Ellis skrifaði:
Bi-coloured, even slightly different colours, it would look more exiting I guess. I like it, when I do a lot of work, that one can see it is knit myself, this looks a bit like a blanket I am afraid. But it is warm and cosy
08.06.2015 - 21:19
Carmen Vallée skrifaði:
Jolie couleur, texture gaufré et a l'air toute douce.
30.05.2015 - 16:31
Beryl Drake skrifaði:
Looks warm and comfortable with style
29.05.2015 - 03:27
Mariette Jerkin skrifaði:
Mycket stilren," enkel "tröja som är användbar både till vardags som fint, en riktig mys och gos tröja.Helt klart min favorit!
28.05.2015 - 21:29
Severine skrifaði:
Jolie
28.05.2015 - 18:49
Severine skrifaði:
Il est simple j aime
28.05.2015 - 18:40
Severine skrifaði:
Je le trouve très beau
28.05.2015 - 18:38
Ina Leferink skrifaði:
Een heerlijk vest om op koude dagen in weg te kruipen , een vest om in te wonen. En ook te breien door wat minder ervaren breister
28.05.2015 - 09:54
Gina skrifaði:
Gefällt
27.05.2015 - 18:18
Morning Walk#morningwalkcardigan |
|||||||
|
|||||||
Prjóuð peysa með áferðamynstri og sjalkraga úr 1 þræði DROPS Cloud eða 2 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-10 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. MÆLING: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf, svo ekki myndist göt. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 57-59-63-69-75-81 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið nú frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 51-52-53-54-55-56 cm – LESIÐ MÆLING, fellið af 5 l fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umf = 47-49-53-59-65-71 l. Prjónið A.1 eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið síðan af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 19-20-21-24-26-29 l eins og áður, fellið af næstu 9-9-11-11-13-13 l, prjónið A.1 yfir síðustu 19-20-21-24-26-29 l eins og áður. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umf frá hálsmáli er felld af 1 l = 18-19-20-23-25-28 l eftir á hvorri öxl. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 51-53-57-63-69-75 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 2 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið nú frá réttu þannig: 2 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 2 l) þar til 1 l er eftir, 1 l garðaprjón. Kantlykkjur að framan eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 51-52-53-54-55-56 cm, fellið af 5 l fyrir handveg í byrjun á umf frá röngu = 46-48-52-58-64-70 l. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm, stillið af að næsta umf sé frá röngu, prjónið 2 umf garðaprjón yfir fyrstu 18-19-20-23-25-28 l, A.1 þar til 2 l eru eftir á prjóni og endið á 2 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Fellið síðan af fyrstu 18-19-20-23-25-28 l í næstu umf frá röngu (= öxl) = 28-29-32-35-39-42 l eftir fyrir sjalkraga. Í næstu umf frá réttu eru fitjaðar upp 6-6-7-7-8-8 l í lok umf = 34-35-39-42-47-50 l. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir nýjar l, hinar l eru prjónaðar í A.1, kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni. Prjónið nú 2 kantlykkjur við miðju að framan og hinar l í A.1. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þeim stað þar sem nýjar l voru fitjaðar upp, stillið af að næsta umf sé frá réttu, * prjónið 3 umf sl, JAFNFRAMT í fyrstu umf er aukið út um 3-3-3-4-4-4 l jafnt yfir * = 37-38-42-46-51-54 l. Prjónið 2 kantlykkjur við miðju að framan í garðaprjóni og A.1 yfir hinar l, þar til stykkið mælist 9 cm (frá þeim stað þar sem nýjar l voru fitjaðar upp), stillið af að næsta umf sé frá réttu, endurtakið síðan frá *-* = 40-41-45-50-55-58 l. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Fellið af fyrir handveg í byrjun umf frá réttu. Fellið síðan af l fyrir öxl í byrjun á umf frá réttu og fitjið upp nýjar l í lok umf frá röngu. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 26-26-28-28-30-30 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 9½-8-8-6-6-4½ cm millibili 4-5-5-6-6-7 sinnum til viðbótar = 36-38-40-42-44-46 l. Fellið af þegar stykkið mælist 51-51-50-48-46-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið saman kraga við miðju að aftan og saumið hann við hálsmálið. Saumið ermar í. Saumið erma– og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. SNÚRA: Klippið 3 þræði Cloud eða 6 þræði Air ca 70 cm langa, þræðið þá hálfa leið í gegnum hliðina á peysunni ca 15 niður af handveg (mátið e.t.v. peysuna og lagið til ef þarf), fléttið eina fléttu ca 22 cm, hnýtið hnút, restin af snúrunni verður kögur. Gerið það saman við miðju að framan ca 40 cm niður (mælt frá sjalkraga). |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morningwalkcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.