Biljana skrifaði:
So simply and so great!
28.12.2013 - 13:58Madelyn skrifaði:
Great idea!
28.12.2013 - 01:46
Helga skrifaði:
Wenn es mal kühler ist,sicher ein Hingucker
27.12.2013 - 22:46
Turid Drange skrifaði:
Jakken var kjempefin, den vil jeg strikke til våren. Nydelige farger!
25.12.2013 - 11:37
Helen Jansson skrifaði:
Superfin, den vill jag sticka... :-)
19.12.2013 - 10:29
Birgit Wachsmann skrifaði:
Sieht sehr kuschelig aus.
17.12.2013 - 14:54
Isa skrifaði:
Perfekt für kühlere Frühlings- und Sommertage. Würde ich gerne in genau dieser Farbkombination stricken.
16.12.2013 - 16:53
Anette skrifaði:
Härlig kofta för svala sommarkväller
15.12.2013 - 15:22
Nathalie skrifaði:
Ich finde sie schön, bitte bringt die Anleitung auf die Homepage!
12.12.2013 - 23:15
Greta skrifaði:
Morbido e avvolgente, una vera coccola
12.12.2013 - 22:50
Berry Bliss Jacket#berryblissjacket |
|
|
|
Prjónuð peysa í garðaprjóni úr DROPS Delight og DROPS Vivaldi eða DROPS Brushed Alpaca Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 155-6 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 25, 33, 41, 49 og 57 cm. STÆRÐ M: 27, 35, 43, 51 og 59 cm. STÆRÐ L: 25, 34, 43, 52 og 61 cm. STÆRÐ XL: 27, 36, 45, 54 og 63 cm. STÆRÐ XXL: 25, 35, 45, 55 og 65 cm. STÆRÐ XXXL: 27, 37, 47, 57 og 67 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Fram- og bakstykki er prjónað í garðaprjóni, ermar eru prjónaðar í sléttprjóni með 12 umferðum í garðaprjón neðst á ermum. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar l. Fitjið upp 60-64-70-76-82-90 l á hringprjóna nr 7 með 1 þræði af Delight + 1 þræði af Vivaldi (= 2 þræðir) eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka) – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14 cm er fitjuð upp 1 ný l í hvorri hlið (= kantlykkja) = 62-66-72-78-84-92 l. Haldið áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm fellið af kantlykkjur í hlið = 60-64-70-76-82-90 l. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm fellið af miðju 18-18-18-20-20-20 l fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 20-22-25-27-30-34 l eftir á öxl. Fellið laust af allar l þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 35-37-40-43-46-50 l á hringprjóna nr 7 með 1 þræði af Delight + 1 þræði af Vivaldi (= 2 þræðir) eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 14 cm er fitjuð upp 1 ný l á hlið (= kantlykkja) = 36-38-41-44-47-51 l. Haldið síðan áfram í garðaprjóni. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm er kantlykkjan felld af í hlið = 35-37-40-43-46-50 l. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm eru 10-10-10-11-11-11 l við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli, fellið nú af í hverri umf fyrir hálsmáli þannig: 2 l 2 sinnum, 1 l 1 sinni = 20-22-25-27-30-34 l eftir á öxl. Fellið laust af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Ekki gera hnappagöt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 28-28-30-32-32-34 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri öxl) á prjóna nr 7 með 1 þræði Delight + 1 þræði Vivaldi (= 2 þræðir) eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 12 umf GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka) – sjá útskýringu að ofan, haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í hvorri hlið í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 6-4½-4½-4-4-3 cm millibili 6-8-8-8-9-10 sinnum til viðbótar = 42-46-48-50-52-56 l. Þegar stykkið mælist 49-48-47-46-44-41 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið allar l af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í – frá öxl og niður þar sem kantlykkja var felld af. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við kantlykkju, endið þegar 14 cm eru eftir neðst niðri á fram- og bakstykki, þannig að það myndist op/klauf. Klippið frá og festið enda. Saumið tölur í vinstra kant að framan. HÁLSMÁL: Prjónið upp 60 til 72 l (meðtaldar l af þræði) með 1 þræði af Delight og 1 þræði af Vivaldi eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk í kringum hálsmál. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna) – sjá útskýringu að ofan. VASI: Fitjið upp 19 l á prjóna nr 7 með 1 þræði af Delight + 1 þræði af Vivaldi (= 2 þræðir) eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 13 cm eru prjónaðar 4 umf garðaprjón, fellið laust af. Prjónið annan vasa á sama hátt. Saumið vasana 13 cm frá uppfitjunarkanti og 6 cm frá kanti að framan (þ.e.a.s. frá miðju að framan). Saumið vasana meðfram einni umf í garðaprjóni í neðri kant á vasa og fylgið lykkjunum upp úr þannig að vasinn verður staðsettur álíka langt frá kanti að framan meðfram allri hliðinni á vasanum. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #berryblissjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 155-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.