14:25

DROPS Design answered:

Liebe Tina, Sie haben 360 Stb und es gibt 12 M / Rapport = 30 Rapport x 4 Noppen = 120 Nopen bei der letzten Reihe. Viel Spaß beim häkeln!

22.05.2018 - 11:00

Ana María wrote:

Muchísimas gracias Ana. En la vuelta 21 si tenia los 88 arcos. Los debí de contar mal. Las demas vueltas ya me van saliendo bien. Sonia yo cambie los hilos marcadores por los marcadores de siempre. Yo me liaba mucho con los hilos y con los marcadores me va mucho mejor. Gracias a todas por vuestra ayuda

16.05.2018 - 22:14

Sonia wrote:

Genial Ana! Muchas gracias!

16.05.2018 - 18:49

Ana wrote:

Sonia: Yo estoy utilizando marcadores, la única diferencia es que con el hilo sólo tienes que ir moviéndolo hacia atrás y hacia adelante, según vas avanzando y los marcadores tienes que ir quitándolos y poniéndolos. Haz lo que te resulte más cómodo.

16.05.2018 - 17:53

Ana wrote:

Vuelta 21= 88 arcos. Seguimos con 264 puntos, sin contar las 3 cadenas del comienzo. En esa vuelta, coloca un punto alto en el último punto alto de cada grupo de 3 puntos altos de la vuelta 20. Salta los puntos de 2 en 2,, salvo al comienzo, que sólo se salta 1 punto.

16.05.2018 - 17:49

Sonia wrote:

Hola, ¿Los hilos se pueden sustituir por marcadores? ¿Que diferencia hay? Gracias

16.05.2018 - 17:06

DROPS Design answered:

Hola Sonia, sí, se pueden cambiar los hilos por marcapuntos. Hay que prestar atención para colocarlos en la posición correcta en las filas con aumentos.

20.05.2018 - 20:27

Ana María wrote:

Hola muy buenas. Quisiera preguntar cuantos arcos deben de quedar en la vuelta 21??, no lo pone y luego para cuando llegue la vuelta de aumentos quiero que me cuadre. A mi me salen 87 arcos en la vuelta 21. Muchísimas gracias y muchas felicidades por este cal tan divino.

16.05.2018 - 16:42

DROPS Design answered:

Hola Ana María, deberían quedar 88 arcos, un arco por cada grupo de puntos altos de la fila anterior.

20.05.2018 - 20:29

Ana wrote:

Noemí Ferret i López: Sí, la vuelta 21 se empieza por el lado derecho, donde está la estrella o asterisco (*). Está escrito encima del diagrama. La vuelta 2 se empezaría a leer por la izquierda, y la vuelta 3 por la derecha, y así sucesivamente.

16.05.2018 - 14:56

Marieke wrote:

Saskia Bos: dat is de basis kleur waar je ook mee bent begonnen, kleur A.

16.05.2018 - 13:27

Noemí Ferret I López wrote:

La vuelta 21 se empieza por el lado derecho?

16.05.2018 - 12:11

DROPS Design answered:

Hola Noemí, si, todas las filas impares comienzan por el lado derecho.

20.05.2018 - 20:30

Saskia Bos wrote:

Ik ga starten met clue 5 en heb pakket Belle. In de beschrijving staat dat de tussen toeren met ‘kleur een’ moeten. Welke kleur (+ nummer) is dat in mijn pakket? Alvast bedankt....

16.05.2018 - 10:42

DROPS Design answered:

Hallo Saskia, Het moet kleur 'a' zijn en niet kleur 'een'. Dat was een typ-/vertaalfout en het is nu gecorrigeerd. Hopelijk is het nu duidelijk.

16.05.2018 - 16:02

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.