-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
LOFTLYKKJA:
Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju.
HEKLLEIÐBEININGAR:
Allar umferðir byrja með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur kemur sem viðbót.
ÚRTAKA-1 (á við um tá):
Það er hekluð 1 fastalykkja í hverja fastalykkju fram þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki í:
* Stingið inn heklunálinni í næstu lykkju, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, það eru 4 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni. Það hefur fækkað um 2 fastalykkjur. Endurtakið við hitt prjónamerkið. Það hefur fækkað um 4 lykkjur í umferð. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu mitt í úrtöku þannig að auðvelt er að sjá hvar fækka á lykkjum í næsta skipti.
ÚTAUKNING:
Aukið út með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju.
ÚRTAKA-2:
* Stingið heklunálinni inn í næstu lykkju, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, það eru 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar. Það hefur fækkað um 1 fastalykkju.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tátiljurnar eru heklaðar fram og til baka frá hæl, síðan eru lykkjur fitjaðar upp mitt ofan á fæti og táin er hekluð í hring að loknu máli. Hællinn er saumaður saman mitt að aftan og táin saumuð saman. Lykkjur eru heklaðar upp fyrir eyru mitt á fæti, að lokum eru saumuð út augu og nef.
HÆLL:
Notið heklunál 3,5 og 2 þræði DROPS Fabel og 1 þráð DROPS Kid-Silk (3 þræðir sem haldið er saman). Heklið 17-19-21-23 (23-25-27) loftlykkjur. Lesið LOFTLYKKJA og HEKLLEIÐBEININGAR í útskýringu að ofan. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju út umferðina. Það eru 16-18-20-22 (22-24-26) fastalykkjur í umferð.
Heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af fyrstu 7-8-10-11 (11-12-13) lykkjum, heklið 2 fastalykkjur í hvora af næstu 2 fastalykkjum (2 fastalykkjur fleiri), heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju út umferðina = 18-20-22-24 (24-26-28) fastalykkjur.
Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist 9-10-10½-12 (13-13-13) cm – nú eru eftir ca 6-7-7½-8 (9-11-13) cm að loknu máli.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Í lok síðustu umferðar eru heklaðar 8-8-8-8 (10-12-14) loftlykkjur (mitt ofan á fæti), ekki snúa stykkinu, brjótið stykkið þannig að hægt sé að hekla beint áfram í fyrstu fastalykkju frá hinni hliðinni á stykkinu.
FÓTUR:
Nú á að hekla stykkið í hring án þess að enda umferðina, þ.e.a.s. á eftir síðustu lykkju er heklað beint áfram í fyrstu lykkju. Í fyrstu umferð er hekluð 1 fastalykkja í hverja fastalykkju og 1 fastalykkja í hverja loftlykkju = 26-28-30-32 (34-38-42) fastalykkjur.
Síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja fastalykkju umferðina hringinn.
Heklið þar til stykkið mælist ca 3-4-4½-5 (6-7½-9½) cm frá þar sem stykkið var sett saman, það eru ca 3-3-3-3 (3-3½-3½) cm eftir til loka, mátið e.t.v. tátiljuna og heklið að óskaðri lengd fyrir tá.
TÁ:
Leggið stykkið flatt þannig að það eru 8-8-8-8 (10-12-14) loftlykkjur ofan á fæti sem liggja mitt í stykki, setjið 1 prjónamerki í lykkju í hvorri hlið á tátiljunni, þannig að það séu jafnmargar lykkjur ofan á fæti og undir fæti = 12-13-14-15 (16-18-20) lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í.
Nú eru heklaðar fastalykkjur eins og áður jafnframt því sem lykkjum er fækkað í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA og fækkið lykkjum við hvort prjónamerki í annarri hverri umferð alls 2-2-2-2 (2-2-2) sinnum, síðan í hverri umferð alls 2-2-2-2 (2-3-3) sinnum = 10-12-14-16 (18-18-22) fastalykkjur eftir. Tátiljan mælist ca 15-17-18-20 (22-24-26) cm frá hæl að tá.
FRÁGANGUR:
Brjótið stykkið saman tvöfalt þannig að prjónamerkin eru hvoru megin við tá. Saumið tánna saman, þ.e.a.s. lykkjur frá efri hlið saman með lykkjum frá neðri hlið – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn sjáist sem minnst. Brjótið tátiljuna saman tvöfalda mitt að aftan á hæl og saumið saman í ystu lykkjubogana.
EYRU:
Það eru hekluð 2 eyru í 8-8-8-8 (10-12-14) loftlykkjur sem heklaðar voru mitt á tátilju.
FYRRA EYRA:
Byrjið frá réttu og heklið þannig:
Festið þráðinn með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju, heklið síðan 1 fastalykkju í sömu loftlykkju, heklið 2-2-2-2 (2-1-1) fastalykkjur í næstu loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 1-1-1-1 (2-3-4) loftlykkjur og heklið 1 loftlykkju (í hlið á eyra), það eru eftir 5-5-5-5 (6-7-8) loftlykkjur í umferð, það á ekki að hekla núna í þessar.
Snúið stykkinu þannig að það sé hægt að hekla í 4-4-4-4 (5-5-6) lykkjur sem var verið að hekla.
Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann í hverja og eina af 4-4-4-4 (5-5-6) fastalykkjur og heklið 1 loftlykkju (í hlið á eyra). Nú er heklað í hring í 8-8-8-8 (10-10-12) fastalykkjur og 2 loftlykkjur sem var verið að hekla í núna.
UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í fremri lykkjubogann í hverja og eina af fyrstu 4-4-4-4 (5-5-6) fastalykkjur, heklið 1 fastalykkju um loftlykkju í hlið á eyra), heklið 1 fastalykkju í gegnum báða lykkjubogana í hverja og eina af næstu 4-4-4-4 (5-5-6) fastalykkjur, heklið 1 fastalykkju í hlið á eyra. Það eru 10-10-10-10 (12-12-14) fastalykkjur í umferð. Nú er heklað áfram í gegnum báða lykkjubogana!
UMEFRÐ 2-5: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju.
UMFERÐ 6: Heklið fastalykkjur og aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 13-13-13-13 (15-15-17) fastalykkjur.
UMFERÐ 7-9: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju.
UMFERÐ 10: Heklið fastalykkjur og fækkið um 5 fastalykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 = 8-8-8-8 (10-10-12) fastalykkjur.
UMFERÐ 11-12: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju.
UMFERÐ 13: Heklið fastalykkjur og fækkið um 2 fastalykkjur jafnt yfir = 6-6-6-6 (8-8-10) fastalykkjur.
UMFERÐ 14: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju.
UMFERÐ 15: Heklið 2 og 2 fastalykkjur saman umferðina hringinn = 3-3-3-3 (4-4-5) fastalykkjur.
Klippið þráðinn, þræðið þráðinn upp og niður í gegnum lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel.
SEINNA EYRA:
Það eiga að vera 2 loftlykkjur á milli fyrra eyra og seinna eyra, byrjið frá réttu, hoppið yfir 2 loftlykkjur og byrjið á að hekla seinna eyrað í næstu loftlykkju. Heklið alveg eins og fyrra eyra.
ÚTSAUMUR:
Notið afgang af litnum grár, saumuð 1 lítið spor keðjusaum fyrir hvort auga – sjá mynsturteikningu B og mynd.
Notið afgang af litnum grár, saumið út 2 löng spor flatsaum fyrir veiðihár – sjá mynsturteikningu A og mynd, sporið á að vera ca 2 cm langt og krossa hvort annað fyrir miðju. Saumið 1 lítið spor flatsaum þvert yfir þar sem veiðihárin mynduðu kross.
Notið afgang af litnum bleikur, saumið út 4 lítil spor flatsaum fyrir nef – sjá mynsturteikningu B og mynd, sporið á að byrja í sömu lykkju – staðsetjið sporið beint yfir litla sporið mitt í veiðihárum.
Mynstur
|
= Flatsaumur mynd 1-4.
MYND 1: Stingdu nálinni inn frá röngu og upp að framhlið þar sem þú vilt að fyrsta sporið með flatsaum byrji.
MYND 2: Hoppaðu fram og stingdu nálinni niður í stykki og aftur upp þar sem þú vilt byrja á næsta spori með flatsaum og dragðu þráðinn í gegn.
MYND 3: Hoppaðu fram og stingdu nálinni niður í stykkið og aftur upp þar sem þú vilt byrja á næsta spori með flatsaum og dragðu þráðinn í gegn.
Haltu svona áfram þar til þú hefur eins mörg spor og þig langar til. Festu þræðina að röngu.
MYND 4: Flatsaumur sýndur í mismunandi stefnum og mismunandi lengdum.
|
|
= Keðjusaumur - einfaldur mynd 1-6.
MYND 1: Stingdu nálinni inn frá röngu og upp að framhlið þar sem þú vilt að keðjusaumurinn byrji.
MYND 2: Stingdu nálinni aftur niður í sama gat og þráðurinn kom frá og stingdu toppnum á nálinni aftur upp í framhliðina ca 2 cm lengra fram – láttu þráðinn liggja undir toppnum á nálinni.
MYND 3: Dragðu nú nálina í gegnum stykkið og þá myndast lykkja með þræðinum sem kemur upp í miðju á lykkju.
MYND 4: Stingdu nálinni niður í stykkið aðeins framan við bogann og dragðu þráðinn í gegnum stykkið.
MYND 5: Keðjusaumurinn er nú tilbúinn, ef þú vilt hafa fleiri spor þá er hægt að endurtaka MYND 1. Festu þráðinn frá röngu.
MYND 6: Hér sýnum við keðjusaum sem snýr lóðrétt, lárétt og frá hlið og nokkrir byrja frá sama gati og aðrir byrja frá sitt hvoru gatinu.
|

On the first step for the heel do we also need to do an extra chain stitch as indicated on the crochet information?
20.03.2023 - 16:08DROPS Design answered:
Dear Susana, yes you should start every row with double crochet (UK-English) with a chain. Happy crocheting!
20.03.2023 kl. 16:27