Við nálgumst endalokin! Hefur þú einhverja hugmynd um hvernig þú ætlar að setja saman ferningana í teppinu? Við ætlum að sýna þér hvernig við höfum sett saman okkar teppi, en þú getur að sjálfsögðu gert þína útgáfu.
Ef þig langar til að gera teppið stærra eða bara öðruvísi, þá getur þú sótt og prentað út pdf skjal með öllum ferningunum sem þú getur klippt út og prufað þig áfram!
Góða skemmtun!
Í frágang notum við lit 01 hvítur.
Hér sérðu hvernig við höfum sett saman ferningana. (Smelltu á myndina til að stækka hana).
Við byrjum með að setja saman sex stóru ferningana.
Byrjið með tvo ferningana efst til vinstri – einn frá vísbendingu#5 og annan frá vísbendingu#9.
Heklið 2 ferninga (#5 og #9) saman þannig: Leggið rönguna á móti röngu og byrjið með 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin (loftlykkjubogana), heklið í gegnum bæði lögin með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju út umferðina. Endið með 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin (loftlykkjubogana) = 42 fastalykkjur, klippið frá.
Nú setjum við þriðja ferninginn saman við hina tvo sem við höfum heklað saman, undir ferninginn frá vístbendingu #9, eins og sýnt er á myndinni að neðan.
Haldið áfram að hekla saman hina þrá stóru ferningana, vísbending #9, #2 og #2, alveg eins, eins og þú sérð hér.
Nú ætlum við að setja saman alla stóru sex ferningana þannig:
Leggið röngu á móti röngu og byrjið með 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin, heklið í gegnum bæði lögin með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin út umferðina. Endið með 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin. Klippið frá og festið enda.Nú heklum við litlu ferningana saman í einn «ramma» sem heklaður er saman við stóru ferningana í lokin. Heklið 2 og 2 litla ferninga saman eins og sýnt er á mynsturteikningu að neðan. Leggið röngu á móti röngu og byrjið með 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin, heklið í gegnum bæði lögin með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í gegnum bæði hornin yfir báða ferningana = 28 fastalykkjur (12 fastalykkjur + horn = 14 lykkjur í hverjum ferning). Klippið frá.
Heklið 4 síðustu ferningana í hvert horn alveg eins og ferningana að ofan, en heklið 2 fastalykkjur í sama horn á ysta ferningnum (#3) þegar maður snýr stykkinu (= 28 fastalykkjur). Klippið frá og festið alla enda.
Nú heklum við ystu ferningana saman við innstu ferningana þannig: Byrjið við stjörnu í teikningu, leggið röngu á móti röngu og heklið í gegnum bæði lögin, byrjið í horni á innsta ferningnum (#7) og hornið á ysta ferningnum (#8) með 1 fastalykkju. Eftir það er heklað í gegnum bæði lögin með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í gegnum öll hornin, haldið svona áfram umferðina hringinn. Klippið frá.
Heklið nú stóru og smáu ferningana saman eins og útskýrt var með 14 fastalykkjum í hverja af smáu ferningunum (þ.e.a.s. 1 fastalykkja í hverja af 12 fastalykkjum og 1 fastalykkja í hverja af 2 hornum). Klippið frá og festið alla enda.
Þegar allir ferningarnir hafa verið heklaðir saman mælist teppið ca 105 x 80 cm.
Nú ertu klár í að byrja að hekla kantinn í kringum teppið, það gerum við í næstu vísbendingu!
MiColchita wrote:
Mil gracias por todo el tutorial, realmente he venido disfrutando cada semana con las pistas. ES una gran pena que no se consigan lanas drops you en México pero logre encontrar bellos colores primaverales en un algodón totalmente mexicano. Mi proyecto va quedando lindo lindo, muero por terminarlo y enviar la foto. Gracias Gracias Gracias !!!
15.05.2017 - 05:32