DROPS Children 50 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hvernig á að þæfa

Hvað er þæfing?

Þæfing er ferli þar sem ullartrefjar eru unnar saman þannig að þær læsast saman og mynda þétt efni. Ull hentar sérstaklega vel til þæfingar, þó að einnig sé hægt að þæfa aðrar trefjar.

Ull sem hefur verið meðhöndluð til að þola þvott í þvottavél (superwash) er ekki hægt að nota til þæfingar, þar sem meðferðin gerir ullina ónæma fyrir rýrnun. Hreint hvítt garn sem hefur verið meðhöndlað með klór (bleikiefnum) er einnig erfitt að nota til þæfingar. Prófaðu alltaf að þæfa smá sýnishorn áður en þú ferð að gera stærra verkefni.

Hvað gerist við þæfingu?

Þegar ull er þvegin í heitu vatni, þenjast trefjarnar út og bindast saman vegna hita og núnings. Þetta leiðir til hlýs og endingargóðs efnis.

Þæfing hentar best fyrir smærri hluti eins og húfur, tátiljur og töskur. Því lausari sem prjónfestan er, því meira þæfist stykkið saman. Því meiri núningur, þeim mun sterkara er stykkið.

Við mælum með að nota mynstur sem eru sérstaklega hönnuð fyrir þæfingu. Þú getur fundið mynstur sem henta fyrir þæfingu hér.

Mikilvægt að hafa í huga:

Útkoman eftir þæfingu getur verið breytileg eftir:

  • Gerð þvottavélar
  • Vindingu/hraði snúninga í vindingu
  • Prjónfesta/heklfestu
  • Stærð á stykki
  • Gæði ullarinnar

Hvernig á að þæfa samkvæmt mynstri

Prjónaðu / heklaðu samkvæmt mynstri – stykkið kemur til með að verða stórt (oversized) í fyrstu, en mun skreppa saman í þæfingarferlinu.

Þú getur þæft stykkið annað hvort í þvottavél eða þurrkara. Eftir þæfingu er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík.

Þæfing í þvottavél

Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt.

Svona gerir þú:

  1. Settu stykkið í þvottavélina.
  2. Notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi).
  3. Þvoðu við 40°C án forþvottar. Sápa er valfrjáls.
  4. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt.

Þæfing í þurrkara

Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt.

Svona gerir þú:

  1. Leggið stykkið allt í bleyti í vatn.
  2. Setjið stykkið í þurrkara og byrjið að þurrka.
  3. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur.

Athugasemdir (64)

Country flag Else Margrethe Eugeius skrifaði:

Jeg hedder Else Margrethe Eugenius og er fra Nanortalik Grønland og er ny begynder og så mangler jeg materialer til at starte med uld filtning, jeg er begyndt at samle moskusuld og vil ellers starte med det så vil jeg gerne ved hvor jeg kan finde materialer som jeg kan købe ? er meget interesseret i dette hobby ;-)

25.07.2016 - 04:08

DROPS Design svaraði:

Hej Else. Hvis du vil have DROPS materialer, da kan du köbe det her, disse butikker sender til hele verden.

25.07.2016 - 09:30

Country flag Oda skrifaði:

Hvis du tover i tørketrommelen har du full kontroll over prosessen. Jeg har sluttet å tove i vaskemaskinen fordi det går jo ikke å stoppe den for å ta ut arbeidet å se hvordan det går underveis.

16.04.2016 - 16:50

Country flag Stinne skrifaði:

Jeg læser at Lace-garnet kan filtes. Hvordan filter man så tynd en garn? Jeg er bange for at putte det i vaskemaskinen...

06.02.2016 - 19:18

DROPS Design svaraði:

Hej Stinne. Man filter paa samme maade som andet filte garn. Men strik en pröve og filt den först, saa ved du praecis hvordan garnet reagerer i din maskine.

08.02.2016 - 13:08

Country flag Monica Blasiusson skrifaði:

Finns något tips om hur man bäst fäster trådar i plagg som ska tovas?

23.01.2016 - 19:15

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.