Hvernig á að þæfa

Hvernig á að þæfa

Hvað er þæfing?

Þæfing er ferill til að búa til þykkt efni - eða filt – sem verður til með því að trefjarnar grípa hver aðra og þrýstast saman. Hægt er að þæfa mismunandi gerðir af trefjum og þar hentar ullin sérstaklega vel, garn merkt superwash er með hærra þol fyrir þvotti og þæfist því ekki. Hvítt garn (meðhöndlað með bleikiefnum) getur reynst erfitt að þæfa, prófaðu alltaf að þæfa sýnishorn áður en þú ferð í stórt verkefni.

Sjá þæfð sýnishorn hér

Hvernig virkar þæfing?

Þegar ull er þvegin í þvottavél í heitu vatni þenjast trefjarnar út og festast saman = þær þæfast saman, með sameinuðu ferli hita, núnings og vindingu og útkoman verður hlýtt og mjög endingargott efni. Það er alltaf mælt með því að setja þvottaefni með í þvottinn til að auðvelda trefjum að renna saman.

Þæfing hentar vel fyrir minni flíkur eins og húfur, hatta, tátiljur og töskur. Því lausari sem prjónfestan er, því meira þæfist stykkið. Því meiri núningur í þvotti, því meira þæfist stykkið.

Hafðu í huga að flíkur þæfast meira lóðrétt en lárétt, svo við mælum með því að nota mynstur sem eru sérstaklega hönnuð til þæfingar. Þú finnur mynstur sem henta hér.

Mikilvægt: Útkoman eftir þæfingu getur verið breytileg eftir:

  • Gerð þvottavélar
  • Vindingu
  • Prjónfestu/heklfestu
  • Stærð á flík
  • Ullgartegund

Hvernig á að þæfa samkvæmt mynstri

Prjónaðu/heklaðu samkvæmt mynstri – flíkin kemur til með að sýnast stór – en mun skreppa saman í þæfingarferlinu.

Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án ensíma eða bleikiefna ásamt frottéhandklæði sem er u.þ.b. 50 x 70 cm til að auka núning og gefa skilvirkari þæfingu.

Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu og án forþvotts. ATHUGIÐ: Ekki nota stutt forrit. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt .

Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoið stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn blautt.

Ef stykkið hefur verið þæft of mikið og er of lítið skaltu teygja það að réttu máli á meðan það er enn blautt. Ef flíkin er þegar orðin þurr skaltu bleyta hana aftur áður en þú teygir hana í rétt mál.

Mundu - að síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík.