Cristina skrifaði:
¡Precioso y muy fácil de hacer! El vídeo y las instrucciones se complementan a la perfección.
23.11.2018 - 11:11
Dea skrifaði:
Ho trovato un refuso e un errore nella spiegazione del PUPAZZO DI NEVE. Dove c'è scritto "Fare un CERCHIO MAGICO- leggee..." (è il refuso) mentre al "GIRO 6: * 1 m.b in ognuna delle 2 m.b successive...", non sono 2, ma 3 le maglie . ^_^
09.11.2017 - 21:51DROPS Design svaraði:
Buonasera Dea. Abbiamo corretto sia il refuso che l'errore. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!
09.11.2017 - 22:38
Marion Flood skrifaði:
Love the snowman but most of all I love the reminders during the pattern to read the notes. So clear and helpful. Also love the instructions stating the pattern is written in UK English...helps immensely for knowing which stitch to use. Might seem obvious to more experienced crocheters but to a slowly progressing novice it offers more certainty and confidence. Keep up the good work. Will be following closely for more projects!!
30.07.2016 - 01:01
Monika Opočenská skrifaði:
Dobrý den, sněhuláka jsem dnes vyrobila, je moc krásný. Děkuji za skvělé návody a přeju krásné svátky :-) Monika
24.12.2014 - 09:43
Solfrid skrifaði:
Stemmer det at det skal være 2 fm mellom økningene både i 4. og 5. omgang?
20.12.2014 - 21:28DROPS Design svaraði:
Hei Solfrid. Ja, det er korrekt. Du har gentager i alt 8 gange over de 24 fm (4 fm per gentagelser) og har derefter 32 fm.
23.12.2014 - 16:29
Olaf |
|
|
|
Heklaður snjókarl úr DROPS Paris. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1065 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GALDRAHRINGUR: Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er heklað með þessari aðferð: Haldið í endann og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur. Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og löngutöng, þráðurinn liggur yfir vinstri vísifingur. * Stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna, sækið þráðinn frá dokkunni, dragið þráðinn til baka í gegnum lykkjuna, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna, heklið 1 ll, heklið nú fl í kringum lykkjuna. Þegar óskaður fjöldi fl er kominn, dragið endann þannig að hringurinn dragist saman. Festið enda á bakhlið. HEKLAÐ UMFERÐINA HRINGINN: Eftir síðustu fl í umf er haldið áfram í næstu umf með 1 fl í næstu fl (= 1. fl frá fyrri umf). ATH: Merkið byrjun á umf með prjónamerki á milli síðustu fl í umf og 1. fl í næstu umf, látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um höfuð og trefil): Hver umf byrjar á 1 ll, heklið fl í hverja fl í umf. HEKLAÐ SAMAN: Heklið 1 fl, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næstu fl, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni = 1 fl færri. LITASKIPTI: Til þess að fá falleg litaskipti er síðast fl í umf hekluð þannig: Stingið heklunálinni í síðustu l, sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina með nýja litnum og dragið þráðinn í gegnum allar l á heklunálinni. ATH: Klippið ekki frá. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SNJÓKARL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst er heklað í hring fram- og bakstykki, síðan fram og til baka að höfði. SNJÓKARL: Gerið GALDRAHRINGUR – lesið útskýringu að ofan – með litnum hvítur með heklunál nr 3. UMFERÐ 1: Heklið 6 fl um galdrahringinn. UMFERÐ 2: LESIÐ HEKLAÐ UMFERÐINA HRINGINN! Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl. UMFERÐ 3: * 1 fl í næstu fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl. UMFERÐ 4: * 1 fl í hvora af næstu 2 fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl. UMFERÐ 5: * 1 fl í hvora af næstu 2 fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 32 fl. UMFERÐ 6: * 1 fl í hverja af næstu 3 fl, heklið 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 40 fl. UMFERÐ 7: Heklið 1 fl í hverja fl. Heklið nú fram og til baka að höfði þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, 1 fl í hverja af næstu 6 fl, snúið við. UMFERÐ 2: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 8 fl, snúið við. UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í hverja fl, snúið við. UMFERÐ 4: Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 10 fl, snúið við. UMFERÐ 5-6: Heklið 1 fl í hverja fl, snúið við. UMFERÐ 7: Heklið fyrstu 2 fl saman – LESIÐ HEKLAÐ SAMAN, 1 fl í hverja af næstu 6 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 8 fl, snúið við. UMFERÐ 8: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í hverja af næstu 4 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 6 fl, snúið við. UMFERÐ 9: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í hvora af næstu 2 fl, heklið 2 síðustu fl saman = 4 fl, klippið frá og festið enda. Heklið annan snjókarl til viðbótar (= bakhlið). HÖND: Stykkið er heklað fram og til baka. Með litnum svartur, heklið 9 ll (= ll-umf), snúið við og heklið 1 kl í 2. ll frá heklunálinni, 1 kl í hvora af 2 ll, * 4 ll, snúið við og heklið 1 kl í 2. ll frá heklunálinni, 1 kl í hvora af 2 ll *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 1 kl í síðustu ll sem hekluð var í ll-umf, 1 kl í hverja af 5 ll í ll-umf, klippið frá og festið enda. Heklið aðra hönd á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hendurnar niður hvoru megin við fram- og bakstykkið (á bakhlið). Með litnum svartur, saumið út augu og munn framan á höfuðið, gerði 2 hnúta á fram- og bakstykki fyrir tölur. Gerið 1 hnút með litnum appelsínugulur fyrir nef, sjá mynd. Leggið framhlið og bakhlið ofan á hvor aðra með röngu að röngu, heklið hliðarnar saman með litnum hvítur þannig: Heklið 1 kl í gegnum bæði stykkin, * 2 ll, hoppið yfir ca 1 cm, 1 kl yst í lykkjubogann í gegnum bæði stykkin *, endurtakið frá *-* í kringum höfuðið og fram- og bakstykki. Endið á 1 kl í 1. ll. Klippið frá og festið enda. HÚFA: Stykkið er heklað í hring. Heklið 16 ll með litnum rauður og heklunál nr 3 og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1-4: Heklið 1 ll, 1 fl í hverja ll = 16 fl, endið umf á 1 kl í 1. fl. UMFERÐ 5: 1 fl, * 1 fl í hvora af næstu 2 fl, heklið næstu 2 fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl, endið á 1 kl í 1. fl. UMFERÐ 6: 1 ll, * 1 fl í næstu fl, heklið næstu 2 fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 8 fl, endið á 1 kl í 1. fl. UMFERÐ 7: Heklið allar l 2 og 2 saman = 4 fl. Klippið frá, heklið ll í ca 12 cm fyrir lykkju, endið á 1 kl í síðustu umf, klippið frá og haldið eftir ca 20 c fyrir frágang. FRÁGANGUR: Með litnum dökk turkos, saumið út stjörnu á húfuna, sjá mynd. Saumið húfuna niður á höfuðið. TREFILL: Stykkið er heklað fram og til baka. UMFERÐ 1: Heklið 4 ll með litnum rauður með heklunál nr 3, snúið við og heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í hvora af næstu 2 ll = 3 ll, snúið við. UMFERÐ 2: Heklið 1 fl í hverja fl – en í síðustu fl er skipt yfir í litinn dökk turkos – LESIÐ LITASKIPTI, snúið við. UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í hverja fl. UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hverja fl – en í síðustu fl er skipt yfir í litinn rauður. Endurtakið síðan UMFERÐ 1-5 – þ.e.a.s. að hekluð er 1 fl í hverja l og skipt er um lit í annarri hverri umf – þar til trefillinn mælist ca 30 cm (endið á 2 umf með litnum rauður), klippið frá og festið enda. Hnýtið trefilinn utan um hálsinn. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1065
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.