Mireille skrifaði:
Bonjour, Merci pour votre réponse rapide et très claire ! Petite suggestion : mettre ces précisions en ligne sur cette veste, surtout pour les autres personnes non familières des rangs raccourcis... Encore merci pour ce site qui fait du bien à tous de par ces échanges et partagés ! Belle journée
09.10.2025 - 14:13
Mireille skrifaði:
Bonjour,Pour les rangs raccourcis (Astuce tricot 1), les 30 m indiquées au rang 1 sont-elles les 30 premières mailles du rang (à partir du début de rang) ? Pour le rang 2, pour la phrase "tricoter toutes les mailles à l'endroit", cela veut-il dire qu'on tricote toutes les mailles du rang (cad les 98 m) ou seulement les 30 mailles qui viennent d'être tricotées sur l'envers ?Mêmes questions pour les rangs 2 et 3. Est-ce la même chose pour "Astuce tricot 2" ?Merci à vous.
08.10.2025 - 12:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mireille, les rangs raccourcis du dos & des devants se tricotent en bas = en début de rang sur l'envers; au 1er rang, si vous avez tricoté 30 mailles, au 2ème rang, vous tricotez toutes ces mailles (pas davantage), au 3ème rang, vous tricotez 60 m et au 4ème rang vous tricotez ces 60 m, au 5ème rang, vous tricotez toutes les mailles de l'aiguille = vous avez tricoté 5 rangs en bas mais seulement 1 rang sur toutes les mailles (le 5ème rang). De même pour les rangs raccourcis du col, si vous avez tricoté 7 m sur l'endroit, vous tricotez ces 7 m sur l'envers au 2ème rang, et 14 m au 4ème rang, comme au 3ème. Bon tricot!
08.10.2025 - 16:40
Linda Hilverink Hayes skrifaði:
I cannot find the yarn you recommend. Is Lion Brand Wool ease a good substitute for this pattern? How many skiens would I need?
13.10.2023 - 00:25DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hayes, our DROPS Verdi is now discontinued, but please use our yarn converter to find alternatives - find stores shipping in USA here. Happy knitting!
13.10.2023 - 08:42
Camilla Larsson skrifaði:
Hej, har fått tag i detta garn, Verdi, på Röda Korset☺️ Min undran är om koftan kan stickas utan Drops Kid Silk om stickfastheten stämmer på enbart Verdi?
23.09.2021 - 13:30DROPS Design svaraði:
Hej Camilla. Gör en provlapp där du ser till att få den stickfasthet som uppges i mönstret så ser du om du tycker att det ser ok ut. Stickfastheten på bara Verdi är ca 14 m x 16 v, så det kan hända att det blir ok med den stickfasthet som uppges här i mönstret. Mvh DROPS Design
23.09.2021 - 13:38
Ann skrifaði:
Vraag over de verkorte toeren voor de kraag. Deze 5 naalden moeten elke 3 cm herhaalt worden. Op welk punt van de kraag worden deze 3 cm gemeten? Op het punt bij de schouder of op het punt onderaan de kraag. Dit laatste zou betekenen dat de 5 toeren meteen achter elkaar herhaalt worden. Als je meet vanaf de schouder, dan zou dat betekenen dat er eerst weer 3 cm over alle steken gebreid moet worden alvorens aan de volgende 5 verkorte toeren te beginnen.
31.01.2016 - 22:29DROPS Design svaraði:
Hoi Ann. Je meet de 3 cm vanaf de laatste punt dat je de verkorte toeren had gebreid. Dwz, je breit bijv de eerste keer na het plaatsen van de markeerder op 33 cm (in maat S). Dan meet je 3 cm vanaf het punt dat de vorige keer verkorte toeren waren klaar
01.02.2016 - 15:58
Ann skrifaði:
Welke maat draagt het model?
27.01.2016 - 23:51DROPS Design svaraði:
Hoi Ann. Onze modellen dragen de kleinste maat (S)
28.01.2016 - 12:51
W. Kunkel skrifaði:
Guten Tag, ich habe eine Frage zu Stricktipp 1. Strickt man unter dem Armloch nur einmal Reihe 1-5 oder für die angegebenen cm? Danke für Ihre Hilfe.
27.09.2015 - 16:23DROPS Design svaraði:
Sie wiederholen die verkürzten R so lange, bis die angegebenen cm erreicht sind. Also 2-3-4-4-5-6 cm ab dem Markierer, den Sie am Anfang der Hin-R angebracht haben.
27.09.2015 - 19:33
Silvana Janssen skrifaði:
Hallo liebes Garnstudio Team, Ich habe zu dem Modell doch noch eine Frage, es geht um den breiteren Kragen .Ich verstehe die 5.Reihe nicht, muß ich die ganzen Maschen auch von die restlichen Maschen von der linken Nadel? Ich wäre über eine schnelle Antwort dankbar, da ich sie gerade str.und nicht weiterkomme. MFG S.JANSSEN
28.08.2015 - 13:25DROPS Design svaraði:
Ja, Sie stricken alle M, die sich auf der linken Nadel befinden ab. Vorher haben Sie ja mitten in der R gewendet, in der 5. R stricken Sie dann wieder alle M der linken Nadel. Wenn Sie allgemeinere Hilfe zu verkürzten Reihen benötigen, können Sie auch im Kopf neben dem Foto unter Videos nachschauen.
19.09.2015 - 22:44
Silvana Janßen skrifaði:
Wie kann ich die Jacke kürzer stricken?Da ich eine kleine Person bin. Ich komme auch mit dem Diagramm nicht klar.Wieviel cm muß der Kragen und die Kante sein? Über eine Antwort wäre ich dankbar. MFG S.JANßEN
27.08.2015 - 13:42DROPS Design svaraði:
Leider ist es bei dieser Jacke etwas schwierig, sie kürzer zu arbeiten, da sie seitlich gestrickt wird (der Pfeil im Diagramm zeigt die Strickrichtung an, der Anschlagrand ist also die gesamte vordere rechte, senkrechte Kante) und für den Schnitt (A-Form) verkürzte R gestrickt werden, sodass man auch nicht einfach M weglassen kann. Der Kragen hat für Gr. S eine Höhe von 16 cm, der Armausschnitt ebenfalls. D.h. wenn Sie die M anschlagen, sind die ersten 21 M die Kragen-M und die nächsten 21 M die M des Armausschnitts, die restlichen M sind dann für das Rumpfteil.
02.09.2015 - 10:28
Lemien skrifaði:
Bonjour, Je vois bien où commencer les rangs raccourcis pour la forme trapèze, mais je ne vois pas combien de fois il faut répéter les 6 rangs...
09.02.2015 - 17:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lemien, les rangs raccourcis du dos et des devants ne se tricotent que 2 fois sur toute la veste. Bon tricot!
26.02.2015 - 11:16
Chestnutfire#chestnutfirejacket |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa prjónuð frá hlið úr DROPS Verdi og DROPS Kid Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 140-6 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR 1 (á við um fram- og bakstykki): Til þess að ná fram A-sniði á peysuna eru prjónaðar stuttar umferðir á fram- og bakstykki þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 30-30-32-32-34-34 l, herðið á þræði og snúið við. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 3: Prjónið 60-60-64-64-68-68 l, herðið á þræði og snúið við. UMFERÐ 4: Prjónið slétt. UMFERÐ 5: Prjónið yfir allar 95-98-99-99-102-103 l á prjóni. LEIÐBEININGAR 2 (á við um kraga): Til þess að kraginn verði breiðari eru prjónaðar stuttar umferðir yfir 21-21-22-22-24-24 l í garðaprjóni á kraga þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 7-7-7-8-8-8 l, herðið á þræði og snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 3: Prjónið 14-14-14-16-16-16 l, herðið á þræði og snúið við. UMFERÐ 4: Prjónið slétt. UMFERÐ 5: Prjónið yfir allar l í umf. Endurtakið umf 1-5 með 3 cm millibili á kraga alls 7-7-7-8-8-8 sinnum. ÚTAUKNING: Aukið er út um 1 l innan við síðustu l í hvorri hlið þannig: Prjónið 1 l, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 1 l er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykki og framstykki eru prjónuð frá hlið í eitt frá miðju að framan frá hægra framstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 137-141-144-146-152-154 l (kraginn er meðtalinn) á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan í 22-22-24-25-26-26 cm = kantur við miðju að framan (1. umf = rétta). Í næstu umf frá réttu er skipt yfir á hringprjóna nr 7 og prjónað þannig: Fellið af fyrstu 21-21-22-22-24-24 l (= kragi), prjónið sl út umf = 116-120-122-124-128-130 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni en í síðustu 6 l í umf (séð frá réttu) er prjónað garðaprjón til loka (= neðsti kantur á fram- og bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 31-32-34-37-40-42 cm er fellt af fyrir handveg í næstu umf frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 21-22-23-25-26-27 l = 95-98-99-99-102-103 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 33-35-38-41-45-48 cm er sett 1 prjónamerki í byrjun umf frá réttu, stykkið er mælt héðan. Prjónið nú stuttar umferðir í næstu umf frá röngu – LESIÐ LEIÐBEININGAR 1. Þegar stykkið mælist 2-3-4-4-5-6 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir handveg þannig: Í síðustu umf frá röngu eru fitjaðar upp 21-22-23-25-26-27 l = 116-120-122-124-128-130 l á prjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist 11-13-14-16-19-22 cm. Í síðustu umf frá röngu eru fitjaðar upp 21-21-22-22-24-24 nýjar l (= kragi á bakstykki) = 137-141-144-146-152-154 l. Prjónið nú fyrstu 21-21-22-22-24-24 l og síðustu 6 l í garðaprjóni, haldið áfram að prjóna aðrar l í sléttprjóni. Prjónið svona í 3 cm. Prjónið nú stuttar umferðir yfir l í garðaprjóni á kraga í næstu umf frá réttu – LESIÐ LEIÐBEININGAR 2. Þegar stykkið mælist 35-37-40-43-46-49 cm fellið af fyrstu 21-21-22-22-24-24 l í garðaprjóni í næstu umf frá réttu = 116-120-122-124-128-130 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og 6 l garðaprjón í hlið. Þegar stykkið mælist 44-47-50-55-60-65 cm fellið af fyrstu 21-22-23-25-26-27 l fyrir handveg í næstu umf frá réttu = 95-98-99-99-102-103 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 2-3-4-4-5-6 cm frá þeim stað sem fellt var af fyrir handveg (ca 46-50-54-59-65-71 cm frá 1. prjónamerki) setjið 1 prjónamerki í byrjun umf frá réttu (takið í burtu 1. prjónamerkið), stykkið er nú mælt héðan. Prjónið nú stuttar umferðir – LESIÐ LEIÐBEININGAR 1 – einu sinni til viðbótar. Þegar stykkið mælist 2-3-4-4-5-6 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir handveg þannig: Í síðustu umf frá röngu eru fitjaðar upp 21-22-23-25-26-27 l = 116-120-122-124-128-130 l á prjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist 11-13-14-16-19-22 cm. Fitjið upp 21-21-22-22-24-24 nýjar l í síðustu umf frá röngu = 137-141-144-146-152-154 l á prjóni (= kantur á vinstra framstykki). Í næstu umf frá réttu er skipt yfir á hringprjóna nr 6 og prjónað áfram í garðaprjóni yfir allar l til loka. Fellið laust af allar l þegar stykkið mælist 33-35-38-41-45-48 cm. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 26-28-30-32-32-34 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið garðaprjón í 5 cm (1. umf = rétta). Í næstu umf frá réttu er skipt yfir á hringprjóna nr 7 og prjónað áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 7-7-7-6-6-6 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu 7-7-7-8-9-9 sinnum til viðbótar með 6-6-6-5-4½-4 cm millibili (= alls 8-8-8-9-10-10 útaukningar) = 42-44-46-50-52-54 l. Þegar stykkið mælist 53-53-53-52-51-50 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið laust af allar l. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma og saum á kraga í eitt í annarri hliðinni, endurtakið í hinni hliðinni. Saumið ermar í, saumið ermasauma yst í lykkjubogann. VASI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 28 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 22 cm á hæðina, fellið laust af allar l. Prjónið annan vasa á sama hátt. Saumið vasana á framstykki, ca 8-8-9-9-10-10 cm inn frá miðju að framan og ca 24-24-24-25-25-25 cm frá neðri brún. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chestnutfirejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 140-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.