Judith skrifaði:
WOW! Wird auf alle Fälle nachgestrickt!
10.06.2012 - 21:53
DULHOSTE skrifaði:
Joli classique mais indémodable que l'on a toujours envie de tricotter.
10.06.2012 - 20:33
Angelica skrifaði:
Il classico maglione per le giornate più fredde !
04.06.2012 - 22:39
Claudia skrifaði:
Farbe, Stil, Muster...Alles perfekt. So kann der Winter kommen, warte auf die Anleitung!
04.06.2012 - 10:14
Donatella skrifaði:
Bella la tonalità di colore del filato per un capo sportivo e accattivante.
04.06.2012 - 10:12
Simone skrifaði:
Ein wunderbar mollig-warmes Modell für kalte Tage. Ich würde eine kräftigere Farbe wählen.
03.06.2012 - 17:48
Elisabeth skrifaði:
Klassisk varm dejlig trøje
01.06.2012 - 23:01
ESTEVE CHANTAL skrifaði:
Modèle classique et simple
01.06.2012 - 17:30
Christiane skrifaði:
Magnifique
01.06.2012 - 11:55
Annelie skrifaði:
En underbar vintertröja, väldigt mysig.Vill ha:)
31.05.2012 - 23:29
Olga#olgasweater |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow með köðlum og laskaermum. Stærð S - XXXL
DROPS 141-30 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Lykkjum er fækkað hvoru megin við öll 4 prjónamerkin – lesið leiðbeiningar að neðan hjá ermum, fram- og bakstykki. Byrjið 2 l á undan A.1/A.2, og prjónið þannig: Prjónið 2 l sl saman, prjónið A.1/A.2, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): * 1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 92-100-108-116-128-136 l á hringprjóna nr 9 með Snow. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 10 og haldið áfram í sléttprjóni JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 8-10-10-8-10-8 l jafnt yfir = 84-90-98-108-118-128 l. Setjið 2 prjónamerki í stykkið með 42-45-49-54-59-64 l millibili. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 15 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki (= 4 l færri), endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm = 76-82-90-100-110-120 l. Þegar stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm fækkið um 3 l hvoru megin við prjónamerki (= 6 l á hvorri hlið) = 64-70-78-88-98-108 l. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið laust upp 24-24-28-28-32-32 l á sokkaprjóna nr 9 með Snow. Prjónið stroff 2 l sl, 2 l br í 7 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 10 og haldið áfram í sléttprjóni, JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 2-2-4-4-6-6 l jafnt yfir = 22-22-24-24-26-26 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki: Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili 5-4-4-2-2-0 sinnum til viðbótar, síðan annan hvorn cm 5-7-7-10-10-13 sinnum = 44-46-48-50-52-54 l. Haldið áfram þar til stykkið mælist 38-37-37-37-36-36 cm. Fellið af 3 l hvoru megin við prjónamerki (= 6 l færri) = 38-40-42-44-46-48 l. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI + KRAGI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 140-150-162-176-190-204 l. Setjið 1 prjónamerki í allar skiptingar á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). 1. prjónamerki er setti í skiptingu á milli vinstri ermi og framstykkis. Prjónið nú svona: Byrjið 4 l á undan fyrsta prjónamerki, prjónið mynstur A.1, sléttprjón yfir næstu 24-27-31-36-41-46 l (= framstykki), A.2 (annað prjónamerki situr mitt í A.2), sléttprjón yfir næstu 30-32-34-36-38-40 l (= hægri ermi), A.1 (þriðja prjónamerki situr mitt í A.1), sléttprjón yfir næstu 24-27-31-36-41-46 l (= bakstykki), A.2 (fjórða prjónamerki situr mitt í A.2), sléttprjón yfir síðustu 30-32-34-36-38-40 l (= vinstri ermi). Prjónið sléttprjón og A.1/A.2, JAFNFRAMT í næstu umf byrjar LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan.. Lykkjum er fækkað mismunandi á ermum og á fram- og bakstykki. ERMAR: Lykkjum er fækkað alls 15-16-17-18-19-20 sinnum í hvorri hlið á ermi þannig: Fækkið lykkjum í 4. hverri umf þannig 2-2-2-2-0-0 sinnum, síðan í annarri hvorri umf 13-14-15-16-19-20 sinnum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fækkið lykkjum alls 9-10-12-14-16-18 sinnum í hvorri hlið á framstykki og í hvorri hlið á bakstykki þannig: Fækkið lykkjum í 4. hverri umf: 8-8-7-6-4-3 sinnum, síðan í annarri hverri umf: 1-2-5-8-12-15 sinnum. Eftir allar úrtöku eru 44-46-46-48-50-52 l eftir á prjóni. Prjónið 2 umf garðaprjón, JAFNFRAMT sem aukið er út um 8-10-14-12-14-12 l jafnt yfir = 52-56-60-60-64-64 l. Prjónið nú stroff = 2 l sl, 2 l br í 25-25-26-26-27-27 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið sauma undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #olgasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 141-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.