Anne skrifaði:
Ser ut til å være noe feil i mønsteret. Bakstykket skal felles av når arbeidet måler 48 cm (S). Når det gjelder forstyrret så skal noen masker felles av etter 48 cm og de resterende når forstykket er like langt som bakstykket.
08.10.2013 - 20:38DROPS Design svaraði:
Både ryg og forstykke skal lukkes af ved 48 cm i den mindste størrelse. Men du fortsætter med det kravestykke som skal fortsætte om bag i nakken.
09.10.2013 - 10:05
Lise skrifaði:
Jeg har købt garn til denne model, har kun lige striker den nedre bord men undrer mig over at jeg skal have 145 masker på pinden, når mønstreret går over 12 masker og kanterne foran er 12 masker så er det ikke bedre med 144 masker ??
26.09.2013 - 21:59Annerie skrifaði:
Beautiful!! I will definitely make this!
03.07.2013 - 16:21
Alvhild skrifaði:
Denne jakken ser deilig ut. Fint pynteplagg, som også kan varme litt over skuldrene.
18.06.2013 - 22:25
Snezhi skrifaði:
If the sleeves were long it would be a definite yes!
31.05.2013 - 05:57
Paola skrifaði:
Modellino molto grazioso, femminile, si modella sul corpo. questo colore non mi dona, ma lo immagino già in altri colori e mi piace prorpio!
30.05.2013 - 20:49
Jacqueline Hagnere skrifaði:
Dommage les manches sont trop étroites
30.05.2013 - 20:20
Paola#paolacardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Symphony eða DROPS Melody með gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 151-28 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN: Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í 1 mynstureiningu séð frá réttu. MÆLING: Vegna þyngdar á garninu verður öll mæling að gerast þegar stykkinu er haldið uppi, annars verður stykkið allt of langt. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan : 1 HNAPPAGAT = Prjónið þriðju og fjórðu l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S-L: 4, 13, 21 og ca 30 cm. STÆRÐ XL-XXXL: 6, 15, 23 og ca 32 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið laust upp 133-145-157-169-181-193 l á hringprjóna nr 8 með Symphony eða Melody. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta) þar til stykkið mælist 4-4-4-6-6-6 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf frá réttu er fellt af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan – JAFNFRAMT er prjónað áfram eftir mynsturteikningu A.1 – en síðustu 12 l í hvorri hlið eru áfram prjónaðar í garðaprjóni til loka (= 12 kantlykkjur að framan í hvorri hlið). Haldið áfram að prjóna eftir A.1 þar til mynstureiningin hefur verið prjónuð 3 sinnum á hæðina. Í næstu umf frá réttu er prjónað sl yfir allar l, í næstu umf frá röngu er prjónað sl og fækkað er um 1 l í umf (með því að prjóna 2 l slétt saman) = 132-144-156-168-180-192 l, stykkið mælist ca 31-31-31-33-33-33 cm. Setjið 2 prjónamerki 36-39-42-45-48-51 l inn frá hvorri hlið (= 60-66-72-78-84-90 l á bakstykki á milli prjónamerkja). Nú er stykkinu skipt up við prjónamerki og hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 60-66-72-78-84-90 l. Prjónið nú 2 umf slétt – en í lok þessa 2 umf eru fitjaðar upp 11-11-11-8-8-8 nýjar l fyrir ermi = 82-88-94-94-100-106 l. Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 5 l eru eftir, endið á 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið áfram með A.2 með 5 l í garðaprjóni í hvorri hlið til loka. Þegar stykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm fellið af miðju 10 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 l í næstu umf frá hálsi = 35-38-41-41-44-47 l eftir á hvorri öxl. Fellið laust af allar l þegar stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 36-39-42-45-48-51 l. Fitjið nú upp nýjar l fyrir ermi þannig: Prjónið sl í næstu umf frá réttu og fitjið upp 11-11-11-8-8-8 nýjar l í lok umf = 47-50-53-53-56-59 l. Prjónið 1 umf slétt til viðbótar. Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 12 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.2 þar til 5 l eru eftir, endið á 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið áfram með A.2 með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hlið og 12 kantlykkjum í garðaprjóni við miðju að framan þar til stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm, í næstu umf frá röngu eru felldar af fyrstu 35-38-41-41-44-47 l = 12 kantlykkjur að framan eftir. Haldið áfram í garðaprjóni yfir þessar l þar til kantur að framan mælist ca 7 cm frá því þar sem fellt var af fyrir öxl. Fellið nú af fyrstu 4 l í næstu 2 umf frá röngu, fellið laust af þær 4 l sem eftir eru í næstu umf frá röngu. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn, saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju. Saumið saman kant að framan við miðju að aftan, saumið meðfram hálsmáli aftan við hnakka yst í lykkjubogann í ystu l. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #paolacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 151-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.