 Hege Linvåg Aas skrifaði:
 
																									Hege Linvåg Aas skrifaði:
												
Hei Jeg har gjort siste økning på diagram A3, gjorde dette på en omgang med rettstrikk (166m), men når jeg nå skal fortsette på mønstret og ta bort merketrådene, går ikke mønstret opp på bakstykket, det blir forskjøvet. Hva er det jeg har missforstått, siden det blir feil.
27.01.2013 - 23:52DROPS Design svaraði:
Du skal sørge for at du strikker maskene på samme måde som du gjorde tidligere. Så forskyder du ikke maskene
01.05.2013 - 17:12
																									 BEAUCHOUX SYLVIE skrifaði:
 
																									BEAUCHOUX SYLVIE skrifaði:
												
Je suis entrain de tricoter ce modele et je n'arrive pas à comprendre l-explication suivante dos et devant lorsque l'on met les 2 marqueurs faut il tricoter en point fantaisie A3 entre les 2 marqueurs donc sur 76 mailles (pour moi)ou sur les autres mailles et en jersey sur 76 mailles. merci pour votre réponse
26.01.2013 - 07:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Madame Beauchoux, vous allez placer vos marqueurs et tricoter ainsi (taille M): tric. la 1ère m du tour à l'end et placer un marqueur sur cette m, tricotez 76 m en point fantaisie A3, 1 m end = 78ème du tour = 2ème marqueur, 76 m en point fantaisie A3. Bon tricot !
26.01.2013 - 10:18
																									 Gudrun Röhricht skrifaði:
 
																									Gudrun Röhricht skrifaði:
												
Das Erscheinungsbild des Lochmusters A1 in Runden gestrickt sieht gar nicht gut aus.Man sieht lang gespannte Fäden, aber gar keine richtigen Löcher. Dabei habe ich den Umschlag nicht zu locker gemacht. Was muss ich tun, damit das Musterbild besser wird?
02.01.2013 - 09:42DROPS Design svaraði:
Liebe Gudrun, das ist aus der Ferne sehr schwer zu beurteilen. Haben Sie mit dem Originalmaterial gearbeitet? Dann sollte sich nach unserer Anleitung das fotografierte Strickbild ergeben.
02.01.2013 - 14:25
																									 Camilla skrifaði:
 
																									Camilla skrifaði:
												
Jeg er kommet igang med den :-) Har strikket dia A1. Glæder mig til den er færdig.
05.09.2012 - 08:57
																									 Katharina Klusmann skrifaði:
 
																									Katharina Klusmann skrifaði:
												
Oh, entschuldigung. Unerfahrenheit mit dem Internet auf dem Handy!
25.08.2012 - 18:37
																									 Katharina Klusmann skrifaði:
 
																									Katharina Klusmann skrifaði:
												
Hallo, bei den Diagrammen ist von Hin -/ und Rückreihen die Rede. Wenn man in Runden strickt, sind das aber eigentlich ja nur Hinreihen. Bei A1 z.B. soll man dort leere Kästchen rechts stricken und die Sterne immer links, oder hat es was zu bedeuten mit der Beschriftung in der Legende? Vielen Dank
25.08.2012 - 18:36DROPS Design svaraði:
Danke für den Hinweis, da hatte sich in der Legende ein dummer Fehler eingeschlichen: die Sterne werden li in der Hin-R (bzw. in der Runde) gestrickt. Und ja, bei diesem Modell gibt es eingentlich (bis auf die verkürzten R im Rippenmuster) keine Rückreihen.
28.08.2012 - 17:01
																									 Katharina Klusmann skrifaði:
 
																									Katharina Klusmann skrifaði:
												
Hallo, bei den Diagrammen ist von Hin -/ und Rückreihen die Rede. Wenn man in Runden strickt, sind das aber eigentlich ja nur Hinreihen. Bei A1 z.B. soll man dort leere Kästchen rechts stricken und die Sterne immer links, oder hat es was zu bedeuten mit der Beschriftung in der Legende? Vielen Dank
25.08.2012 - 18:35Ran skrifaði:
So pretty
06.08.2012 - 21:23
																									 CorinneD skrifaði:
 
																									CorinneD skrifaði:
												
J'adore ! vivement les explications !
19.07.2012 - 15:51
																									 Maria skrifaði:
 
																									Maria skrifaði:
												
Rigtig flot :))) vil meget gerne lave denne..
05.07.2012 - 14:31| Cleo#cleosweater | ||||||||||||||||
| 
 | ||||||||||||||||
| Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
							DROPS 141-18 | ||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Vegna mismunandi gatamynstra í peysunni, sameinað í sléttprjóni verður prjónfestan mismunandi í hverjum kafla. Sjáið til þess að prjónfestan haldist í hverjum kafla. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring. LESIÐ LEIÐBEININGAR! FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 258-288-312-342-372-408 l á hringprjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið nú stroff (= 2 l sl, 4 l br). Þegar stroffið mælist 5 cm er prjónað mynstur eftir A-1. (sjáið til þess að sl l í mynstri passi yfir sl l í stroffi). Þegar stykkið mælist 15 cm er prjónuð 1 umf slétt. JAFNFRAMT er fækkað um 56-68-72-78-84-92 l jafnt yfir = 202-220-240-264-288-316 l. Prjónið A.2 . Eftir A.2 er prjónað sléttprjón. Þegar stykkið mælist 21 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 14 l jafnt yfir = 188-206-226-250-274-302 l. Prjónið aftur A.2 JAFNFRAMT er fækkað um 46-52-56-64-68-76 l jafnt yfir í síðustu umf = 142-154-170-186-206-226 l. Setjið 2 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið 1 prjónamerki í 1. l í umf og 1 prjónamerki í 72.-78.-86.-94.-104.-114. l í umf (70-76-84-92-102-112 l á milli 2 l með prjónamerki í). Prjónið mynstur eftir A.3, en l með prjónamerki í eru prjónaðar slétt. Þegar stykkið mælist 24 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið við l með prjónamerki – útauknar lykkjur eru prjónaðar slétt þar til þær ganga upp í mynstur, l sem ekki ganga upp í mynstur + l með prjónamerki, eru prjónaðar slétt í hverri umf. Endurtakið útaukningu með 4-4-4-5-5-5 cm millibili, 2 sinnum til viðbótar = 154-166-182-198-218-238 l (takið burtu prjónamerki í hliðum). Þegar stykkið mælist 33-34-34-35-35-36 cm – stillið af eftir 1 umf með gati – prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 52-54-62-66-74-78 l jafnt yfir = 206-220-244-264-292-316 l. Prjónið A.2, JAFNFRAMT er aukið út um 58-68-74-78-86-92 l jafnt yfir í síðustu umf = 264-288-318-342-378-408 l – setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið (= 132-144-159-171-189-204 l á fram- og bakstykki). Prjónið mynstur eftir A.1. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm fellið af 12 l í hvorri hlið (þ.e.a.s. 6 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 120-132-147-159-177-192 l eftir á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 66-72-72-72-78-78 l á prjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið nú stroff (= 2 l sl, 4 l br). Þegar stroffið mælist 5 cm er prjónað mynstur eftir A.1 (sjáið til þess að sl l í mynstri passi yfir sl l í stroffi). Þegar stykkið mælist 15 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-14-12-10-16-14 l jafnt yfir = 56-58-60-62-62-64 l. Setjið 1 prjónamerki í 1. l í umf. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! MYNSTUR: Prjónið nú mynstur A.2. Eftir A.2 er prjónað sléttprjón. Þegar stykkið mælist 21 cm er aftur prjónað mynstur A.2 JAFNFRAMT er fækkað um 14 l jafnt yfir í síðustu umf. Prjónið mynstur eftir A.3. Þegar stykkið mælist 41-41-39-39-37-37 cm prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 14-14-14-18-18-18 l jafnt yfir. Prjónið mynstur A.2 JAFNFRAMT er aukið út í síðustu umf 18-18-18-22-22-22 l jafnt yfir. Prjónið nú mynstur A.1 – sjáið til þess að 2 l sl verði við miðju á ermi og teljið síðan út frá hlið í mynstri hvar þú byrjar. ÚTAUKNING VIÐ MIÐJU UNDIR ERMI: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-19-16-15-19-17 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í við miðju undir ermi (= 2 l fleiri) – útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur, þær l sem ekki ganga upp í mynstur eru prjónaðar slétt þar til þær ganga inn í mynstur. Endurtakið útaukningu með 2-1½-1½-1½-1-1 cm millibili, 13-15-17-18-21-23 sinnum til viðbótar (= 28-32-36-38-44-48 l fleiri). Þegar stykkið mælist 46-46-45-45-44-44 cm (styttir mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla), mælist A.1 efst á ermi næstum eins og A.1 efst á fram- og bakstykki, þ.e.a.s. 5-5-6-6-7-7 cm. Þegar öll útaukning og úrtaka er lokið eru 102-108-114-126-132-138 l á prjóni. Fellið nú af 12 l við miðju undir ermi = 90-96-102-114-120-126 l eftir á ermi. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 420-456-498-546-594-636 l. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 96-104-114-124-136-144 l jafnt yfir (prjónið ca 3. og 4. l slétt saman) = 324-352-384-422-458-492 l. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið mynstur A.2. Eftir A.2 er haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm frá prjónamerki er prjónuð 1 umf slétt. JAFNFRAMT er fækkað um 52-64-76-88-100-110 l jafnt yfir = 272-288-308-334-358-382 l. Prjónið A.2 JAFNFRAMT er fækkað um 62-72-82-90-98-106 l jafnt yfir í síðustu umf = 210-216-226-244-260-276 l. Prjónið mynstur eftir A.3. Þegar stykkið mælist 12-13-14-15-16-17 cm frá prjónamerki – stillið af eftir umf með gati – prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 42-46-50-56-62-68 l jafnt yfir = 168-170-176-188-198-208 l. Prjónið mynstur A.2 JAFNFRAMT er aukið út um 48-46-46-34-30-20 l jafnt yfir í síðustu umf = 216-216-222-222-228-228 l. Nú er prjónað mynstur eftir A.1. Þegar stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm er prjónað stroff (= 2 l sl, 4 l br – sjáið til þess að sl l í stroffi verði yfir sl l í mynstri). Eftir 1 cm með stroff er fækkað öllum 4 l br til 3 l br (prjónið 2 fyrstu l br saman) = 180-180-185-185-190-190 l. Setjið 1 prjónamerki við miðju að framan. Klippið frá og byrjið umf við miðju að aftan. Prjónið nú hækkun að aftan við hnakka (haldið áfram með stroff) þannig: Prjónið þar til 18 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið til baka þar til 18 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið til baka þar til 18 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til eftir eru 30-30-30-30-36-36 l á undan prjónamerki að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til eftir eru 30-30-30-30-36-36 l á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Haldið svona áfram fram og til baka með því að snúa við 12-12-12-12-18-18 l fyrr í hvert skipti í hvorri hlið þar til prjónaðar hafa verið alls 8 umf með hækkun að aftan. Snúið við og prjónið aftur að miðju að aftan. Haldið nú áfram með stroff í hringinn yfir allar l JAFNFRAMT sem fækkað er öllum 3 l br til 2 l br í 1. umf = 144-144-148-148-152-152 l. Eftir auka 1 cm fækkið öllum 2 l br til 1 l br = 108-108-111-111-114-114 l. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá prjónamerki, mælt við miðju að framan (stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá neðri kanti og upp), fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. | ||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | ||||||||||||||||
| 
 | ||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cleosweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 141-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.